Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

20 spurningar og tveim betur

20 spurningar og tveim betur

Fyrri mynd:

Myndin hér að ofan var sennilega tekin 1934 og sýnir hundinn Hachiko sem beið á hverjum degi á járnbrautarstöð í heimalandi sínu eftir að húsbóndi hans kæmi heim úr vinnunni. Eftir að húsbóndinn dó hélt hundurinn áfram að bíða eftir húsbóndanum og varð frægur fyrir tryggð sína. Nú prýðir stytta af honum brautarstöðina og bíómynd hefur verið gerð um hundinn. Í hvaða landi gerðist þessi hjartnæma sanna saga?

1.   Fyrir fáeinum dögum var frá því sagt í fréttum á Stöð 2 að jörð, sem fór í eyði 1901, væri nú byggð að nýju. Jörðin heitir Auðnar og er í Kjálkafirði sem er einn af sjö eyðifjörðum í röð á tiltekinni leið. Firðirnir sjö ganga allir inn af öðrum stærra firði. Hver er sá fjörður?

2.   Hvað heitir aðalflugvöllur Kaupmannahafnar?

3.   Michael Collins, Dick Gordon, Stu Roosa, Al Warden, Ken Mattingly og Ron Evans. Þessir sex Bandaríkjamenn unnu fyrir um hálfri öld ákveðið afrek, en eru – þótt mótsagnakennt kunni að virðast – fyrst og fremst frægir fyrir það sem þeir gerðu EKKI, hver fyrir sig, en tólf félagar þeirra gerðu aftur á móti. Hvað gæti það verið?

4.   Hvaða ár var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands?

5.   Hvað er fusilli?

6.   Árið 2002 var stofnað í Colorado í Bandaríkjunum fyrirtæki sem brátt helgaði sig því verkefni að framleiða alveg tiltekna vöru. Þessi vara þykir mörgum vera einstaklega þægileg, enda er hún framleidd úr léttu og mjög meðfærilegu efni. Í eðli sínu er hún eins konar eftirlíking af svipaðri vöru úr tré sem Hollendingar eru frægir fyrir. Þessi vara hefur náð svo miklum vinsældum að fjöldi fyrirtækja um allan heim er nú farin að framleiða mjög svipaða vöru. En þótt varan sé þægileg, og margir gangi varla spönn frá rassi án hennar, þá þykir mörgum hún heldur ljót. Hvað heitir fyrirtækið sem varan dregur svo nafn sitt af?

7.   Um hvað snerust Versala-samningarnir svonefndu?

8.   Rósa Björk Brynjólfsdóttir var kosin á þing fyrir VG en sagði skilið við þingflokkinn fyrir allnokkru, og á dögunum gekk hún svo til liðs við annan flokk. Hver er sá?

9.   Hver sagði fyrstur: Ég kom, ég sá, ég sigraði. Eða veni, vidi, vici eins og hann orðaði það sjálfur.

10.   Klemens Hannigan er í hljómsveit. Hvað heitir hún?

11.   Árný Fjóla Ásmundsdóttir er líka í hljómsveit. Sú hljómsveit missti líklega af miklum frama á árinu sem er að líða. Hvað heitir hljómsveitin?

12.   Yfirleitt er talið að sjúkdómurinn covid-19 hafi komið upp í tiltekinni borg í Kína, þótt það sé raunar ekki fullrannsakað enn. En hvaða borg er það?

13.   Í hvaða heimsálfu er ríkið Djibouti?

14.   Here Comes the Sun heitir lag sem birtist á plötu árið 1969. Það var samið af hæfileikaríkum músíkant sem þótti þó um þær mundir stundum standa í skugga félaga sinna tveggja. Fyrr en síðar losnaði hann þó við skugga þeirra tvímenninga. Hver samdi Here Comes the Sun?

15.   Á þaki byggingar einnar bjó geitin Heiðrún sem mjólkaði bjór og íbúar átu af einum voldugum grís sem endurnýjaðist fyrir hverja máltíð. Á byggingunni voru 640 dyr sem 960 kraftakarlar gættu. Hvaða bygging er þetta? 

16.   Fyrir 30 árum var frumsýnt leikritið Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. Leikritið naut mikilla vinsælda og var sýnt víða um heim, en þar er fjallað um átök þriggja listamanna. Og þeir listamenn eru meistarar – mismiklir þó – í hverju?

17.   Winona Ryder heitir bandarísk leikkona sem var mjög áberandi á síðasta áratug 20. aldar og var þá til dæmis tvívegis tilnefnd til Óskarsverðlauna. Síðan bar minna á henni um skeið, en 2016 kom hún aftur fram í sviðsljósið í afar vinsælli sjónvarpsseríu sem Netflix framleiðir. Þar leikur hún móður tveggja bræðra sem eru í forgrunni seríunnar, en brallar líka sitt af hverju sjálf. Hvað heitir serían?

18.   Hvar eru Kuiper-beltið og Oort-skýið?

19.   Hvað heitir áin sem fellur um Akureyri?

20   En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Kýreníus var landstjóri ... hvar?

Mynd 2:

Þessi káta kona prýddi forsíðu Vikunnar árið 1976. Hún hefur lagt gjörva hönd á margt en er kannski allra þekktust fyrir tónlist sem hún hefur bæði samið og sungið fyrir börn. Hvað heitir hún?

Svör:

1.  Breiðafjörður. – 2. Kastrup. – 3. Þeir sveimuðu allir umhverfis tunglið í Apollo-geimförum meðan félagar þeirra lentu á tunglinu. – 4. 1980. – 5. Pasta-tegund. – 6. Croc-skór. – 7. Friðarsamningar eftir fyrri heimsstyrjöld. – 8. Samfylkinguna. – 9. Julius Caesar. – 10. Hatari. – 11. Gagnamagnið. – 12. Wuhan. – 13. Afríku. – 14. George Harrison. – 15. Valhöll. – 16. Gítarleik. – 17. Stranger Things. – 18. Í útjaðri sólkerfisins. „Úti í geimnum,“ er reyndar alveg fullnægjandi svar. – 19. Glerá. – 20. Í Sýrlandi.

Myndaspurningar: Hundurinn Hachiko lifði og dó í Japan. Konan heitir Olga Guðrún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einvígi Guðmundar Inga og Jódísar
7
Fréttir

Ein­vígi Guð­mund­ar Inga og Jó­dís­ar

Jó­dís Skúla­dótt­ir seg­ist hugsi yf­ir hversu dýru verði mála­miðl­an­ir Vinstri grænna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hafi ver­ið keypt­ar. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son seg­ir fylgi hreyf­ing­ar­inn­ar í skoð­ana­könn­un­um vera langt und­ir vænt­ing­um en seg­ist full­viss um að þau muni upp­skera meira í kosn­ing­um en kann­an­ir gefa til kynna. Guð­mund­ur Ingi er starf­andi formað­ur Vinstri grænna og Jó­dís vara­formað­ur þing­flokks­ins. Bæði gefa þau kost á sér í embætti vara­for­manns hreyf­ing­ar­inn­ar sem kos­ið verð­ur um á lands­fundi VG um helg­ina.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
8
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár