Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

20 spurningar og tveim betur

20 spurningar og tveim betur

Fyrri mynd:

Myndin hér að ofan var sennilega tekin 1934 og sýnir hundinn Hachiko sem beið á hverjum degi á járnbrautarstöð í heimalandi sínu eftir að húsbóndi hans kæmi heim úr vinnunni. Eftir að húsbóndinn dó hélt hundurinn áfram að bíða eftir húsbóndanum og varð frægur fyrir tryggð sína. Nú prýðir stytta af honum brautarstöðina og bíómynd hefur verið gerð um hundinn. Í hvaða landi gerðist þessi hjartnæma sanna saga?

1.   Fyrir fáeinum dögum var frá því sagt í fréttum á Stöð 2 að jörð, sem fór í eyði 1901, væri nú byggð að nýju. Jörðin heitir Auðnar og er í Kjálkafirði sem er einn af sjö eyðifjörðum í röð á tiltekinni leið. Firðirnir sjö ganga allir inn af öðrum stærra firði. Hver er sá fjörður?

2.   Hvað heitir aðalflugvöllur Kaupmannahafnar?

3.   Michael Collins, Dick Gordon, Stu Roosa, Al Warden, Ken Mattingly og Ron Evans. Þessir sex Bandaríkjamenn unnu fyrir um hálfri öld ákveðið afrek, en eru – þótt mótsagnakennt kunni að virðast – fyrst og fremst frægir fyrir það sem þeir gerðu EKKI, hver fyrir sig, en tólf félagar þeirra gerðu aftur á móti. Hvað gæti það verið?

4.   Hvaða ár var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands?

5.   Hvað er fusilli?

6.   Árið 2002 var stofnað í Colorado í Bandaríkjunum fyrirtæki sem brátt helgaði sig því verkefni að framleiða alveg tiltekna vöru. Þessi vara þykir mörgum vera einstaklega þægileg, enda er hún framleidd úr léttu og mjög meðfærilegu efni. Í eðli sínu er hún eins konar eftirlíking af svipaðri vöru úr tré sem Hollendingar eru frægir fyrir. Þessi vara hefur náð svo miklum vinsældum að fjöldi fyrirtækja um allan heim er nú farin að framleiða mjög svipaða vöru. En þótt varan sé þægileg, og margir gangi varla spönn frá rassi án hennar, þá þykir mörgum hún heldur ljót. Hvað heitir fyrirtækið sem varan dregur svo nafn sitt af?

7.   Um hvað snerust Versala-samningarnir svonefndu?

8.   Rósa Björk Brynjólfsdóttir var kosin á þing fyrir VG en sagði skilið við þingflokkinn fyrir allnokkru, og á dögunum gekk hún svo til liðs við annan flokk. Hver er sá?

9.   Hver sagði fyrstur: Ég kom, ég sá, ég sigraði. Eða veni, vidi, vici eins og hann orðaði það sjálfur.

10.   Klemens Hannigan er í hljómsveit. Hvað heitir hún?

11.   Árný Fjóla Ásmundsdóttir er líka í hljómsveit. Sú hljómsveit missti líklega af miklum frama á árinu sem er að líða. Hvað heitir hljómsveitin?

12.   Yfirleitt er talið að sjúkdómurinn covid-19 hafi komið upp í tiltekinni borg í Kína, þótt það sé raunar ekki fullrannsakað enn. En hvaða borg er það?

13.   Í hvaða heimsálfu er ríkið Djibouti?

14.   Here Comes the Sun heitir lag sem birtist á plötu árið 1969. Það var samið af hæfileikaríkum músíkant sem þótti þó um þær mundir stundum standa í skugga félaga sinna tveggja. Fyrr en síðar losnaði hann þó við skugga þeirra tvímenninga. Hver samdi Here Comes the Sun?

15.   Á þaki byggingar einnar bjó geitin Heiðrún sem mjólkaði bjór og íbúar átu af einum voldugum grís sem endurnýjaðist fyrir hverja máltíð. Á byggingunni voru 640 dyr sem 960 kraftakarlar gættu. Hvaða bygging er þetta? 

16.   Fyrir 30 árum var frumsýnt leikritið Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. Leikritið naut mikilla vinsælda og var sýnt víða um heim, en þar er fjallað um átök þriggja listamanna. Og þeir listamenn eru meistarar – mismiklir þó – í hverju?

17.   Winona Ryder heitir bandarísk leikkona sem var mjög áberandi á síðasta áratug 20. aldar og var þá til dæmis tvívegis tilnefnd til Óskarsverðlauna. Síðan bar minna á henni um skeið, en 2016 kom hún aftur fram í sviðsljósið í afar vinsælli sjónvarpsseríu sem Netflix framleiðir. Þar leikur hún móður tveggja bræðra sem eru í forgrunni seríunnar, en brallar líka sitt af hverju sjálf. Hvað heitir serían?

18.   Hvar eru Kuiper-beltið og Oort-skýið?

19.   Hvað heitir áin sem fellur um Akureyri?

20   En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Kýreníus var landstjóri ... hvar?

Mynd 2:

Þessi káta kona prýddi forsíðu Vikunnar árið 1976. Hún hefur lagt gjörva hönd á margt en er kannski allra þekktust fyrir tónlist sem hún hefur bæði samið og sungið fyrir börn. Hvað heitir hún?

Svör:

1.  Breiðafjörður. – 2. Kastrup. – 3. Þeir sveimuðu allir umhverfis tunglið í Apollo-geimförum meðan félagar þeirra lentu á tunglinu. – 4. 1980. – 5. Pasta-tegund. – 6. Croc-skór. – 7. Friðarsamningar eftir fyrri heimsstyrjöld. – 8. Samfylkinguna. – 9. Julius Caesar. – 10. Hatari. – 11. Gagnamagnið. – 12. Wuhan. – 13. Afríku. – 14. George Harrison. – 15. Valhöll. – 16. Gítarleik. – 17. Stranger Things. – 18. Í útjaðri sólkerfisins. „Úti í geimnum,“ er reyndar alveg fullnægjandi svar. – 19. Glerá. – 20. Í Sýrlandi.

Myndaspurningar: Hundurinn Hachiko lifði og dó í Japan. Konan heitir Olga Guðrún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu