Svona byrjar þetta:
Íslenskir leiðsögumenn í útlöndum herma að ekkert jafnist á við blikið í auga samlanda þeirra þegar þeir koma út í sólskinið fyrir utan erlenda flugstöð með töskurnar sínar í eftirdragi. Það er þessi tæra lífsgleði og léttir sem þeir segja að sé algjörlega einstakur og minni helst á viðbrögð fólks í bíómyndum þegar langvarandi styrjöld eða frelsisbaráttu af einhverjum toga lýkur farsællega. Áhyggjurnar verða nefnilega eftir norður í Atlantshafi. Hér eru engar skuldir eða skyldur, engin fjölskylda, engin verðtrygging, enginn yfirmaður. Allt má.
Þetta er kunnuglegt, en hefur þó sjaldan verið betur orðað – rithöfundar sem reyna að sálgreina íslenska þjóð á einu bretti valda manni ósjaldan aulahrolli, en Halldór Armand gerir þetta einfaldlega svo vel að hann kemst upp með þetta.
Athugasemdir