Hér eru spurningarnar frá í gær, sem allar snúast um njósnir.
***
Fyrri aukaspurning:
Lítið á myndina hér að ofan. Hvað heitir karlinn vinstra megin?
***
Aðalspurningar:
1. Hversu margir dómarar sitja í Hæstarétti Íslands?
2. Hvað heitir höfuðborg Króatíu?
3. Hvað heitir eyjaklasinn sem Mallorca tilheyrir?
4. Aðeins einn maður hefur bæði verið spyrjandi og síðan dómari í spurningakeppninni Gettu betur. Hver er sá?
5. Hver hefur verið spyrjandi í Gettu betur síðustu tvö árin og verður áfram á því ári sem nú fer brátt í hönd?
6. Hver er hljómborðsleikari hinnar vinsælu hljómsveitar Heimilistóna?
7. „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?“ hét leikrit eitt frægt á ofanverðri 20. öld. Hvað gerði þessi Virginia Woolf sér til frægðar?
8. Hvað heitir næsthæsta fjall í heimi?
9. Georgína hét söguhetja í Fimm-bókunum svonefndu eftir Enid Blyton sem öll börn á Íslandi lásu frá 1950 og þangað til kom fram á áttunda áratuginn. Georgína var dugnaðarstúlka en hún var þó ekki ánægð með nafnið sitt. Hvað bað hún hina krakkana í Fimm-bókunum að kalla sig í stað Georgínu?
10. Hver eru tengsl mælieininganna punds og kílós? Það er að segja, hve mörg pund eru í einu kílói eða hve mörg kíló í einu pundi? Hér má reikna töluvert frjálslega.
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir það ríki Bandaríkjanna sem þarna sést rauðlitað inni í Klettafjöllum miðjum?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Sjö.
2. Zagreb.
3. Balera-eyjar.
4. Davíð Þór Jónsson.
5. Kristjana Arnarsdóttir.
6. Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Það er siður í þessari spurningakeppni að ef Íslendingar hafi tvö skírnarnöfn sem þeir eru þekktir fyrir, þá sé yfirleitt ónauðsynlegt að hafa föður-, móður- eða ættarnafn rétt. Hér er því gefið rétt fyrir Katla Margrét eða Katla Þorgeirsdóttir.
7. Hún var rithöfundur.
8. K2.
9. Georg.
10. Tvö pund eru í einu kílói, það er nógu rétt. (Raunar eru 454 grömm í hverju pundi, svo allrar nákvæmni sé gætt.)
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá Deng Xiaoping, leiðtoga Kína um 1980. Deng dugar alveg.
Á neðri myndinni er það Mormónaríkið Utah sem er rauðlitað.
***
Og loks er hér aftur hlekkur á njósnaraspurningarnar síðan í gær.
Athugasemdir