Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

241. spurningaþraut: Þorláksmessuspurningarnar er langt og gott orð

241. spurningaþraut: Þorláksmessuspurningarnar er langt og gott orð

Hér eru spurningarnar frá í gær, sem allar snúast um njósnir.

***

Fyrri aukaspurning:

Lítið á myndina hér að ofan. Hvað heitir karlinn vinstra megin?

***

Aðalspurningar:

1.   Hversu margir dómarar sitja í Hæstarétti Íslands?

2.   Hvað heitir höfuðborg Króatíu?

3.   Hvað heitir eyjaklasinn sem Mallorca tilheyrir?

4.   Aðeins einn maður hefur bæði verið spyrjandi og síðan dómari í spurningakeppninni Gettu betur. Hver er sá?

5.   Hver hefur verið spyrjandi í Gettu betur síðustu tvö árin og verður áfram á því ári sem nú fer brátt í hönd?

6.   Hver er hljómborðsleikari hinnar vinsælu hljómsveitar Heimilistóna?

7.   „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?“ hét leikrit eitt frægt á ofanverðri 20. öld. Hvað gerði þessi Virginia Woolf sér til frægðar?

8.   Hvað heitir næsthæsta fjall í heimi?

9.   Georgína hét söguhetja í Fimm-bókunum svonefndu eftir Enid Blyton sem öll börn á Íslandi lásu frá 1950 og þangað til kom fram á áttunda áratuginn. Georgína var dugnaðarstúlka en hún var þó ekki ánægð með nafnið sitt. Hvað bað hún hina krakkana í Fimm-bókunum að kalla sig í stað Georgínu?

10.   Hver eru tengsl mælieininganna punds og kílós? Það er að segja, hve mörg pund eru í einu kílói eða hve mörg kíló í einu pundi? Hér má reikna töluvert frjálslega.

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir það ríki Bandaríkjanna sem þarna sést rauðlitað inni í Klettafjöllum miðjum?

Til þessa ríkis fluttist nokkur fjöldi Íslendinga á sínum tíma.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Sjö.

2.   Zagreb.

3.   Balera-eyjar.

4.   Davíð Þór Jónsson.

5.   Kristjana Arnarsdóttir.

6.   Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Það er siður í þessari spurningakeppni að ef Íslendingar hafi tvö skírnarnöfn sem þeir eru þekktir fyrir, þá sé yfirleitt ónauðsynlegt að hafa föður-, móður- eða ættarnafn rétt. Hér er því gefið rétt fyrir Katla Margrét eða Katla Þorgeirsdóttir.

7.   Hún var rithöfundur.

8.   K2.

9.   Georg.

10.   Tvö pund eru í einu kílói, það er nógu rétt. (Raunar eru 454 grömm í hverju pundi, svo allrar nákvæmni sé gætt.)

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Deng Xiaoping, leiðtoga Kína um 1980. Deng dugar alveg.

Á neðri myndinni er það Mormónaríkið Utah sem er rauðlitað.

***

Og loks er hér aftur hlekkur á njósnaraspurningarnar síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár