Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

239. spurningaþraut: „Að vera eða ekki vera, þarn'er efinn“

239. spurningaþraut: „Að vera eða ekki vera, þarn'er efinn“

Hér er hún, þrautin síðan í gær.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Hvaða borg sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Lýtalæknir hefur verið í fréttum undanfarið vegna andstöðu sinnar við sóttvarnarreglur flestar. Hvað heitir lýtalæknirinn? Hér dugar skírnarnafn.

2.   Árið 2002 var nýtt sjálfstætt ríki viðurkennt í Asíu, eftir að hafa átt í langri og blóðugri sjálfstæðisbaráttu gegn Indónesíu. Ríkið nær yfir hluta af meðalstórri eyju og nokkrar nálægar eyjar líka. Hvað heitir ríkið?

3.   Edda er nýhætt að vinna og dauðleiðist tíðindalaus tilvera eftirlaunaþegans. Hún grípur því fegins hendi tækifæri til að leysa erfið sakamál. Fyrsta bókin um ævintýri hennar heitir Konan í blokkinni. Hvaða höfundur skrifaði þá bók og fleiri um Eddu?

4.   Fótboltamaður einn frá Akureyri hóf feril sinn með Þór þar í bæ, reyndi fyrir sér erlendis, spilaði nokkur ár með Val en mest með KR. Hann skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum 1994, en landsliðsferillinn var skemmri en efni stóðu til vegna meiðsla. Hver er þessi fótboltamaður?

5.    Hvað heitir konungur Svíþjóðar? Ekki er nauðsynlegt að kunna númer hans.

6.   Hvað heitir drottning hans?

7.   Í apríl í fyrra vakti heimsathygli þegar eldur kviknaði í víðfrægri byggingu þar sem unnið var að viðhaldi. Miklar skemmdir urðu á byggingunni, einkum þaki hennar, og mun víst taka mörg ár að gera við allt saman. Hvaða bygging var þetta?

8.   Hvaða persóna sagði: „Að vera eða ekki vera, þarn'er efinn“?

9.   Sigvaldi Kaldalóns var læknir og tónskáld. Hvar er það Kaldalón sem hann kenndi sig við?

10.   Á Twitter og Instram kallar kona ein sig Harmsögu, þótt hún sé raunar kunn fyrir flest annað en að harma sinn hlut. Þvert á móti þykir hún sannur gleðigjafi. Hver er Harmsaga?

***

Síðari aukaspurning:

Þessi ungi maður lést aðeins 21s að aldri árið 1832, svo honum vannst ekki tími til að afreka margt. Á sínum tíma var hann þó víðfrægur og vel með honum fylgst, en það var fyrst og fremst af því hann átti svo frægan pabba. Hver var pabbinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Elísabet. Hún er raunar Guðmundsdóttir.

2.   Austur-Tímor.

3.   Jónína Leósdóttir.

4.   Guðmundur Benediktsson.

5.   Karl Gústaf.

6.   Sylvia

8.   Notre Dame-kirkjan í París.

8.   Hamlet.

9.   Við Ísafjarðardjúp. „Á Vestfjörðum“ er ekki nóg.

10.   Saga Garðarsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Borgin er New York.

Faðir unga mannsins var Napoleon Bónaparte Frakkakeisari

***   

Gleym ei þrautinni frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leitin að upprunanum
3
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár