Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

239. spurningaþraut: „Að vera eða ekki vera, þarn'er efinn“

239. spurningaþraut: „Að vera eða ekki vera, þarn'er efinn“

Hér er hún, þrautin síðan í gær.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Hvaða borg sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Lýtalæknir hefur verið í fréttum undanfarið vegna andstöðu sinnar við sóttvarnarreglur flestar. Hvað heitir lýtalæknirinn? Hér dugar skírnarnafn.

2.   Árið 2002 var nýtt sjálfstætt ríki viðurkennt í Asíu, eftir að hafa átt í langri og blóðugri sjálfstæðisbaráttu gegn Indónesíu. Ríkið nær yfir hluta af meðalstórri eyju og nokkrar nálægar eyjar líka. Hvað heitir ríkið?

3.   Edda er nýhætt að vinna og dauðleiðist tíðindalaus tilvera eftirlaunaþegans. Hún grípur því fegins hendi tækifæri til að leysa erfið sakamál. Fyrsta bókin um ævintýri hennar heitir Konan í blokkinni. Hvaða höfundur skrifaði þá bók og fleiri um Eddu?

4.   Fótboltamaður einn frá Akureyri hóf feril sinn með Þór þar í bæ, reyndi fyrir sér erlendis, spilaði nokkur ár með Val en mest með KR. Hann skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum 1994, en landsliðsferillinn var skemmri en efni stóðu til vegna meiðsla. Hver er þessi fótboltamaður?

5.    Hvað heitir konungur Svíþjóðar? Ekki er nauðsynlegt að kunna númer hans.

6.   Hvað heitir drottning hans?

7.   Í apríl í fyrra vakti heimsathygli þegar eldur kviknaði í víðfrægri byggingu þar sem unnið var að viðhaldi. Miklar skemmdir urðu á byggingunni, einkum þaki hennar, og mun víst taka mörg ár að gera við allt saman. Hvaða bygging var þetta?

8.   Hvaða persóna sagði: „Að vera eða ekki vera, þarn'er efinn“?

9.   Sigvaldi Kaldalóns var læknir og tónskáld. Hvar er það Kaldalón sem hann kenndi sig við?

10.   Á Twitter og Instram kallar kona ein sig Harmsögu, þótt hún sé raunar kunn fyrir flest annað en að harma sinn hlut. Þvert á móti þykir hún sannur gleðigjafi. Hver er Harmsaga?

***

Síðari aukaspurning:

Þessi ungi maður lést aðeins 21s að aldri árið 1832, svo honum vannst ekki tími til að afreka margt. Á sínum tíma var hann þó víðfrægur og vel með honum fylgst, en það var fyrst og fremst af því hann átti svo frægan pabba. Hver var pabbinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Elísabet. Hún er raunar Guðmundsdóttir.

2.   Austur-Tímor.

3.   Jónína Leósdóttir.

4.   Guðmundur Benediktsson.

5.   Karl Gústaf.

6.   Sylvia

8.   Notre Dame-kirkjan í París.

8.   Hamlet.

9.   Við Ísafjarðardjúp. „Á Vestfjörðum“ er ekki nóg.

10.   Saga Garðarsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Borgin er New York.

Faðir unga mannsins var Napoleon Bónaparte Frakkakeisari

***   

Gleym ei þrautinni frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár