Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

238. spurningaþraut: Vinir, kviðdómur, Mamma Mía og ríki að velli lagt

238. spurningaþraut: Vinir, kviðdómur, Mamma Mía og ríki að velli lagt

Gærdagsþrautin, hér er hún.

***

Fyrri aukaspurning.

Ljósmyndina hér að ofan tók ljósmyndarinn Robert Capa og var hún lengi talin í hópi mögnuðustu ljósmynda 20. aldar. Síðan kviknuðu raddir um að myndin kynni að hafa verið sviðsett en um það verður ekki sagt hér. En hvað sem því líður, í hvaða stríði var myndin tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Amerísku sjónvarpsþættirnir Friends voru fjarska vinsælir á árunum 1994-2004. Í hvaða bandarísku borg gerðust þeir?

2.   Hversu margir sitja í kviðdómi á Englandi?

3.   Baloo, Bagheera, Shere Khan, Kaa og Akela. Hvar koma þessi fyrirbæri við sögu?

4.   Hver lék fyrir fáeinum árum aðalkvenhlutverkið í söngleiknum Mamma Mia í Borgarleikhúsinu?

5.   Hvaða öfluga ríki var að velli lagt árið 1521 svo algjörlega að  það hvarf gjörsamlega úr sögunni og hefur aldrei verið endurreist á nokkurn hátt?

6.   Hvers vegna varð Agnes Magnúsdóttir fræg fyrir tveim öldum tæpum?

7.   Af hvaða reglu er nunnuklaustrið í Hafnarfirði?

8.   Hver er stærsta borgin í Evrópu sem árin Spree fellur um?

9.   Íslenskur rithöfundur á 20. öld naut mikilla vinsælda um tíma, þótt eitthvað hafi dregið úr þeim í bili að minnsta kosti. En hann var líka frægur fyrir hve oft hann gekk í hjónabönd. Hvað hét maðurinn?

10.   Til er bók sem heitir Blóðhófnir. Hver skrifaði hana?

***

Seinni aukaspurning.

Hér að neðan

má sjá leikkonuna Elizabeth Taylor. Í hvaða hlutverki fékk hún að klæðast þessum snotra búningi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   New York.

2.   Tólf.

3.   Persónur (dýr) í bókinni Skógarlíf (Jungle Book) og þeim kvikmyndum og teiknimyndum sem eftir bókinni hafa verið gerðar. „Vinir Mowglis“ er líka rétt.

4.   Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Gælunafnið Hansa dugar líka.

5.   Ríki Azteka í Mexíkó. Nefna verður Azteka, ekki dugar að tala um „einhverja Indíána“.

6.   Hún var dæmd fyrir morð og tekin af lífi. Um smáatriði málsins þurfiði ekki að vita að þessu sinni.

7.   Karmel- eða Karmelíta-reglu.

8.   Berlín.

9.   Kristmann Guðmundsson.

10.   Gerður Kristný.

***

Svör við aukaspurningum:

Mynd Capa var tekin í spænska borgarastríðinu.

Frú Taylor er þarna í hlutverki Cleopötru drottningar í Egiftalandi. Nafn Cleopötru dugar.

***

Svo er hún hér gærdagsþrautin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár