Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

237. spurningaþraut: Liverpool, Þorvaldur, Nanna, Pliníus eldri, Síbelíus

237. spurningaþraut: Liverpool, Þorvaldur, Nanna, Pliníus eldri, Síbelíus

Ef þið smellið hér, þá birtist þrautin síðan í gær eins og fyrir galdra.

***

Fyrri aukaspurning: 

Hvað heitir togarinn sem sjá má hluta af á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Fótboltafélagið Liverpool er sigursælasta fótboltafélagið í Liverpool. En í borginni eru fleiri fótboltafélög. Hvað heitir það næst sigursælasta þar í borg?

2.   Árum saman hefur Þjóðleikhúsið haldið úti sama barnaleikriti á aðventunni í desember. Þangað til núna að sýningar falla niður vegna kófsins. Höfundur leikritsins er Þorvaldur Þorsteinsson. Hvað heitir það?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Armeníu?

4.   Hver er kvaðratrótin af 81?

5.    Hvaða íslenski rithöfundur skrifaði bókina Ofvitann?

6.   Hverrar þjóðar var tónskáldið Jean Sibelius?

7.   Í hvaða hljómsveit syngur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og spilar á gítar?

8.   Hvað kallast hafstraumurinn sunnan úr höfum sem gjarnan er sagður halda hita á Íslandi?

9.   Fyrir hvað komst Ása Finnsdóttir á spjöld sögunnar á Íslandi?

10.   Árið 79 eftir Krist lést rómverski embættismaðurinn og náttúruspekingurinn Pliníus eldri mjög sviplega. Til er lýsing á dauðastund hans eftir nafna hans og frænda og þar kemur fram að líklega urðu eitraðar lofttegundir honum að bana. Hvað var eiginlega að gerast?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða stríði um miðbik 20. aldar er þessi ljósmynd tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Everton.

2.   Leitin að jólunum.

3.   Jerevan.

4.   9.

5.   Þórbergur Þórðarson.

6.   Finnskur.

7.   Of Monsters and Men.

8.   Golfstraumurinn.

9.   Hún var fyrsta sjónvarpsþulan.

10.   Eldgos í Vesúvíusi. Gosið sem færði Pompeii og fleiri bæi á kaf í eitraða ösku.

***

Svör við aukaspurningum:

Togarinn er að sjálfsögðu Heinaste sem Samherji hélt úti til veiða við Namibíu og kemur víða við sögu í Samherjamálum.

Hér má sjá hann betur:

Heinaste siglir á sjónum

Neðri ljósmyndin var aftur á móti tekin í Kóreustríðinu, enda er það fáni Norður-Kóreu sem sjá má veifað.

***

Og ef þið hafið enn gleymt þrautinni síðan í gær, þá er að smella hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár