Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

237. spurningaþraut: Liverpool, Þorvaldur, Nanna, Pliníus eldri, Síbelíus

237. spurningaþraut: Liverpool, Þorvaldur, Nanna, Pliníus eldri, Síbelíus

Ef þið smellið hér, þá birtist þrautin síðan í gær eins og fyrir galdra.

***

Fyrri aukaspurning: 

Hvað heitir togarinn sem sjá má hluta af á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Fótboltafélagið Liverpool er sigursælasta fótboltafélagið í Liverpool. En í borginni eru fleiri fótboltafélög. Hvað heitir það næst sigursælasta þar í borg?

2.   Árum saman hefur Þjóðleikhúsið haldið úti sama barnaleikriti á aðventunni í desember. Þangað til núna að sýningar falla niður vegna kófsins. Höfundur leikritsins er Þorvaldur Þorsteinsson. Hvað heitir það?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Armeníu?

4.   Hver er kvaðratrótin af 81?

5.    Hvaða íslenski rithöfundur skrifaði bókina Ofvitann?

6.   Hverrar þjóðar var tónskáldið Jean Sibelius?

7.   Í hvaða hljómsveit syngur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og spilar á gítar?

8.   Hvað kallast hafstraumurinn sunnan úr höfum sem gjarnan er sagður halda hita á Íslandi?

9.   Fyrir hvað komst Ása Finnsdóttir á spjöld sögunnar á Íslandi?

10.   Árið 79 eftir Krist lést rómverski embættismaðurinn og náttúruspekingurinn Pliníus eldri mjög sviplega. Til er lýsing á dauðastund hans eftir nafna hans og frænda og þar kemur fram að líklega urðu eitraðar lofttegundir honum að bana. Hvað var eiginlega að gerast?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða stríði um miðbik 20. aldar er þessi ljósmynd tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Everton.

2.   Leitin að jólunum.

3.   Jerevan.

4.   9.

5.   Þórbergur Þórðarson.

6.   Finnskur.

7.   Of Monsters and Men.

8.   Golfstraumurinn.

9.   Hún var fyrsta sjónvarpsþulan.

10.   Eldgos í Vesúvíusi. Gosið sem færði Pompeii og fleiri bæi á kaf í eitraða ösku.

***

Svör við aukaspurningum:

Togarinn er að sjálfsögðu Heinaste sem Samherji hélt úti til veiða við Namibíu og kemur víða við sögu í Samherjamálum.

Hér má sjá hann betur:

Heinaste siglir á sjónum

Neðri ljósmyndin var aftur á móti tekin í Kóreustríðinu, enda er það fáni Norður-Kóreu sem sjá má veifað.

***

Og ef þið hafið enn gleymt þrautinni síðan í gær, þá er að smella hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu