Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

236. spurningaþraut: Vigdís Finnbogadóttir, Buck Mulligan, Söngur Gollums

236. spurningaþraut: Vigdís Finnbogadóttir, Buck Mulligan, Söngur Gollums

Hér er þrautin síðan í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir fjallið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Fyrsta Star Wars-myndin var frumsýnd 1977 og hét þá einfaldlega Star Wars. Sú næsta kom þrem árum síðar. Hvað heitir sú mynd?

2.   Carrie Fisher lék aðalkvenhlutverkið í fyrstu Star Wars myndunum. Hvað hét persóna hennar?

3.   „Stately, plump Buck Mulligan came from the stairhead, bearing a bowl of lather on which a mirror and a razor lay crossed.“ – Þetta mætti þýða lauslega svo: „Hátignarlega steig hinn sællegi Buck Mulligan inn af stigapallinum haldandi á skál með sápulöðri sem spegill og rakvél lágu ofan á í kross.“ Hver skrifaði þá skáldsögu sem hefst á þessa leið og þótti marka tímamót í skáldsagnagerð?  Hún kom út á ensku árið 1922.

4.   Hvar eru Peblingavatn, Heilags Jörgensvatn og Svörtustífluvatn?

5.   Hversu margir eru Bretar? Hér má muna um það bil fjórum milljónum til eða frá.

6.   Hvað mælir barómet?

7.   Hvað heitir höfuðborgin í Namibíu?

8.   Vigdís Finnbogadóttir á eina dóttur. Hvað heitir hún? Hér dugir skírnarnafnið.

9.   Íslensk söngkona söng lagið Gollum's Song í mynd númer tvö í þríleiknum Hringadrottinssögu um síðustu aldamót. Myndin hét The Two Towers and hver var söngkonan?

10.   Af hvaða hvalategund var Moby Dick?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni? Eftirnafnið dugar.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   The Empire Strikes Back. „Heimsveldið snýr vörn í sókn“ hljómar ekki alveg eins vel.

2.   Leila prinsessa.

3.   Joyce. Skáldsagan heitir Ulysses frá 1922.

4.   Í Kaupmannahöfn. Danmörk dugar ekki.

5.   67,8 milljónir. Rétt telst vera allt frá 62 til 72.

6.   Loftþrýsting.

7.   Windhoek.

8.   Ástríður.

9.   Emilíana Torrini.

10.   Búrhvalur.

***

Svör við aukaspurningum:

Fjallið heitir Ararat. Það er í Tyrklandi þótt byggingarnar á myndinni séu raunar í Armeníu.

Konan hét Clementine Churchill, og hér má sjá hana ásamt Winston eiginmanni sínum.

***

Gleymduði nokkuð þrautinni síðan í gær?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár