Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

236. spurningaþraut: Vigdís Finnbogadóttir, Buck Mulligan, Söngur Gollums

236. spurningaþraut: Vigdís Finnbogadóttir, Buck Mulligan, Söngur Gollums

Hér er þrautin síðan í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir fjallið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Fyrsta Star Wars-myndin var frumsýnd 1977 og hét þá einfaldlega Star Wars. Sú næsta kom þrem árum síðar. Hvað heitir sú mynd?

2.   Carrie Fisher lék aðalkvenhlutverkið í fyrstu Star Wars myndunum. Hvað hét persóna hennar?

3.   „Stately, plump Buck Mulligan came from the stairhead, bearing a bowl of lather on which a mirror and a razor lay crossed.“ – Þetta mætti þýða lauslega svo: „Hátignarlega steig hinn sællegi Buck Mulligan inn af stigapallinum haldandi á skál með sápulöðri sem spegill og rakvél lágu ofan á í kross.“ Hver skrifaði þá skáldsögu sem hefst á þessa leið og þótti marka tímamót í skáldsagnagerð?  Hún kom út á ensku árið 1922.

4.   Hvar eru Peblingavatn, Heilags Jörgensvatn og Svörtustífluvatn?

5.   Hversu margir eru Bretar? Hér má muna um það bil fjórum milljónum til eða frá.

6.   Hvað mælir barómet?

7.   Hvað heitir höfuðborgin í Namibíu?

8.   Vigdís Finnbogadóttir á eina dóttur. Hvað heitir hún? Hér dugir skírnarnafnið.

9.   Íslensk söngkona söng lagið Gollum's Song í mynd númer tvö í þríleiknum Hringadrottinssögu um síðustu aldamót. Myndin hét The Two Towers and hver var söngkonan?

10.   Af hvaða hvalategund var Moby Dick?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni? Eftirnafnið dugar.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   The Empire Strikes Back. „Heimsveldið snýr vörn í sókn“ hljómar ekki alveg eins vel.

2.   Leila prinsessa.

3.   Joyce. Skáldsagan heitir Ulysses frá 1922.

4.   Í Kaupmannahöfn. Danmörk dugar ekki.

5.   67,8 milljónir. Rétt telst vera allt frá 62 til 72.

6.   Loftþrýsting.

7.   Windhoek.

8.   Ástríður.

9.   Emilíana Torrini.

10.   Búrhvalur.

***

Svör við aukaspurningum:

Fjallið heitir Ararat. Það er í Tyrklandi þótt byggingarnar á myndinni séu raunar í Armeníu.

Konan hét Clementine Churchill, og hér má sjá hana ásamt Winston eiginmanni sínum.

***

Gleymduði nokkuð þrautinni síðan í gær?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár