Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

235. spurningaþraut: Hver braust út úr enni föður síns í fullum herklæðum?

235. spurningaþraut: Hver braust út úr enni föður síns í fullum herklæðum?

Þraut gærdagsins!

***

Fyrri aukaspurning:

Maðurinn á myndinni hér að ofan virðist frekar argur í skapi. Hvers vegna er hann það?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvar fæddist Napóleon Bonaparte?

2.   Hvað heitir varaforseti Bandaríkjanna?

3.   Svo vildi til að par eitt átti von á barni. Þegar karlinn frétti hjá spámönnum að barnið yrði honum æðra, þá sá hann ekki annað ráð en gleypa barnsmóður sína. Barnið, sem var dóttir, hélt hins vegar áfram að vaxa og dafna í líkama föður síns og á endanum braust stúlkan út úr enni hans, og það meira að segja í fullum herklæðum. Þrátt fyrir þessa óheppilegu byrjun á kynnum þeirra feðgina, þá fór yfirleitt vel á með þeim síðar, og hún steypti honum reyndar ekki af stóli. Hún varð hins vegar kunn fyrir góða dómgreind, stillingu og umfram allt visku. Hvað hét hún?

4.   Kona nokkur frá Bandaríkjunum hefur vakið athygli hér á landi fyrir tilraunir sínar til að reisa flugfélag á rústum Wow Air. Hvað heitir hún? Hér dugar eftirnafn.

5.   Árið 1955 tóku Bandaríkjamenn í notkun háfleyga njósnaflugvél sem nú, 65 árum seinna, er enn í notkun. Vélin komst rækilega í fréttirnar þegar ein slík var skotin niður yfir Sovétríkjunum árið 1960. Hvað kallast vélin?

6    Hvað heitir nú það ríki sem áður var oft kallað Abyssinía?

7.   Í hvaða landi er borgin Turku?

8.   Jónas Hallgrímsson fæddist á bænum Hrauni í dal er nefnist ...?

9.   Árið 1558 tók drottning ein við völdum á Englandi og sat síðan á valdastóli í rétt tæp 45 ár. Hvað hét hún?

10.   Móðir drottningar þessarar hafði verið hálshöggvin þegar stúlkan var aðeins tveggja ára. Hvað hét móðirin?

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan hét Anna McNeill Whistler. Hún var lítt framhleypin í lífinu en er þó býsna kunn, því hún varð innblástur að frægu listaverki. Hvers konar listaverki?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Á Korsíku.

2.   Mike Pence.

3.   Aþena.

4.   Ballarin.

5.   U-2.

6.   Eþíópía.

7.   Finnlandi.

8.   Öxnadal.

9.   Elísabet.

10.   Anna Boleyn.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri mynd sýnir Móse ofsareiðan Ísraelsmönnum af því þeir höfðu lagt guð á hilluna og í staðinn farið að dansa kringum gullkálfinn. Nauðsynlegt er að nefna gullkálfinn.

Konan á neðri myndinni var innblástur á málverki sem oftast er kallað „Móðir Whistlers“ enda var það málað af syni konunnar, James Whistler.

„Uppstilling í gráu og svörtu, númer eitt“ heitir myndin í raun og veru. Hún er frá 1871.

***

Og þraut gærdagsins, hlekkur á hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár