Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

235. spurningaþraut: Hver braust út úr enni föður síns í fullum herklæðum?

235. spurningaþraut: Hver braust út úr enni föður síns í fullum herklæðum?

Þraut gærdagsins!

***

Fyrri aukaspurning:

Maðurinn á myndinni hér að ofan virðist frekar argur í skapi. Hvers vegna er hann það?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvar fæddist Napóleon Bonaparte?

2.   Hvað heitir varaforseti Bandaríkjanna?

3.   Svo vildi til að par eitt átti von á barni. Þegar karlinn frétti hjá spámönnum að barnið yrði honum æðra, þá sá hann ekki annað ráð en gleypa barnsmóður sína. Barnið, sem var dóttir, hélt hins vegar áfram að vaxa og dafna í líkama föður síns og á endanum braust stúlkan út úr enni hans, og það meira að segja í fullum herklæðum. Þrátt fyrir þessa óheppilegu byrjun á kynnum þeirra feðgina, þá fór yfirleitt vel á með þeim síðar, og hún steypti honum reyndar ekki af stóli. Hún varð hins vegar kunn fyrir góða dómgreind, stillingu og umfram allt visku. Hvað hét hún?

4.   Kona nokkur frá Bandaríkjunum hefur vakið athygli hér á landi fyrir tilraunir sínar til að reisa flugfélag á rústum Wow Air. Hvað heitir hún? Hér dugar eftirnafn.

5.   Árið 1955 tóku Bandaríkjamenn í notkun háfleyga njósnaflugvél sem nú, 65 árum seinna, er enn í notkun. Vélin komst rækilega í fréttirnar þegar ein slík var skotin niður yfir Sovétríkjunum árið 1960. Hvað kallast vélin?

6    Hvað heitir nú það ríki sem áður var oft kallað Abyssinía?

7.   Í hvaða landi er borgin Turku?

8.   Jónas Hallgrímsson fæddist á bænum Hrauni í dal er nefnist ...?

9.   Árið 1558 tók drottning ein við völdum á Englandi og sat síðan á valdastóli í rétt tæp 45 ár. Hvað hét hún?

10.   Móðir drottningar þessarar hafði verið hálshöggvin þegar stúlkan var aðeins tveggja ára. Hvað hét móðirin?

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan hét Anna McNeill Whistler. Hún var lítt framhleypin í lífinu en er þó býsna kunn, því hún varð innblástur að frægu listaverki. Hvers konar listaverki?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Á Korsíku.

2.   Mike Pence.

3.   Aþena.

4.   Ballarin.

5.   U-2.

6.   Eþíópía.

7.   Finnlandi.

8.   Öxnadal.

9.   Elísabet.

10.   Anna Boleyn.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri mynd sýnir Móse ofsareiðan Ísraelsmönnum af því þeir höfðu lagt guð á hilluna og í staðinn farið að dansa kringum gullkálfinn. Nauðsynlegt er að nefna gullkálfinn.

Konan á neðri myndinni var innblástur á málverki sem oftast er kallað „Móðir Whistlers“ enda var það málað af syni konunnar, James Whistler.

„Uppstilling í gráu og svörtu, númer eitt“ heitir myndin í raun og veru. Hún er frá 1871.

***

Og þraut gærdagsins, hlekkur á hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár