Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

235. spurningaþraut: Hver braust út úr enni föður síns í fullum herklæðum?

235. spurningaþraut: Hver braust út úr enni föður síns í fullum herklæðum?

Þraut gærdagsins!

***

Fyrri aukaspurning:

Maðurinn á myndinni hér að ofan virðist frekar argur í skapi. Hvers vegna er hann það?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvar fæddist Napóleon Bonaparte?

2.   Hvað heitir varaforseti Bandaríkjanna?

3.   Svo vildi til að par eitt átti von á barni. Þegar karlinn frétti hjá spámönnum að barnið yrði honum æðra, þá sá hann ekki annað ráð en gleypa barnsmóður sína. Barnið, sem var dóttir, hélt hins vegar áfram að vaxa og dafna í líkama föður síns og á endanum braust stúlkan út úr enni hans, og það meira að segja í fullum herklæðum. Þrátt fyrir þessa óheppilegu byrjun á kynnum þeirra feðgina, þá fór yfirleitt vel á með þeim síðar, og hún steypti honum reyndar ekki af stóli. Hún varð hins vegar kunn fyrir góða dómgreind, stillingu og umfram allt visku. Hvað hét hún?

4.   Kona nokkur frá Bandaríkjunum hefur vakið athygli hér á landi fyrir tilraunir sínar til að reisa flugfélag á rústum Wow Air. Hvað heitir hún? Hér dugar eftirnafn.

5.   Árið 1955 tóku Bandaríkjamenn í notkun háfleyga njósnaflugvél sem nú, 65 árum seinna, er enn í notkun. Vélin komst rækilega í fréttirnar þegar ein slík var skotin niður yfir Sovétríkjunum árið 1960. Hvað kallast vélin?

6    Hvað heitir nú það ríki sem áður var oft kallað Abyssinía?

7.   Í hvaða landi er borgin Turku?

8.   Jónas Hallgrímsson fæddist á bænum Hrauni í dal er nefnist ...?

9.   Árið 1558 tók drottning ein við völdum á Englandi og sat síðan á valdastóli í rétt tæp 45 ár. Hvað hét hún?

10.   Móðir drottningar þessarar hafði verið hálshöggvin þegar stúlkan var aðeins tveggja ára. Hvað hét móðirin?

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan hét Anna McNeill Whistler. Hún var lítt framhleypin í lífinu en er þó býsna kunn, því hún varð innblástur að frægu listaverki. Hvers konar listaverki?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Á Korsíku.

2.   Mike Pence.

3.   Aþena.

4.   Ballarin.

5.   U-2.

6.   Eþíópía.

7.   Finnlandi.

8.   Öxnadal.

9.   Elísabet.

10.   Anna Boleyn.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri mynd sýnir Móse ofsareiðan Ísraelsmönnum af því þeir höfðu lagt guð á hilluna og í staðinn farið að dansa kringum gullkálfinn. Nauðsynlegt er að nefna gullkálfinn.

Konan á neðri myndinni var innblástur á málverki sem oftast er kallað „Móðir Whistlers“ enda var það málað af syni konunnar, James Whistler.

„Uppstilling í gráu og svörtu, númer eitt“ heitir myndin í raun og veru. Hún er frá 1871.

***

Og þraut gærdagsins, hlekkur á hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu