Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vill að borgin selji Sorpu og Gagnaveituna

Katrín Atla­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks, vill einka­væða Gagna­veit­una og seg­ir Sorpu eins og „risa­stórt lóð um háls hins synd­andi skatt­greið­enda“.

Vill að borgin selji Sorpu og Gagnaveituna
Katrín Atladóttir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill að borgin selji fyrirtæki. Mynd: xd.is

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill að borgin einkavæði Gagnaveituna og selji hlut sinn í Sorpu. „Almennt má segja að því minni rekstur sem er á könnu hins opinbera, því minni líkur eru á því að skatt- og útsvarsgreiðendur sitji uppi með risastóra reikninga eftir óráðsíu og mistök,“ skrifar hún í grein í Morgunblaðinu í dag. „Það er því áríðandi að losna við rekstur eins og Gagnaveituna og Sorpu úr miðstýringu ráðhússins.“

Katrín bendir á að Gagnaveitan, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sem leggur Ljósleiðarann á heimili í borginni, standi utan lögbundinna verkefna sveitarfélaga. „Þetta er í daglegu tali kallað nettenging,“ skrifar hún. „Hvergi er fjallað um beinan rekstur netþjónustu í lögum um skyldur sveitarfélaga. Það er því ekki hlutverk borgarinnar, né fyrirtækja í hennar eigu, að veita þá þjónustu. Ekki frekar en að borgin eigi að sjá borgurunum fyrir matskeið af lýsi á morgnana, eins hollt og það er nú samt. Borgin ætti því að huga að sölu Gagnaveitunnar við fyrsta tækifæri.“

Þá kallar hún einnig eftir því að borgin selji eignarhlut sinn í Sorpu. Fyrirtækið hefur sætt gagnrýni að undanförnu vegna kostnaðarsamra framkvæmda og hás skuldsetningarhlutfalls. „Sorphirða er víða boðin út á Íslandi og sérhæfð fyrirtæki bjóða þá þjónustu á samkeppnismarkaði, nema auðvitað þar sem sveitarfélagið heldur uppi einokunarstarfsemi. Sorpa hefur reynst eitt risastórt lóð um háls hins syndandi skattgreiðenda og gæti hvenær sem er orðið óbærilega þungt,“ skrifar Katrín.

Kallar hún því eftir að borgin selji bæði fyrirtækin. „Fólk mun eftir sem áður geta keypt sér aðgang að „opnu aðgangsneti“ og losnað við sorpið um leið og það tekur inn sitt eigið lýsi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu