Hér er þraut 232 sem birtist í gær.
***
Fyrri aukaspurning:
Hvaða ár gerðist það sem sést á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Á miðvikudaginn í síðustu viku var valinn vestur í Bandaríkjunum 18 manna hópur til að vinna sérstakt verkefni, sem nú hefur ekki verið unnið í tæp 50 ár. Um er að ræða 9 konur og 9 karlar. Eftir 3-4 ár verða ein kona og einn karl valin úr þessum hópi til að vinna hið tiltekna verk. Hvað er það?
2. Manzanares heitir fljót eitt sem rennur um evrópska höfuðborg. Hver er sú borg?
3. Hvað eru hin svonefndu Magellan-ský?
4. Hver var forseti Alþingis á undan Steingrími J. Sigfússyni?
5. „[Þessi drykkur] gerir mann brjálaðan og glæpsamlegan, kveikir flogaveiki og berkla og hefur drepið þúsund Frakka. Hann gerir ofsafengnar skepnur úr karlmönnum, píslarvotta úr konum og vanskapnaði úr börnum. Hann rýfur og eyðileggur fjölskyldulíf og ógnar framtíð mannkynsins.“ Svo var skrifað um tiltekinn drykk í Frakklandi í byrjun 20. aldar og drykkurinn var svo bannaður þar í landi 1914 vegna þess hve ofsafengin áhrif hann þótti hafa á neytendur. Það bann hélt þó ekki nema ákveðinn tíma. Nú er víðast hægt að fá drykkinn, að minnsta kosti ef menn leggja sig fram. Hvaða drykkur er þetta?
6. „Þegar piparkökur bakast, kökugerðarmaður tekur fyrst af öllu steikarpottinn og eitt kíló ...“ af hverju?
7. Hvaða höfuðborg í sjálfstæðu ríki er næst Reykjavík? Það er sem sé hvorki átt við höfuðstaði Grænlands né Færeyja.
8. Á 18. öld gerði Skotinn James Watt endurbætur á tilteknum hlut sem menn höfðu verið að þróa í rúma öld, og urðu endurbætur hans til þess að hluturinn varð mun brúklegri en áður – og sló rækilega í gegn, enda notagildi hans geysilegt. Hvaða hlutur var þetta?
9. Hvað heitir verðandi varaforseti Bandaríkjanna?
10. Hvað eru rúsínur?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þetta? Skírnarnafn eða -nöfn duga.

***
Svör við aðalspurningum:
1. Stíga fæti á tunglið.
2. Madrid.
3. Stjörnuþokur.
4. Unnur Brá Konráðsdóttir. Skírnarnöfn hennar duga sem rétt svar.
5. Absint, öðru nafni malurtarbrennivín.
6. Margarín.
7. Dublin.
8. Gufuvél.
9. Kamala Harris.
10. Þurrkuð vínber.
***
Svör við aukaspurningum:
Styttan af Saddam Hussein var felld 2003.
Sara Björk fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta.
***
Athugasemdir