Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

226. spurningaþraut: Hver hélt tónleika á Suðurskautslandinu? og fleira

226. spurningaþraut: Hver hélt tónleika á Suðurskautslandinu? og fleira

Gærdagsþrautin er hér.

***

Aukaspurningin fyrri:

Á þessum degi fyrir sjö árum, 8. desember 2013, hélt vinsæl hljómsveit tónleika fyrir 120 vísindamenn og blaðamenn á Suðurskautslandinu. Þar með varð hljómsveitin sú fyrsta – og hingað til eina – sem hefur troðið upp í öllum heimsálfunum. Hvað heitir þessi hljómsveit sem er svo hörð af sér?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir þjálfari karlaliðs Tottenham í fótbolta?

2,   Á hvaða eyju í Miðjarðarhafi var Napoleon Bonaparte hafður í stofufangelsi eftir að hann var hrakinn frá völdum í Frakklandi 1814?

3.   En á hvaða eyju endaði hann svo ári seinna?

4.   Svæði 51 eða Area 51 er eyðileg spilda í Bandaríkjunum sem herinn ræður yfir og þar hafa áhugamenn um geimverur gjarnan ímyndað sér að séu falin ýmis sönnunargögn um heimsóknir geimvera. Í hvaða ríki Bandaríkjanna er þetta svæði?

5.   Þýsk hjón stýra fyrirtækinu BioNTech, sem hefur átt mikinn þátt í að þróa bóluefni við kórónaveirunni sem veldur Covid-19 í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Pfizer. Hjónin eru ættuð ... hvaðan?

6.   Fyrir tveim árum fékk ung kona frá Írak friðarverðlaun Nóbels fyrir ötult starf gegn „notkun á kynferðisofbeldi sem vopni í stríði“. Hún heitir Nadia Murad og tilheyrir trúflokki, sem stundum er talinn á mörkum íslams og kristni, og hefur því gjarnan verið ofsóttur af öllum. Hvað heitir trúflokkurinn?

7.   Hún fæddist 1917 í Bandaríkjunum og sló í gegn sem söngkona um tvítugt með einstæða útgáfu af vögguljóðinu „A-tisket, a-tasket“. Hún varð fljótlega heimsfræg og hlaut til dæmis viðurnefnið „drottning jazzins“. Milli þess sem hún sinnti sínum glæsta sólóferli söng hún líka með öðrum og dúettar hennar og Louis Armstrong urðu sögufrægir. Hún lést 1996. Hvað hét hún?

8.   Hvað heitir stærsta stöðuvatnið á Reykjanesi?

9.   „Tveir þreyttir fætur toga hvern annan í takt / eftir einbreiðum vegi sem liggur í öfuga átt. / Gróðurinn grætur og þögnin hún segir svo margt. / Allt er síendurtekið samt er svo mikið ósagt.“ Hver yrkir svo í nýlegu og mjög vinsælu lagi?

10.   Á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu, sem lengi var lítt þekkt og kom ekki almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun og vatnsmagnið í Jökulsá á Dal (eða Jöklu) snarminnkaði. Hvaða náttúruperla er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi unga stúlka?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Mourinho.

2.   Elba.

3.   St.Helena.

4.   Nevada.

5.   Tyrklandi.

6.   Jasídar.

7.   Ella Fitzgerald.

A-tisket, a-tasket

8.   Kleifarvatn.

9.   Bríet.

Bríet, Esjan

10.   Stuðlagil.

***

Svör við aukaspurningum:

Hljómsveitin er Metallica.

Metallica á Suðurskautslandinu- Þetta voru alvörutónleikar.

Stúlkan heitir Michelle, bar ættarnafnið Robinson þá en Obama núna.

***

Og aftur: gærdagsþrautin!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár