Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

226. spurningaþraut: Hver hélt tónleika á Suðurskautslandinu? og fleira

226. spurningaþraut: Hver hélt tónleika á Suðurskautslandinu? og fleira

Gærdagsþrautin er hér.

***

Aukaspurningin fyrri:

Á þessum degi fyrir sjö árum, 8. desember 2013, hélt vinsæl hljómsveit tónleika fyrir 120 vísindamenn og blaðamenn á Suðurskautslandinu. Þar með varð hljómsveitin sú fyrsta – og hingað til eina – sem hefur troðið upp í öllum heimsálfunum. Hvað heitir þessi hljómsveit sem er svo hörð af sér?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir þjálfari karlaliðs Tottenham í fótbolta?

2,   Á hvaða eyju í Miðjarðarhafi var Napoleon Bonaparte hafður í stofufangelsi eftir að hann var hrakinn frá völdum í Frakklandi 1814?

3.   En á hvaða eyju endaði hann svo ári seinna?

4.   Svæði 51 eða Area 51 er eyðileg spilda í Bandaríkjunum sem herinn ræður yfir og þar hafa áhugamenn um geimverur gjarnan ímyndað sér að séu falin ýmis sönnunargögn um heimsóknir geimvera. Í hvaða ríki Bandaríkjanna er þetta svæði?

5.   Þýsk hjón stýra fyrirtækinu BioNTech, sem hefur átt mikinn þátt í að þróa bóluefni við kórónaveirunni sem veldur Covid-19 í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Pfizer. Hjónin eru ættuð ... hvaðan?

6.   Fyrir tveim árum fékk ung kona frá Írak friðarverðlaun Nóbels fyrir ötult starf gegn „notkun á kynferðisofbeldi sem vopni í stríði“. Hún heitir Nadia Murad og tilheyrir trúflokki, sem stundum er talinn á mörkum íslams og kristni, og hefur því gjarnan verið ofsóttur af öllum. Hvað heitir trúflokkurinn?

7.   Hún fæddist 1917 í Bandaríkjunum og sló í gegn sem söngkona um tvítugt með einstæða útgáfu af vögguljóðinu „A-tisket, a-tasket“. Hún varð fljótlega heimsfræg og hlaut til dæmis viðurnefnið „drottning jazzins“. Milli þess sem hún sinnti sínum glæsta sólóferli söng hún líka með öðrum og dúettar hennar og Louis Armstrong urðu sögufrægir. Hún lést 1996. Hvað hét hún?

8.   Hvað heitir stærsta stöðuvatnið á Reykjanesi?

9.   „Tveir þreyttir fætur toga hvern annan í takt / eftir einbreiðum vegi sem liggur í öfuga átt. / Gróðurinn grætur og þögnin hún segir svo margt. / Allt er síendurtekið samt er svo mikið ósagt.“ Hver yrkir svo í nýlegu og mjög vinsælu lagi?

10.   Á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu, sem lengi var lítt þekkt og kom ekki almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun og vatnsmagnið í Jökulsá á Dal (eða Jöklu) snarminnkaði. Hvaða náttúruperla er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi unga stúlka?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Mourinho.

2.   Elba.

3.   St.Helena.

4.   Nevada.

5.   Tyrklandi.

6.   Jasídar.

7.   Ella Fitzgerald.

A-tisket, a-tasket

8.   Kleifarvatn.

9.   Bríet.

Bríet, Esjan

10.   Stuðlagil.

***

Svör við aukaspurningum:

Hljómsveitin er Metallica.

Metallica á Suðurskautslandinu- Þetta voru alvörutónleikar.

Stúlkan heitir Michelle, bar ættarnafnið Robinson þá en Obama núna.

***

Og aftur: gærdagsþrautin!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár