Þraut númer 222 er hér að finna.
***
Fyrri aukaspurning:
Hvaða hafsvæði má sjá á skjáskotinu hér að ofan?
***
1. Hverrar þjóðar voru þeir fjárfestar sem keyptu Hjörleifshöfða um daginn?
2. Hvers konar dýr er „vallabía“ eða „wallaby“ á ensku?
3. „Sistínska kapellan“ er guðshús í Róm, sem margir hafa skoðað, einkum málverkin innan á lofti þess. En hvað þýðir þetta „Sistínska“?
4. Út úr hvaða stóra firði eða flóa gengur Bjarnarfjörður?
5. Hvað þýðir skammstöfun fjölmiðilsins DV?
6. Hvað heitir forseti Bélarus, sem íbúar reyna nú að hrekja á brott?
7. Hvað heitir fjölmennasta borgin í Brasilíu?
8. Hver orti Ódysseifskviðu?
9. Hver leikstýrði kvikmyndinni Ódysseifsferð árið 2001 – eða 2001: A Space Odyssey?
10. Fyrir hvaða flokk situr Lilja Rafney Magnúsdóttir á þingi?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þessi leikkona?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Þýskir.
2. Lítil kengúra.
3. Lýsingarorð, dregið af nafni Sixtusar páfa sem lét endurbyggja og skreyta kapelluna.
4. Húnaflóa.
5. Dagblaðið Vísir.
6. Lukasénko.
7. São Paulo.
8. Homer.
9. Kubrick.
10. VG.
***
Svör við aukaspurningum:
Hafsvæðið er hluti Ermarsunds milli Bretlands og Frakklands, sjá hér:

Leikkonan er Raquel Welch í hlutverki sínu í myndinni One Billion Years BC.
***
Athugasemdir