223. spurningaþraut: Vallabía, sistínska kapellan, Bjarnarfjörður, Bélarus og Brasilía

223. spurningaþraut: Vallabía, sistínska kapellan, Bjarnarfjörður, Bélarus og Brasilía

Þraut númer 222 er hér að finna.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða hafsvæði má sjá á skjáskotinu hér að ofan?

***

1.   Hverrar þjóðar voru þeir fjárfestar sem keyptu Hjörleifshöfða um daginn?

2.   Hvers konar dýr er „vallabía“ eða „wallaby“ á ensku?

3.   „Sistínska kapellan“ er guðshús í Róm, sem margir hafa skoðað, einkum málverkin innan á lofti þess. En hvað þýðir þetta „Sistínska“?

4.   Út úr hvaða stóra firði eða flóa gengur Bjarnarfjörður?

5.   Hvað þýðir skammstöfun fjölmiðilsins DV?

6.   Hvað heitir forseti Bélarus, sem íbúar reyna nú að hrekja á brott?

7.   Hvað heitir fjölmennasta borgin í Brasilíu?

8.   Hver orti Ódysseifskviðu?

9.   Hver leikstýrði kvikmyndinni Ódysseifsferð árið 2001 – eða 2001: A Space Odyssey?

10.   Fyrir hvaða flokk situr Lilja Rafney Magnúsdóttir á þingi?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi leikkona?

 ***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þýskir.

2.   Lítil kengúra.

3.   Lýsingarorð, dregið af nafni Sixtusar páfa sem lét endurbyggja og skreyta kapelluna.

4.   Húnaflóa.

5.   Dagblaðið Vísir.

6.   Lukasénko.

7.   São Paulo.

8.   Homer.

9.   Kubrick.

10.   VG.

***

Svör við aukaspurningum:

Hafsvæðið er hluti Ermarsunds milli Bretlands og Frakklands, sjá hér:

Leikkonan er Raquel Welch í hlutverki sínu í myndinni One Billion Years BC.

***

Og hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár