Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

217. spurningaþraut: Eftir hvaða fugli heita mörgæsir „penguins“?

217. spurningaþraut: Eftir hvaða fugli heita mörgæsir „penguins“?

Þrautin í gær, hér er hún.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist fuglinn á myndinni hér að ofan?

***

1.   Íslensk leikkona veiktist og varð að hætta að stunda sína list en gafst þó hvergi upp við listsköpun og fór að mála myndir með pensli sem hún hélt á í munninum. Hvað hét hún?

2.   „Ástin er eins og sinueldur, ástin er segulstál. Af litlum neista verður oft mikið bál.“ Hver söng þetta?

3.    Í hvaða trúarbrögðum þykir Bhagavad Gita mikið merkisrit?

4.   Hvaða höfundur sendir fyrir þessi jól frá sér bók þar sem aðalsöguhetjan er jarðvísindamaður sem fylgist með miklu eldgosi á Reykjanesskaga?

5.   Hvaða ár fór Brexit-atkvæðagreiðslan fram á Bretlandi?

6.   Á árunum 1987-2000 voru framleiddar á Bretlandi margar sjónvarpsseríur um frekar geðstirðan og hvefsinn lögregluvarðstjóra í Oxford, sem leysti hvert erfiða sakamálið af öðru. Einkenni hans voru mikil bjórdrykkja, óperuáhugi og eldrauður Jagúar. Hvað nefndist þessi inspector?

7.   Hvað heitir sundið milli Spánar og Marokkó?

8.   Eins og menn vita kallast mörgæsir á suðurhvelinu „penguins“ á flestum erlendum málum. Fuglarnir fengu þetta nafn í byrjun 19. aldar þegar landkönnun við suðurskautslandið var að hefjast. Þá nefndu sjómenn fuglana eftir stórri og nokkuð svipaðri fuglategund sem þeir þekktu af norðurhveli. Sá fugl var kallaður „penguinus“. Raunin er þó sú að hinn norðlægi „penguinus“ og mörgæsir eru alls ekki náskyldar. Því miður er erfitt að rannsaka „penguinus“ núorðið, en hvaða tegund var þetta, sem gaf hinum suðrænu mörgæsum nafn sitt?

9.   Hvar eru Svefneyjar?

10.   Hver er fjórði jólasveinninn samkvæmt jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Edda Heiðrún Backman.

2.   Pálmi Gunnarsson.

3.   Hindúisma.

4.   Sigríður Hagalín Björnsdóttir.

5.   2016.

6.   Morse.

7.   Gíbraltar.

8.   Geirfuglinn sálugi.

9.   Á Breiðafirði.

10.   Þvörusleikir.

***

Svör við aðalspurningum:

Á efri myndinni er fuglinn kíví.

Neðri myndin er úr kvikmyndinni Casablanca.

***

Og að síðustu getiði aftur nálgast hér þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu