Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Formaður Læknafélagsins segir Willum flytja „trumpiskar falsfréttir“

Reyn­ir Arn­gríms­son, formað­ur Lækna­fé­lags­ins, vill að Will­um Þór Þórs­son, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, biðj­ist af­sök­un­ar á árás­um á lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Þing­menn eigi að axla ábyrgð á van­fjár­mögn­un heil­brigðis­kerf­is­ins.

Formaður Læknafélagsins segir Willum flytja „trumpiskar falsfréttir“
Segir Willum ráðast á lækna og hjúkrunarfræðinga Formaður Læknafélagsins er mjög ósáttur við að formaður fjárlaganefndar varpi ábrygð á niðurskurði á Landspítala yfir á heilbrigðisstéttir og kjaramál þeirra.

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, heldur á lofti „trumpiskum falsfréttum“ þega hann reynir að varpa ábyrgð á niðurskurði á þjónustu Landspítala yfir á lækna. Þetta skrifar Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, á Facebook.

Tilefnið er forsíðufrétt Fréttablaðsins þar sem rætt er við Willum um aðhaldskröfu á hendur Landspítala sem birtist í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Í fréttinni er haft eftir Willum að hluti vanda Landspítala sé að komið hafi verið til móts við lækna og hjúkrunarfræðinga í kjaramálum.

Þetta telur Reynir að sé argasti útúrsnúningur, ábyrgðin á vanfjármögnun heilbrigiskerfisins liggi hjá stjórnmálamönnum. Með málflutningi sínum dragi Willum lækna inn í umræðu um „niðurskurð ykkar stjórnmàlamanna á þjónustu Landspitalans á hættutímum og reynir að varpa ábyrgðinni á að komið hefði verið til móts við lækna í kjaramálum. Þetta eru trumpiskar falsfréttir.“

„Þið þingmenn kúrið undir pilsfaldi í stað þess að axla ábyrgð á vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins“

Hið rétta sé, skrifar Reynir, að ekki hafi verið samið við lækna á Landspítala, þeir hafi þvert á móti verið samningslausir í 21 mánuð og laun þeirra hafi ekki breyst síðan um mitt ár 2018. Læknar hafi sinnt störfum sínum og ekki vikið sér undan ábyrgð þrátt fyrir þetta. „Hafa unnið í hættu- og neyðarstigi spítalans og sumir veikst við skyldustörf meðan þið þingmenn kúrið undir pilsfaldi í stað þess að axla ábyrgð á vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins.“

Reynir leggur það til við Willum að hann leiðrétti málflutning sinn og biðjist afsökunar á „árás á kollega okkar og samstarfsfólk, hjúkrunarfræðinga sem eiga annað og betra skilið af ykkur stjórnmálamönnum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár