Formaður Læknafélagsins segir Willum flytja „trumpiskar falsfréttir“

Reyn­ir Arn­gríms­son, formað­ur Lækna­fé­lags­ins, vill að Will­um Þór Þórs­son, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, biðj­ist af­sök­un­ar á árás­um á lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Þing­menn eigi að axla ábyrgð á van­fjár­mögn­un heil­brigðis­kerf­is­ins.

Formaður Læknafélagsins segir Willum flytja „trumpiskar falsfréttir“
Segir Willum ráðast á lækna og hjúkrunarfræðinga Formaður Læknafélagsins er mjög ósáttur við að formaður fjárlaganefndar varpi ábrygð á niðurskurði á Landspítala yfir á heilbrigðisstéttir og kjaramál þeirra.

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, heldur á lofti „trumpiskum falsfréttum“ þega hann reynir að varpa ábyrgð á niðurskurði á þjónustu Landspítala yfir á lækna. Þetta skrifar Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, á Facebook.

Tilefnið er forsíðufrétt Fréttablaðsins þar sem rætt er við Willum um aðhaldskröfu á hendur Landspítala sem birtist í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Í fréttinni er haft eftir Willum að hluti vanda Landspítala sé að komið hafi verið til móts við lækna og hjúkrunarfræðinga í kjaramálum.

Þetta telur Reynir að sé argasti útúrsnúningur, ábyrgðin á vanfjármögnun heilbrigiskerfisins liggi hjá stjórnmálamönnum. Með málflutningi sínum dragi Willum lækna inn í umræðu um „niðurskurð ykkar stjórnmàlamanna á þjónustu Landspitalans á hættutímum og reynir að varpa ábyrgðinni á að komið hefði verið til móts við lækna í kjaramálum. Þetta eru trumpiskar falsfréttir.“

„Þið þingmenn kúrið undir pilsfaldi í stað þess að axla ábyrgð á vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins“

Hið rétta sé, skrifar Reynir, að ekki hafi verið samið við lækna á Landspítala, þeir hafi þvert á móti verið samningslausir í 21 mánuð og laun þeirra hafi ekki breyst síðan um mitt ár 2018. Læknar hafi sinnt störfum sínum og ekki vikið sér undan ábyrgð þrátt fyrir þetta. „Hafa unnið í hættu- og neyðarstigi spítalans og sumir veikst við skyldustörf meðan þið þingmenn kúrið undir pilsfaldi í stað þess að axla ábyrgð á vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins.“

Reynir leggur það til við Willum að hann leiðrétti málflutning sinn og biðjist afsökunar á „árás á kollega okkar og samstarfsfólk, hjúkrunarfræðinga sem eiga annað og betra skilið af ykkur stjórnmálamönnum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár