Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Formaður Læknafélagsins segir Willum flytja „trumpiskar falsfréttir“

Reyn­ir Arn­gríms­son, formað­ur Lækna­fé­lags­ins, vill að Will­um Þór Þórs­son, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, biðj­ist af­sök­un­ar á árás­um á lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Þing­menn eigi að axla ábyrgð á van­fjár­mögn­un heil­brigðis­kerf­is­ins.

Formaður Læknafélagsins segir Willum flytja „trumpiskar falsfréttir“
Segir Willum ráðast á lækna og hjúkrunarfræðinga Formaður Læknafélagsins er mjög ósáttur við að formaður fjárlaganefndar varpi ábrygð á niðurskurði á Landspítala yfir á heilbrigðisstéttir og kjaramál þeirra.

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, heldur á lofti „trumpiskum falsfréttum“ þega hann reynir að varpa ábyrgð á niðurskurði á þjónustu Landspítala yfir á lækna. Þetta skrifar Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, á Facebook.

Tilefnið er forsíðufrétt Fréttablaðsins þar sem rætt er við Willum um aðhaldskröfu á hendur Landspítala sem birtist í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Í fréttinni er haft eftir Willum að hluti vanda Landspítala sé að komið hafi verið til móts við lækna og hjúkrunarfræðinga í kjaramálum.

Þetta telur Reynir að sé argasti útúrsnúningur, ábyrgðin á vanfjármögnun heilbrigiskerfisins liggi hjá stjórnmálamönnum. Með málflutningi sínum dragi Willum lækna inn í umræðu um „niðurskurð ykkar stjórnmàlamanna á þjónustu Landspitalans á hættutímum og reynir að varpa ábyrgðinni á að komið hefði verið til móts við lækna í kjaramálum. Þetta eru trumpiskar falsfréttir.“

„Þið þingmenn kúrið undir pilsfaldi í stað þess að axla ábyrgð á vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins“

Hið rétta sé, skrifar Reynir, að ekki hafi verið samið við lækna á Landspítala, þeir hafi þvert á móti verið samningslausir í 21 mánuð og laun þeirra hafi ekki breyst síðan um mitt ár 2018. Læknar hafi sinnt störfum sínum og ekki vikið sér undan ábyrgð þrátt fyrir þetta. „Hafa unnið í hættu- og neyðarstigi spítalans og sumir veikst við skyldustörf meðan þið þingmenn kúrið undir pilsfaldi í stað þess að axla ábyrgð á vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins.“

Reynir leggur það til við Willum að hann leiðrétti málflutning sinn og biðjist afsökunar á „árás á kollega okkar og samstarfsfólk, hjúkrunarfræðinga sem eiga annað og betra skilið af ykkur stjórnmálamönnum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár