Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Formaður Læknafélagsins segir Willum flytja „trumpiskar falsfréttir“

Reyn­ir Arn­gríms­son, formað­ur Lækna­fé­lags­ins, vill að Will­um Þór Þórs­son, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, biðj­ist af­sök­un­ar á árás­um á lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Þing­menn eigi að axla ábyrgð á van­fjár­mögn­un heil­brigðis­kerf­is­ins.

Formaður Læknafélagsins segir Willum flytja „trumpiskar falsfréttir“
Segir Willum ráðast á lækna og hjúkrunarfræðinga Formaður Læknafélagsins er mjög ósáttur við að formaður fjárlaganefndar varpi ábrygð á niðurskurði á Landspítala yfir á heilbrigðisstéttir og kjaramál þeirra.

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, heldur á lofti „trumpiskum falsfréttum“ þega hann reynir að varpa ábyrgð á niðurskurði á þjónustu Landspítala yfir á lækna. Þetta skrifar Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, á Facebook.

Tilefnið er forsíðufrétt Fréttablaðsins þar sem rætt er við Willum um aðhaldskröfu á hendur Landspítala sem birtist í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Í fréttinni er haft eftir Willum að hluti vanda Landspítala sé að komið hafi verið til móts við lækna og hjúkrunarfræðinga í kjaramálum.

Þetta telur Reynir að sé argasti útúrsnúningur, ábyrgðin á vanfjármögnun heilbrigiskerfisins liggi hjá stjórnmálamönnum. Með málflutningi sínum dragi Willum lækna inn í umræðu um „niðurskurð ykkar stjórnmàlamanna á þjónustu Landspitalans á hættutímum og reynir að varpa ábyrgðinni á að komið hefði verið til móts við lækna í kjaramálum. Þetta eru trumpiskar falsfréttir.“

„Þið þingmenn kúrið undir pilsfaldi í stað þess að axla ábyrgð á vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins“

Hið rétta sé, skrifar Reynir, að ekki hafi verið samið við lækna á Landspítala, þeir hafi þvert á móti verið samningslausir í 21 mánuð og laun þeirra hafi ekki breyst síðan um mitt ár 2018. Læknar hafi sinnt störfum sínum og ekki vikið sér undan ábyrgð þrátt fyrir þetta. „Hafa unnið í hættu- og neyðarstigi spítalans og sumir veikst við skyldustörf meðan þið þingmenn kúrið undir pilsfaldi í stað þess að axla ábyrgð á vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins.“

Reynir leggur það til við Willum að hann leiðrétti málflutning sinn og biðjist afsökunar á „árás á kollega okkar og samstarfsfólk, hjúkrunarfræðinga sem eiga annað og betra skilið af ykkur stjórnmálamönnum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár