Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gjaldþrot Capacent hefur áhrif á starfsemi Tryggingastofnunar

Upp­lýs­ing­ar um rétt­indi líf­eyr­is­þega, fjölda­þró­un og út­gjöld til mála­flokks­ins hafa ekki ver­ið birt með reglu­leg­um hætti á vef Trygg­inga­stofn­un­ar á hálft ár. Ástæð­an er sú að fyr­ir­tæk­ið Capacent, sem sá um rekst­ur mæla­borðs stofn­un­ar­inn­ar, varð gjald­þrota í júní.

Gjaldþrot Capacent hefur áhrif á starfsemi Tryggingastofnunar

Mælaborð Tryggingastofnunar hefur verið óvirkt og ekki í birtingu á vef stofnunarinnar frá því í júní síðastliðnum. Ástæðan er gjaldþrot Capacent á Íslandi en fyrirtækið sá um rekstur mælaborðsins fyrir stofnunina.

Staðan þykir afar bagaleg sökum þess að inni á mælaborðinu var birt ýmislegt talnaefni tengt rekstri og hlutverki Tryggingastofnunar sem hefur því ekki verið aðgengilegt síðasta hálfa árið. Inni á mælaborðinu mátti meðal annars finna upplýsingar um réttindi skjólstæðinga Tryggingastofnunar, fjöldaþróun lífeyrisþega, greiðslur frá Tryggingastofnun og útgjöld til til málaflokksins. Þá mátti einnig finna þar niðurbrot eftir kyni, aldri og búsetu auk fleiri þátt. Þá voru umrædd gögn sömuleiðis nýleg í hverju tilfelli.

Tryggingastofnun hyggst sjálf reka nýtt mælaborð

Sigrún Jónsdóttir, staðgengill forstjóra Tryggingastofnunar, segir að það skipti stofnunina miklu máli að almenningur og viðskiptavinir geti fengið greinargóðar upplýsingar á vef stofnunarinnar, bæði um réttindi sín, en einnig um tölur er varði almannatryggingar almennt. Gögnin sem hafi verið birt á mælaborðinu séu framsetning á tölfræði úr gagnagrunni stofnunarinnar og séu öll til staðar.

„Unnið hefur verið að því frá því í júlí að endurhanna útlitið og finna góð forrit til að birta tölfræðiupplýsingar af þessu tagi. Það er nú þegar búið að leggja töluverða vinnu innan Tryggingastofnunar í að setja gögnin þannig upp að hægt verði að birta þau á ný,“ segir Sigrún í svari við fyrirspurn Stundarinnar.

„Innan stofnunarinnar var ekki þekking á kerfum sem eru nauðsynleg til að birta tölfræðigögn“

Samið var við Capacent um rekstur mælaborðsins í mars árið 2018. „Það var talið skynsamlegt í ljósi þess að innan stofnunarinnar var ekki þekking á kerfum sem eru nauðsynleg til að birta tölfræðigögn með þessu móti og því ekki starfsfólk innanhúss til að sinna því verkefni,“ segir Sigrún. Tryggingastofnun mun hins vegar sjálf sjá um uppsetningu og rekstur nýs mælaborðs og segir Sigrún að gert sé ráð fyrir að það fari í loftið á næstu vikum.

Á þeim rúmu tveimur árum sem Capacent sá um rekstur mælaborðsins greiddi Tryggingastofnun alls 4.322.500 krónur til fyrirtækisins, án virðisaukaskatts. Ekki er ljóst hvaða kostnaður mun hljótast af því að þurfa að setja upp nýtt mælaborð á vef stofnunarinnar.

Uppfært 23. nóvember:

Nýtt mælaborð Tryggingastofnunar er komið í gagnið og virkt á heimasíðu stofnunarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár