Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gjaldþrot Capacent hefur áhrif á starfsemi Tryggingastofnunar

Upp­lýs­ing­ar um rétt­indi líf­eyr­is­þega, fjölda­þró­un og út­gjöld til mála­flokks­ins hafa ekki ver­ið birt með reglu­leg­um hætti á vef Trygg­inga­stofn­un­ar á hálft ár. Ástæð­an er sú að fyr­ir­tæk­ið Capacent, sem sá um rekst­ur mæla­borðs stofn­un­ar­inn­ar, varð gjald­þrota í júní.

Gjaldþrot Capacent hefur áhrif á starfsemi Tryggingastofnunar

Mælaborð Tryggingastofnunar hefur verið óvirkt og ekki í birtingu á vef stofnunarinnar frá því í júní síðastliðnum. Ástæðan er gjaldþrot Capacent á Íslandi en fyrirtækið sá um rekstur mælaborðsins fyrir stofnunina.

Staðan þykir afar bagaleg sökum þess að inni á mælaborðinu var birt ýmislegt talnaefni tengt rekstri og hlutverki Tryggingastofnunar sem hefur því ekki verið aðgengilegt síðasta hálfa árið. Inni á mælaborðinu mátti meðal annars finna upplýsingar um réttindi skjólstæðinga Tryggingastofnunar, fjöldaþróun lífeyrisþega, greiðslur frá Tryggingastofnun og útgjöld til til málaflokksins. Þá mátti einnig finna þar niðurbrot eftir kyni, aldri og búsetu auk fleiri þátt. Þá voru umrædd gögn sömuleiðis nýleg í hverju tilfelli.

Tryggingastofnun hyggst sjálf reka nýtt mælaborð

Sigrún Jónsdóttir, staðgengill forstjóra Tryggingastofnunar, segir að það skipti stofnunina miklu máli að almenningur og viðskiptavinir geti fengið greinargóðar upplýsingar á vef stofnunarinnar, bæði um réttindi sín, en einnig um tölur er varði almannatryggingar almennt. Gögnin sem hafi verið birt á mælaborðinu séu framsetning á tölfræði úr gagnagrunni stofnunarinnar og séu öll til staðar.

„Unnið hefur verið að því frá því í júlí að endurhanna útlitið og finna góð forrit til að birta tölfræðiupplýsingar af þessu tagi. Það er nú þegar búið að leggja töluverða vinnu innan Tryggingastofnunar í að setja gögnin þannig upp að hægt verði að birta þau á ný,“ segir Sigrún í svari við fyrirspurn Stundarinnar.

„Innan stofnunarinnar var ekki þekking á kerfum sem eru nauðsynleg til að birta tölfræðigögn“

Samið var við Capacent um rekstur mælaborðsins í mars árið 2018. „Það var talið skynsamlegt í ljósi þess að innan stofnunarinnar var ekki þekking á kerfum sem eru nauðsynleg til að birta tölfræðigögn með þessu móti og því ekki starfsfólk innanhúss til að sinna því verkefni,“ segir Sigrún. Tryggingastofnun mun hins vegar sjálf sjá um uppsetningu og rekstur nýs mælaborðs og segir Sigrún að gert sé ráð fyrir að það fari í loftið á næstu vikum.

Á þeim rúmu tveimur árum sem Capacent sá um rekstur mælaborðsins greiddi Tryggingastofnun alls 4.322.500 krónur til fyrirtækisins, án virðisaukaskatts. Ekki er ljóst hvaða kostnaður mun hljótast af því að þurfa að setja upp nýtt mælaborð á vef stofnunarinnar.

Uppfært 23. nóvember:

Nýtt mælaborð Tryggingastofnunar er komið í gagnið og virkt á heimasíðu stofnunarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár