Gjaldþrot Capacent hefur áhrif á starfsemi Tryggingastofnunar

Upp­lýs­ing­ar um rétt­indi líf­eyr­is­þega, fjölda­þró­un og út­gjöld til mála­flokks­ins hafa ekki ver­ið birt með reglu­leg­um hætti á vef Trygg­inga­stofn­un­ar á hálft ár. Ástæð­an er sú að fyr­ir­tæk­ið Capacent, sem sá um rekst­ur mæla­borðs stofn­un­ar­inn­ar, varð gjald­þrota í júní.

Gjaldþrot Capacent hefur áhrif á starfsemi Tryggingastofnunar

Mælaborð Tryggingastofnunar hefur verið óvirkt og ekki í birtingu á vef stofnunarinnar frá því í júní síðastliðnum. Ástæðan er gjaldþrot Capacent á Íslandi en fyrirtækið sá um rekstur mælaborðsins fyrir stofnunina.

Staðan þykir afar bagaleg sökum þess að inni á mælaborðinu var birt ýmislegt talnaefni tengt rekstri og hlutverki Tryggingastofnunar sem hefur því ekki verið aðgengilegt síðasta hálfa árið. Inni á mælaborðinu mátti meðal annars finna upplýsingar um réttindi skjólstæðinga Tryggingastofnunar, fjöldaþróun lífeyrisþega, greiðslur frá Tryggingastofnun og útgjöld til til málaflokksins. Þá mátti einnig finna þar niðurbrot eftir kyni, aldri og búsetu auk fleiri þátt. Þá voru umrædd gögn sömuleiðis nýleg í hverju tilfelli.

Tryggingastofnun hyggst sjálf reka nýtt mælaborð

Sigrún Jónsdóttir, staðgengill forstjóra Tryggingastofnunar, segir að það skipti stofnunina miklu máli að almenningur og viðskiptavinir geti fengið greinargóðar upplýsingar á vef stofnunarinnar, bæði um réttindi sín, en einnig um tölur er varði almannatryggingar almennt. Gögnin sem hafi verið birt á mælaborðinu séu framsetning á tölfræði úr gagnagrunni stofnunarinnar og séu öll til staðar.

„Unnið hefur verið að því frá því í júlí að endurhanna útlitið og finna góð forrit til að birta tölfræðiupplýsingar af þessu tagi. Það er nú þegar búið að leggja töluverða vinnu innan Tryggingastofnunar í að setja gögnin þannig upp að hægt verði að birta þau á ný,“ segir Sigrún í svari við fyrirspurn Stundarinnar.

„Innan stofnunarinnar var ekki þekking á kerfum sem eru nauðsynleg til að birta tölfræðigögn“

Samið var við Capacent um rekstur mælaborðsins í mars árið 2018. „Það var talið skynsamlegt í ljósi þess að innan stofnunarinnar var ekki þekking á kerfum sem eru nauðsynleg til að birta tölfræðigögn með þessu móti og því ekki starfsfólk innanhúss til að sinna því verkefni,“ segir Sigrún. Tryggingastofnun mun hins vegar sjálf sjá um uppsetningu og rekstur nýs mælaborðs og segir Sigrún að gert sé ráð fyrir að það fari í loftið á næstu vikum.

Á þeim rúmu tveimur árum sem Capacent sá um rekstur mælaborðsins greiddi Tryggingastofnun alls 4.322.500 krónur til fyrirtækisins, án virðisaukaskatts. Ekki er ljóst hvaða kostnaður mun hljótast af því að þurfa að setja upp nýtt mælaborð á vef stofnunarinnar.

Uppfært 23. nóvember:

Nýtt mælaborð Tryggingastofnunar er komið í gagnið og virkt á heimasíðu stofnunarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár