Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

216. spurningaþraut: „Ríki þetta er kennt við löngu dauðan kóng“

216. spurningaþraut: „Ríki þetta er kennt við löngu dauðan kóng“

Hlekkur á gærdagsins þraut.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Í hvaða borg er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Habbakúk, Hósea, Óbadía, Daníel, Míka, Jóel, Jónas, Amos, Nahúm, Haggaí, Sakaría, Malakí. Hverjir eru þetta?

2.   Hvað heitir höfuðborgin á Norður-Írlandi?

3.   Við hvaða fjörð stendur Akureyri?

4.   Á hvaða hafsvæði var háð eina sjóorrusta Íslendinga árið 1244?

5.   Ríki eitt hér í heimi heitir eftir löngu dauðum kóngi, þótt hann hafi aldrei komið þangað. Hann sat hins vegar við stjórnvölinn þegar þegnar hans byrjuðu landkönnun á því svæði sem nú myndar ríkið. Landar kóngsins fóru síðan með nýlendustjórn á svæðinu lengi vel. Þótt ríkið sé orðið sjálfstætt fyrir alllöngu hefur landsmönnum ekki þótt taka því að skipta um nafn á ríki sínu, en nokkrar tillögur um nafnbreytingar hafa þó komið fram. Til dæmis má nefna Haring Bayang Katagalugan, Kapatiran, Mahárlika, Rizalia og Luzviminda. En dauði kóngurinn heldur þó enn velli í nafni ríkisins. Hvaða ríki er þetta?

6.   Hvað heitir lengsta áin sem rennur (nær eingöngu) um Rússland?

7.   Í hvaða íþróttagrein keppti Martina Navratilova á sínum tíma og var þá ein sú sigursælasta í heimi?

8.   Hve margir hafa gegnt embætti forsætisráðherra á Íslandi síðustu 10 árin?

9.   Hver sagði: „Herra Gorbatsjov, rífðu niður þennan múr.“

10.   George Soros heitir auðkýfingur einn sem býr í Bandaríkjunum, sem hefur orðið miðpunktur í ótal mörgum samsæriskenningum öfgahægrimanna. Í hvaða landi fæddist Soros?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Spámenn sem spádómsbækur í Gamla testamentinu eru kenndar við. En „spámenn“ og „Biblían“ eru hér hin nauðsynlegu stikkorð.

2.   Belfast.

3.   Eyjafjörð.

4.   Húnaflóa.

5.   Filippseyjar.

6.   Jenisei.

7.   Tennis.

8.   Fimm (Jóhanna Sigurðardóttir, Sigmundur Davíð, Sigurður Ingi, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir).

9.   Ronald Reagan.

10.   Ungverjalandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Róm.

Neðri myndin sýnir Margréti sálugu, prinsessu í Bretlandi.

***

Og gleymið ekki að reyna yður við þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu