Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

216. spurningaþraut: „Ríki þetta er kennt við löngu dauðan kóng“

216. spurningaþraut: „Ríki þetta er kennt við löngu dauðan kóng“

Hlekkur á gærdagsins þraut.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Í hvaða borg er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Habbakúk, Hósea, Óbadía, Daníel, Míka, Jóel, Jónas, Amos, Nahúm, Haggaí, Sakaría, Malakí. Hverjir eru þetta?

2.   Hvað heitir höfuðborgin á Norður-Írlandi?

3.   Við hvaða fjörð stendur Akureyri?

4.   Á hvaða hafsvæði var háð eina sjóorrusta Íslendinga árið 1244?

5.   Ríki eitt hér í heimi heitir eftir löngu dauðum kóngi, þótt hann hafi aldrei komið þangað. Hann sat hins vegar við stjórnvölinn þegar þegnar hans byrjuðu landkönnun á því svæði sem nú myndar ríkið. Landar kóngsins fóru síðan með nýlendustjórn á svæðinu lengi vel. Þótt ríkið sé orðið sjálfstætt fyrir alllöngu hefur landsmönnum ekki þótt taka því að skipta um nafn á ríki sínu, en nokkrar tillögur um nafnbreytingar hafa þó komið fram. Til dæmis má nefna Haring Bayang Katagalugan, Kapatiran, Mahárlika, Rizalia og Luzviminda. En dauði kóngurinn heldur þó enn velli í nafni ríkisins. Hvaða ríki er þetta?

6.   Hvað heitir lengsta áin sem rennur (nær eingöngu) um Rússland?

7.   Í hvaða íþróttagrein keppti Martina Navratilova á sínum tíma og var þá ein sú sigursælasta í heimi?

8.   Hve margir hafa gegnt embætti forsætisráðherra á Íslandi síðustu 10 árin?

9.   Hver sagði: „Herra Gorbatsjov, rífðu niður þennan múr.“

10.   George Soros heitir auðkýfingur einn sem býr í Bandaríkjunum, sem hefur orðið miðpunktur í ótal mörgum samsæriskenningum öfgahægrimanna. Í hvaða landi fæddist Soros?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Spámenn sem spádómsbækur í Gamla testamentinu eru kenndar við. En „spámenn“ og „Biblían“ eru hér hin nauðsynlegu stikkorð.

2.   Belfast.

3.   Eyjafjörð.

4.   Húnaflóa.

5.   Filippseyjar.

6.   Jenisei.

7.   Tennis.

8.   Fimm (Jóhanna Sigurðardóttir, Sigmundur Davíð, Sigurður Ingi, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir).

9.   Ronald Reagan.

10.   Ungverjalandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Róm.

Neðri myndin sýnir Margréti sálugu, prinsessu í Bretlandi.

***

Og gleymið ekki að reyna yður við þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár