Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

216. spurningaþraut: „Ríki þetta er kennt við löngu dauðan kóng“

216. spurningaþraut: „Ríki þetta er kennt við löngu dauðan kóng“

Hlekkur á gærdagsins þraut.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Í hvaða borg er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Habbakúk, Hósea, Óbadía, Daníel, Míka, Jóel, Jónas, Amos, Nahúm, Haggaí, Sakaría, Malakí. Hverjir eru þetta?

2.   Hvað heitir höfuðborgin á Norður-Írlandi?

3.   Við hvaða fjörð stendur Akureyri?

4.   Á hvaða hafsvæði var háð eina sjóorrusta Íslendinga árið 1244?

5.   Ríki eitt hér í heimi heitir eftir löngu dauðum kóngi, þótt hann hafi aldrei komið þangað. Hann sat hins vegar við stjórnvölinn þegar þegnar hans byrjuðu landkönnun á því svæði sem nú myndar ríkið. Landar kóngsins fóru síðan með nýlendustjórn á svæðinu lengi vel. Þótt ríkið sé orðið sjálfstætt fyrir alllöngu hefur landsmönnum ekki þótt taka því að skipta um nafn á ríki sínu, en nokkrar tillögur um nafnbreytingar hafa þó komið fram. Til dæmis má nefna Haring Bayang Katagalugan, Kapatiran, Mahárlika, Rizalia og Luzviminda. En dauði kóngurinn heldur þó enn velli í nafni ríkisins. Hvaða ríki er þetta?

6.   Hvað heitir lengsta áin sem rennur (nær eingöngu) um Rússland?

7.   Í hvaða íþróttagrein keppti Martina Navratilova á sínum tíma og var þá ein sú sigursælasta í heimi?

8.   Hve margir hafa gegnt embætti forsætisráðherra á Íslandi síðustu 10 árin?

9.   Hver sagði: „Herra Gorbatsjov, rífðu niður þennan múr.“

10.   George Soros heitir auðkýfingur einn sem býr í Bandaríkjunum, sem hefur orðið miðpunktur í ótal mörgum samsæriskenningum öfgahægrimanna. Í hvaða landi fæddist Soros?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Spámenn sem spádómsbækur í Gamla testamentinu eru kenndar við. En „spámenn“ og „Biblían“ eru hér hin nauðsynlegu stikkorð.

2.   Belfast.

3.   Eyjafjörð.

4.   Húnaflóa.

5.   Filippseyjar.

6.   Jenisei.

7.   Tennis.

8.   Fimm (Jóhanna Sigurðardóttir, Sigmundur Davíð, Sigurður Ingi, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir).

9.   Ronald Reagan.

10.   Ungverjalandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Róm.

Neðri myndin sýnir Margréti sálugu, prinsessu í Bretlandi.

***

Og gleymið ekki að reyna yður við þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár