216. spurningaþraut: „Ríki þetta er kennt við löngu dauðan kóng“

216. spurningaþraut: „Ríki þetta er kennt við löngu dauðan kóng“

Hlekkur á gærdagsins þraut.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Í hvaða borg er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Habbakúk, Hósea, Óbadía, Daníel, Míka, Jóel, Jónas, Amos, Nahúm, Haggaí, Sakaría, Malakí. Hverjir eru þetta?

2.   Hvað heitir höfuðborgin á Norður-Írlandi?

3.   Við hvaða fjörð stendur Akureyri?

4.   Á hvaða hafsvæði var háð eina sjóorrusta Íslendinga árið 1244?

5.   Ríki eitt hér í heimi heitir eftir löngu dauðum kóngi, þótt hann hafi aldrei komið þangað. Hann sat hins vegar við stjórnvölinn þegar þegnar hans byrjuðu landkönnun á því svæði sem nú myndar ríkið. Landar kóngsins fóru síðan með nýlendustjórn á svæðinu lengi vel. Þótt ríkið sé orðið sjálfstætt fyrir alllöngu hefur landsmönnum ekki þótt taka því að skipta um nafn á ríki sínu, en nokkrar tillögur um nafnbreytingar hafa þó komið fram. Til dæmis má nefna Haring Bayang Katagalugan, Kapatiran, Mahárlika, Rizalia og Luzviminda. En dauði kóngurinn heldur þó enn velli í nafni ríkisins. Hvaða ríki er þetta?

6.   Hvað heitir lengsta áin sem rennur (nær eingöngu) um Rússland?

7.   Í hvaða íþróttagrein keppti Martina Navratilova á sínum tíma og var þá ein sú sigursælasta í heimi?

8.   Hve margir hafa gegnt embætti forsætisráðherra á Íslandi síðustu 10 árin?

9.   Hver sagði: „Herra Gorbatsjov, rífðu niður þennan múr.“

10.   George Soros heitir auðkýfingur einn sem býr í Bandaríkjunum, sem hefur orðið miðpunktur í ótal mörgum samsæriskenningum öfgahægrimanna. Í hvaða landi fæddist Soros?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Spámenn sem spádómsbækur í Gamla testamentinu eru kenndar við. En „spámenn“ og „Biblían“ eru hér hin nauðsynlegu stikkorð.

2.   Belfast.

3.   Eyjafjörð.

4.   Húnaflóa.

5.   Filippseyjar.

6.   Jenisei.

7.   Tennis.

8.   Fimm (Jóhanna Sigurðardóttir, Sigmundur Davíð, Sigurður Ingi, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir).

9.   Ronald Reagan.

10.   Ungverjalandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Róm.

Neðri myndin sýnir Margréti sálugu, prinsessu í Bretlandi.

***

Og gleymið ekki að reyna yður við þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár