Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sigríður Andersen segir ekki óeðlilegt að gamalt fólk deyi úr „kvefi“

Fyrr­um dóms­mála­ráð­herra sagði mik­ið gert úr frétt­um af and­lát­um á Landa­koti á streymisvið­burði sam­tak­ana Út úr kóf­inu. Sig­ríð­ur sagði einnig að um­ræðu vanti um tak­mörk mann­legs lífs.

Sigríður Andersen segir ekki óeðlilegt að gamalt fólk deyi úr „kvefi“
Það er ekki það sama ef níræður deyr og þrítugur Jón Ívar Einarsson sagði á fundi hópsins að ekki væri sambærilegt að níræður einstaklingur deyji og þrítugur. Þetta sagði hann í samhengi við þá sjúklinga sem létu lífið á Landakoti

Fyrrum dómsmálaráðherra og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen, hefur verið gagnrýnin á stefnu stjórnvalda í aðgerðum sínum gegn Covid-19. Fréttir birtust af því í byrjun mánaðar að til snarpra orðaskipta hafi komið á milli Sigríðar og heilbrigðisráðherra á Alþingi varðandi sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda.

Í gær var greint frá því á Stundinni að Sigríður sé ein þriggja forsvarsmanna hópsins Út úr kófinu og að hópurinn hafi sett á laggirnar vefsíðu undir starfsemi sína.  Á upplýsingafundi almannavarna sama dag lýstu landlæknir og sóttvarnarlæknir sig ósammála þeim viðhorfum er hópurinn heldur uppi og jafnframt sagði sóttvarnarlæknir í máli sínu að hann teldi þessa einstaklinga ekki sjá hlutina í raunhæfu ljósi.

14. nóvember síðastliðinn bauð Sigríður Á. Andersen upp á opin streymisviðburð á Facebook síðu sinni undir heitinu: Er mögulegt að vernda viðkvæma, og furðaði sig þar á því að fólki þætti óeðlilegt að sjúklingar á Landakoti hafi látið lífið vegna Covid-19. 

Upplýsingafundur

Viðburðurinn var að sögn Sigríðar hluti af því starfi sem hópurinn Út úr kófinu hefur unnið að síðustu daga og vikur. 

„Það kemur fólki rosalega á óvart að níræður einstaklingur hafi dáið úr kvefi“

Á þessum opna umræðufundi sátu ásamt Sigríði þeir Jón Ívar Einarsson og Þorsteinn Siglaugsson, en þeir standa ásamt henni á bakvið starfsemi hópsins. Þríeykið bauð Martin Kulldroff, lækni og einum þriggja höfunda Barrington-yfirlýsingarinnar, til fundarins. Í Barrington-yfirlýsingunni færa ýmsir sérfræðingar rök fyrir hnitmiðuðum sóttvarnaraðgerðum til að verja viðkvæma hópa, fremur en að loka almennri starfsemi. Martin sagði í máli sínu á fundinum að sérstaklega mikilvægt sé að vernda aldraða og að íslenskum stjórnvöldum hafi mistekist það varðandi Landakot.

Niðurstöður fundarins

Eftir fundinn tók þríeykið niðurstöður hans saman. Sigríður nefndi að áherslur stjórnvalda hafi verið að loka landamærum í stað þess að undirbúa spítala undir smit. Í því samhengi nefndi hún Landakot. „Menn sjá núna hvað þarf að ráðast í miklar úrbætur á svona einfaldri einingu eins og Landakotsspítala. Þetta er ekki flókin eining, þetta er bara hús þar sem fólk er, að maður hefði haldið að það væri ekkert flókið að gera það þannig, ég ætla ekki að gera lítið úr því að þetta sé flókið, en þetta er viðráðanlegt verkefni myndi maður segja.“

„Hvað deyja margir á Landakoti þegar flensan gengur yfir?“

Jón Ívar tók undir með henni og sagði hópsmitið mikinn áfellisdóm fyrir heilbrigðiskerfið. „Við þurfum að fara betur með þetta eldra fólk okkar og sinna því betur en við gerum í dag,“ sagði hann.

Andlát á Landakoti 

Sigríður benti á í því samhengi að tölur varðandi andlát á Landakoti segi henni lítið því margir deyi á Landakoti þegar flensa gangi yfir, hún hafi sjálf unnið á elliheimili og hafi því innsýn í málaflokkinn. „Þannig að fréttir af því að það hafi dáið tíu manns á Landakoti, mér finnst vanta inn í þær tölur, hvað deyja margir á Landakoti þegar flensan gengur yfir?“ 

Sigríður sagði að vöntun sé á að prestar stigi inn í umræðuna og ræði opinskátt um lífið og dauðann. „Það kemur fólki rosalega á óvart að níræður einstaklingur hafi dáið úr kvefi eða inflúensu. Nú er ég ekki læknir og ég spyr þig Jón, það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt?“

Jón svaraði því neitandi, það væri ekki óeðlilegt að eldra fólk deyi úr kvefi. Sigríður sagði í kjölfarið að Covid faraldurinn hafi leitt í ljós takmarkanir mannlegs lífs, að fólk deyi. 

Sigríður Á. Andersen / Facebook

„Jú, við deyjum náttúrulega flest af því, sem er kölluð innan gæsalappa, lungnabólga. Oft er ekkert farið neitt nánar út í það, ekkert verið að athuga hvaða padda það var sem dró viðkomandi til dauða ef fólk er komið á þann aldur og í þær aðstæður,“ sagði Jón og hélt svo áfram: „Það er ekki það sama ef níræður einstaklingur deyr, sem á kannski örfáa mánuði eftir og lifir kannski ekki við mikil lífsgæði, miðað við að einstaklingur á þrítugsaldri deyr. Það er ekki það sama,“ bætti hann við.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár