Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sigríður Andersen segir ekki óeðlilegt að gamalt fólk deyi úr „kvefi“

Fyrr­um dóms­mála­ráð­herra sagði mik­ið gert úr frétt­um af and­lát­um á Landa­koti á streymisvið­burði sam­tak­ana Út úr kóf­inu. Sig­ríð­ur sagði einnig að um­ræðu vanti um tak­mörk mann­legs lífs.

Sigríður Andersen segir ekki óeðlilegt að gamalt fólk deyi úr „kvefi“
Það er ekki það sama ef níræður deyr og þrítugur Jón Ívar Einarsson sagði á fundi hópsins að ekki væri sambærilegt að níræður einstaklingur deyji og þrítugur. Þetta sagði hann í samhengi við þá sjúklinga sem létu lífið á Landakoti

Fyrrum dómsmálaráðherra og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen, hefur verið gagnrýnin á stefnu stjórnvalda í aðgerðum sínum gegn Covid-19. Fréttir birtust af því í byrjun mánaðar að til snarpra orðaskipta hafi komið á milli Sigríðar og heilbrigðisráðherra á Alþingi varðandi sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda.

Í gær var greint frá því á Stundinni að Sigríður sé ein þriggja forsvarsmanna hópsins Út úr kófinu og að hópurinn hafi sett á laggirnar vefsíðu undir starfsemi sína.  Á upplýsingafundi almannavarna sama dag lýstu landlæknir og sóttvarnarlæknir sig ósammála þeim viðhorfum er hópurinn heldur uppi og jafnframt sagði sóttvarnarlæknir í máli sínu að hann teldi þessa einstaklinga ekki sjá hlutina í raunhæfu ljósi.

14. nóvember síðastliðinn bauð Sigríður Á. Andersen upp á opin streymisviðburð á Facebook síðu sinni undir heitinu: Er mögulegt að vernda viðkvæma, og furðaði sig þar á því að fólki þætti óeðlilegt að sjúklingar á Landakoti hafi látið lífið vegna Covid-19. 

Upplýsingafundur

Viðburðurinn var að sögn Sigríðar hluti af því starfi sem hópurinn Út úr kófinu hefur unnið að síðustu daga og vikur. 

„Það kemur fólki rosalega á óvart að níræður einstaklingur hafi dáið úr kvefi“

Á þessum opna umræðufundi sátu ásamt Sigríði þeir Jón Ívar Einarsson og Þorsteinn Siglaugsson, en þeir standa ásamt henni á bakvið starfsemi hópsins. Þríeykið bauð Martin Kulldroff, lækni og einum þriggja höfunda Barrington-yfirlýsingarinnar, til fundarins. Í Barrington-yfirlýsingunni færa ýmsir sérfræðingar rök fyrir hnitmiðuðum sóttvarnaraðgerðum til að verja viðkvæma hópa, fremur en að loka almennri starfsemi. Martin sagði í máli sínu á fundinum að sérstaklega mikilvægt sé að vernda aldraða og að íslenskum stjórnvöldum hafi mistekist það varðandi Landakot.

Niðurstöður fundarins

Eftir fundinn tók þríeykið niðurstöður hans saman. Sigríður nefndi að áherslur stjórnvalda hafi verið að loka landamærum í stað þess að undirbúa spítala undir smit. Í því samhengi nefndi hún Landakot. „Menn sjá núna hvað þarf að ráðast í miklar úrbætur á svona einfaldri einingu eins og Landakotsspítala. Þetta er ekki flókin eining, þetta er bara hús þar sem fólk er, að maður hefði haldið að það væri ekkert flókið að gera það þannig, ég ætla ekki að gera lítið úr því að þetta sé flókið, en þetta er viðráðanlegt verkefni myndi maður segja.“

„Hvað deyja margir á Landakoti þegar flensan gengur yfir?“

Jón Ívar tók undir með henni og sagði hópsmitið mikinn áfellisdóm fyrir heilbrigðiskerfið. „Við þurfum að fara betur með þetta eldra fólk okkar og sinna því betur en við gerum í dag,“ sagði hann.

Andlát á Landakoti 

Sigríður benti á í því samhengi að tölur varðandi andlát á Landakoti segi henni lítið því margir deyi á Landakoti þegar flensa gangi yfir, hún hafi sjálf unnið á elliheimili og hafi því innsýn í málaflokkinn. „Þannig að fréttir af því að það hafi dáið tíu manns á Landakoti, mér finnst vanta inn í þær tölur, hvað deyja margir á Landakoti þegar flensan gengur yfir?“ 

Sigríður sagði að vöntun sé á að prestar stigi inn í umræðuna og ræði opinskátt um lífið og dauðann. „Það kemur fólki rosalega á óvart að níræður einstaklingur hafi dáið úr kvefi eða inflúensu. Nú er ég ekki læknir og ég spyr þig Jón, það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt?“

Jón svaraði því neitandi, það væri ekki óeðlilegt að eldra fólk deyi úr kvefi. Sigríður sagði í kjölfarið að Covid faraldurinn hafi leitt í ljós takmarkanir mannlegs lífs, að fólk deyi. 

Sigríður Á. Andersen / Facebook

„Jú, við deyjum náttúrulega flest af því, sem er kölluð innan gæsalappa, lungnabólga. Oft er ekkert farið neitt nánar út í það, ekkert verið að athuga hvaða padda það var sem dró viðkomandi til dauða ef fólk er komið á þann aldur og í þær aðstæður,“ sagði Jón og hélt svo áfram: „Það er ekki það sama ef níræður einstaklingur deyr, sem á kannski örfáa mánuði eftir og lifir kannski ekki við mikil lífsgæði, miðað við að einstaklingur á þrítugsaldri deyr. Það er ekki það sama,“ bætti hann við.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár