Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

207. spurningaþraut: Hvaða kona lést árið 1907? Ættuð þið að vita það?

207. spurningaþraut: Hvaða kona lést árið 1907? Ættuð þið að vita það?

Þraut 206, frá í gær.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Hver heitir stúlkan á myndinni hér að ofan? Það má taka fram að flestir þekkja rödd hennar líklega ívið betur en útlit hennar, að minnsta kosti meðan hún var svona ung.

***

Aðalspurningar:

1.   Hver lék Vito Corleone þegar sú persóna var komin á efri ár?

2.   Hjá hvaða illræmdu stofnun starfaði Vladimir Pútin áður en hann fór hann út í pólitík?

3.   Hún heitir Dorothea að millinafni og bar ættarnafnið Kastner þegar hún fæddist árið 1954. Hún gifti sig 1977 og tók þá upp ættarnafn eiginmannsins og hefur haldið því, þótt þau séu löngu skilin. Hver er konan?

4.   Þegar piltur einn fæddist hét hann Nguyễn Phúc Vĩnh Thụy en eftir að hann varð keisari í heimalandi sínu árið 1926 kallaðist hann Bảo Đại. Hann var keisari til 1945 en reyndar lengst af lítið annað en leppur útlendinga. Seinna varð hann um tíma forseti í landinu, eða hluta þess, en var áfram sakaður um að vera handbendi annarra og var hrakinn frá völdum 1955. Hann lifði allt til ársins 1997. Í hvaða landi bar Bảo Đại keisaratign?

5.   Það kemur sjálfsagt ýmsum á óvart að strangt til tekið er Sahara-eyðimörkin ekki stærsta eyðimörk á Jörðinni heldur má finna á heimskringlunni aðra ennþá stærri. Hvar er hún?

6.   Kona nokkur gekk að eiga karl einn. Hún bar honum sex börn en fjögur þeirra dóu mjög ung. Eftir voru því aðeins tvö á lífi. Eiginmaður konunnar, sem var embættismaður á eftirlaunum, dó þegar hún var rúmlega fertug. Sjálf andaðist hún 47 ára gömul úr krabbameini árið 1907. Hún þótti engin atkvæðamanneskja en var gæðablóð og varð sérstaklega 18 ára gömlum syni sínum mikill harmdauði. Hann var óhuggandi lengi á eftir, þótt hann legði sig annars fram um að sýnast mikið hörkutól. Flestir telja þó að hann hafi einfaldlega verið illmenni. En hvað hét þessi kona, móðir hans? Hér dugar fornafn hennar. 

7.   Hver skrifaði skáldsöguna Sjálfstætt fólk?

8.   Ceres, Orca, Makemake, Gonggong, Quaoar, Haumea, Eris og Sedna. Hvaða listi er þetta?

9.   Hver varð nýlega heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri í sjöunda sinn?

10.  Í hvaða hafi eru Cayman-eyjar?

***

Aukaspurning sú hin síðari:

Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Marlon Brando.

2   KGB, sovésku leyniþjónustunni.

3.   Angela Merkel.

4.   Víetnam.

5.   Á Suðurskautslandinu.

6.   Klara. Hún var sem sé móðir Adolfs Hitlers.

7.   Halldór Laxness.

8.   Þetta eru dvergplánetur í sólkerfi okkar. Plútó vantar á listann.

9.   Lewis Hamilton.

10.  Karíbahafi.

***

Svör við aukaspurningum.

Á efri myndinni er franska söngkonan Edit Piaf.

Hér má sjá hana syngja sitt frægasta lag, Nei, ég sé ekki eftir neinu:

Síðari aukaspurning:

Þetta var skjáskot af hluta mest seldu plötu allra tíma, Thriller með Michael Jackson:

***

Þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu