Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samfélagið hafi samþykkt að tryggja ekki öryggi gamals fólks

„Við er­um að lýsa áhersl­um í ís­lensku sam­fé­lagi til ára­tuga,“ seg­ir Sig­ríð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri hjúkr­un­ar og með­lim­ur í fram­kvæmd­ar­stjórn Land­spít­al­ans, um or­sak­ir þess að að­stæð­ur á Landa­koti buðu upp á dreif­ingu hópsmits með­al við­kvæmra sjúk­linga. Þá seg­ir hún að sjálf hafi fram­kvæmd­ar­stjórn Land­spít­al­ans þurft að for­gangsr­aða öðr­um verk­efn­um of­ar en Landa­koti í við­bragði sínu við far­aldr­in­um.

Samfélagið hafi samþykkt að tryggja ekki öryggi gamals fólks

Eftir að upplýsingafundi vegna hópsýkingar á Landakoti var lokið var fjölmiðlum boðið viðtal við þá sem fram á honum komu. Stundin óskaði eftir viðtali við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, en fekk þau svör að forstjórinn gæti ekki svarað spurningum að svo stöddu.

Sigríður GunnarsdóttirFramkvæmdastjóri hjúkrunar svarar spurningum um hópsýkinguna á Landakoti.

Spítalinn vísaði þess vegna Stundinni á Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdarstjóra hjúkrunar á Landspítalanum og meðlim í framkvæmdarstjórn spítalans.

Sigríður sat því undir svörum blaðamanns.

Kallað eftir aðstoð

Hefur stjórn spítalans miðlað áhyggjum sínum til heilbrigðisráðherra eða þeirra sem fara með fjárveitingarvald, á því að aðstæður á Landakoti væru lífshættulegar sjúklingum og starfsfólki í þessum faraldri?

„Nú get ég ekki svarað fyrir það hvað hefur farið á milli forstjóra og ráðherra.“

En stjórn spítalans, þú situr í henni?

„Það er enginn stjórn á spítalanum, það er framkvæmdastjórn og ég sit í henni. Forstjóri veitir henni forystu og er í samskiptum við ráðherra. Ég veit að hann hefur haldið ráðherra og ráðuneytinu upplýstum frá upphafi um stöðuna sem væri komin upp. Ég veit ekki hvað hefur farið fram í þeim samtölum.“

Þannig að þú getur ekki gefið upp hvort framkvæmdarstjórnin hafi miðlað áhyggjum til viðeigandi aðila og kallað eftir aðstoð?

„Þetta er svolítið sértæk spurning. Við höfum miðlað upplýsingum um stöðu á húsnæði á spítalanum og það liggur fyrir áður en þetta kemur upp. Það sem gerist í þessari hópsýkingu sem kemur hérna upp er að það eru ákveðnir hlutir sem hægt er að gera í miðri krísu. Það er farið í þær framkvæmdir, það er verið að reyna ná utan um sýkinguna og meðhöndla fólkið sem er veikt og reyna að passa að það smitist ekki fleiri ásamt því að finna út úr því sem gerðist. Þar að auki að reyna tryggja öryggi í húsnæðinu eins og kostur er. Það er ekki hægt að byggja nýtt hús í miðjum heimsfaraldri. Við erum að vinna með það sem við höfum.“

„Það er ekki hægt að byggja nýtt hús í miðjum heimsfaraldri.“

Hópsmitið hefur ekki verið viðvarandi síðan faraldurinn hófst, svo á þessu níu mánaða tímabili, var ekki kallað eftir aðstoð eða miðlað áhyggjum af því að þetta gæti farið svona?

„Það kom fram á fundinum áðan að þótt að aðstæður á Landakoti séu með þeim hætti sem þær eru, þá er ekkert ólíklegt að það eigi við um fleiri heilbrigðisstofnanir á landinu.“

Var miðlað áhyggjum vegna þeirra í upphafi þessa faraldar?

„Það hefur alveg komið fram þær takmarkanir sem eru á húsnæðinu sem við erum í.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Að­stæð­ur á Landa­koti aldrei rædd­ar í rík­is­stjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár