Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lést daginn eftir að hann var greindur

„Hann var ekki deyj­andi mað­ur,“ seg­ir Gauti Krist­manns­son, son­ur Krist­manns Eiðs­son­ar, kenn­ara og þýð­anda, sem lést á Landa­koti þriðju­dag­inn 27. októ­ber eft­ir COVID-19 hópsmit­ið sem braust út að­eins fimm dög­um áð­ur.

Lést daginn eftir að hann var greindur
Gauti Kristmannsson Faðir Gauta lést aðeins fáeinum dögum eftir að hópsmitið kom upp á Landakoti. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Hann var ekki deyjandi maður og var bara að bíða eftir hjúkrunarrými,“ segir Gauti Kristmannsson, sonur Kristmanns. „Hann var á þeim tímamótum að hann vissi að hann gæti ekki farið heim aftur eftir þetta. Svo kemur upp þessi sýking og við höfðum samband og fengum að vita að hann hefði farið í próf. Á föstudeginum fáum við þær upplýsingar að hann væri ekki smitaður eftir fyrstu skimun. Þá urðum við vongóð um að það gengi allt vel.“

„Hann var ekki deyjandi maður“

Kristmann Eiðssonf. 27. maí 1936 – d. 27. október 2020

Kristmann hafði verið á Landakoti í meira en mánuð í endurhæfingu þegar hópsmitið kom upp, en fjölskyldan var vongóð um góðan árangur úr henni að sögn Gauta. „Svo er það á mánudegi 26. október að það er haft samband við okkur og það kemur í ljós að hann er smitaður,“ segir hann. „Læknirinn segir að hann sé mjög veikur og hún haldi hreinlega að hann sé deyjandi. Við fengum að fara inn til hans í svona geimfarabúningi. Hann var mjög veikur, rænulaus og andstuttur eins og þessi sjúkdómur fer með fólk. Við höfðum áhyggjur, en bjuggumst ekki við að hann færi strax. Kvöldið eftir fengum við símtal frá Landakoti um að hann væri dáinn.“

Starfsfólkið jafn skelfingu lostið og aðstandendurnir

Gauti segir ljóst að þetta hafi verið sérstaklega smitandi afbrigði. „Ég var búinn að heimsækja hann í margar vikur með grímu og hanska, einn í einu inni í herberginu með tveggja metra fjarlægð. Samt smitast tugir starfsmanna og sjúklinga, nánast allir í húsinu. Það segir manni að þetta er ekki lítið smitandi andskoti. Þeir náttúrlega hólfuðu ekki af deildirnar, en sóttvarnarreglur voru örugglega haldnar.“

Gauti segir fjölskylduna ekki hafa fengið nein tíðindi um einkenni fyrr en á mánudeginum þegar í ljós kom að Kristmann var smitaður. „Reynslan af starfsfólkinu er að það var mjög opið við okkur,“ segir hann. „Ég held að þau hafi verið jafn skelfingu lostin og allir aðrir.“

Stóra spurningin um mannekluna

Gauti segir föður sinn hafa verið góðan mann sem hafi verið vinsæll meðal fólks, bæði nemenda og samstarfsmanna. „Hann var ljúfur maður í umgengni og ekkert að trana sér fram, en samt launfyndinn og mikill íslenskumaður og fagmaður,“ segir hann.

Hann segist ekki áfellast spítalann fyrir hvernig fór, en vill þó svör um atburðarásina og skipulagið. „Það sem maður helst spyr sig er af hverju deildirnar voru ekki lokaðar af hver frá annarri?“ segir Gauti. „Forstjórinn sagði að það hefði verið vegna manneklu. Mér finnst þetta vera stóra spurningin.“

Hann segist þó ekki hafa neinar efasemdir um stjórnendur eða starfsfólk spítalans. „Það getur verið að það hafi verið gerð mistök. Spurningin er hvernig þetta komst inn og hvernig þetta gat dreifst svo víða og hratt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Aðstandendur vilja skýringar á hvernig fór á Landakoti
ViðtalHvað gerðist á Landakoti?

Að­stand­end­ur vilja skýr­ing­ar á hvernig fór á Landa­koti

Fjöl­skyld­ur þeirra sem lét­ust og veikt­ust eft­ir hópsmit­ið á Landa­koti bera starfs­fólki góða sögu, en vilja vita hvað fór úr­skeið­is. Sum­ir gátu ekki kvatt ást­vini sína, en aðr­ir fengu að heim­sækja þá í hlífð­ar­bún­ing­um. Einn að­stand­enda um­gekkst aldr­aða ætt­ingja eft­ir að hafa ver­ið til­kynnt að hann þyrfti ekki að fara í sótt­kví.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Að­stæð­ur á Landa­koti aldrei rædd­ar í rík­is­stjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu