Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

206. spurningaþraut: Villa leynist hér í frásögn um Viktoríu drottningu!

206. spurningaþraut: Villa leynist hér í frásögn um Viktoríu drottningu!

Þrautin frá í gær, hérna!

***

Fyrri aukaspurning:

Við hvaða tækifæri er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Sintí-þjóðin er kannski ekki mjög þekkt en allir þekkja þó aðra þjóð, sem Sintíar teljast líka tilheyra. Sintíar tala sitt eigið tungumál, en það er skylt tungumáli hinnar fyrrnefndu „yfirþjóðar“ en þó mjög blandað þýsku. Hvað kallast sú þjóð, sem Sintíar teljast vera hluti af?

2.   Einn frægasti Sintíinn fæddist 1910 og varð einn frægasti jazz-tónlistarmaður síns tíma en lést svo aðeins rúmlega fertugur. Hann spilaði á gítar og var einna fyrstur jazzista til að nota gítarinn sem sólóhljóðfæri, enda þótti hann gríðarlega flinkur á sinn gítar. Hann spilaði mikið með fiðluleikaranum Stéphane Grappelli  en fór líka í hljómleikaferð með Duke Ellington. Hvað hét þessi Sintí?

3.   Hversu margir búa á Stykkishólmi? Hér er miðað við tölur Hagstofunnar 1. janúar 2020, og stekkjumörk eru 100 manns.

4.   Grænland er stærsta eyja heimsins, sé Ástralía ekki talin með. En hver er þá næst stærst?

5.   Og hvaða eyja ætli sé þá í þriðja sæti?

6.   Hvar býr breski forsætisráðherrann?

7.   Viktoría Bretadrottning var ekki konungsdóttir. Faðir hennar var Georg hertogi af Kent, yngri bróðir hins barnlausa Vilhjálms 4. Hún tók við þegar Vilhjálmur dó 1837 og var þá aðeins 18 ára. Hún gekk að eiga þýska prinsinn Albert og var hjónaband þeirra einkar farsælt, þótt barnlaust væri. Albert dó hins vegar 1861 og eftir það var Viktoría opinberlega í sorg nálega til æviloka. Hins vegar bast hún mjög nánum böndum við þjón sinn, sem hét Brown, og telja margir að þau hafi verið elskendur. Viktoría dó 1901 og hafði þá verið drottning í rúm 63 ár. Í þessum texta er ein villa. Hver er hún?

8.   Fyrir hvaða þjóð tapaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta um daginn í leik um sæti á Evrópumótinu á næsta ári?

9.   Hvað heitir stærsta borgin við Finnska flóa?

10.   Hver sendi frá sér skáldsöguna Tómas Jónsson metsölubók árið 1966?

***

Seinni aukaspurning:

Hver þenur hér raddböndin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Síntíar teljast til Rómaní-fólksins sem áður var kallað Sígaunar.

2.   Django Reinhardt.

3.   Íbúar eru 1.206 svo ég tel rétt allt frá 1.100 til 1.306.

4.   Nýja Gínea.

5.   Borneó.

6.   Downingstræti 10.

7.   Þau Viktoría og Albert voru sannarlega ekki barnlaus, þau áttu níu börn.

8.   Ungverjum.

9.   Pétursborg.

10.  Guðbergur Bergsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á fyrri myndinni má sjá Sæmund Pálsson gæta þess að Bobby Fischer fái nauðsynlegt pláss fyrir einhverja skák sína í heimsmeistaraeinvíginu við Boris Spassky árið 1972.

Nóg er að nefna skákeinvígið og Fischer.

Á seinni myndinni er nýjasta söngstjarna okkar Íslendinga, Bríet.

***

Hér er svo 205. þrautin, frá í gær sem sagt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu