Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

206. spurningaþraut: Villa leynist hér í frásögn um Viktoríu drottningu!

206. spurningaþraut: Villa leynist hér í frásögn um Viktoríu drottningu!

Þrautin frá í gær, hérna!

***

Fyrri aukaspurning:

Við hvaða tækifæri er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Sintí-þjóðin er kannski ekki mjög þekkt en allir þekkja þó aðra þjóð, sem Sintíar teljast líka tilheyra. Sintíar tala sitt eigið tungumál, en það er skylt tungumáli hinnar fyrrnefndu „yfirþjóðar“ en þó mjög blandað þýsku. Hvað kallast sú þjóð, sem Sintíar teljast vera hluti af?

2.   Einn frægasti Sintíinn fæddist 1910 og varð einn frægasti jazz-tónlistarmaður síns tíma en lést svo aðeins rúmlega fertugur. Hann spilaði á gítar og var einna fyrstur jazzista til að nota gítarinn sem sólóhljóðfæri, enda þótti hann gríðarlega flinkur á sinn gítar. Hann spilaði mikið með fiðluleikaranum Stéphane Grappelli  en fór líka í hljómleikaferð með Duke Ellington. Hvað hét þessi Sintí?

3.   Hversu margir búa á Stykkishólmi? Hér er miðað við tölur Hagstofunnar 1. janúar 2020, og stekkjumörk eru 100 manns.

4.   Grænland er stærsta eyja heimsins, sé Ástralía ekki talin með. En hver er þá næst stærst?

5.   Og hvaða eyja ætli sé þá í þriðja sæti?

6.   Hvar býr breski forsætisráðherrann?

7.   Viktoría Bretadrottning var ekki konungsdóttir. Faðir hennar var Georg hertogi af Kent, yngri bróðir hins barnlausa Vilhjálms 4. Hún tók við þegar Vilhjálmur dó 1837 og var þá aðeins 18 ára. Hún gekk að eiga þýska prinsinn Albert og var hjónaband þeirra einkar farsælt, þótt barnlaust væri. Albert dó hins vegar 1861 og eftir það var Viktoría opinberlega í sorg nálega til æviloka. Hins vegar bast hún mjög nánum böndum við þjón sinn, sem hét Brown, og telja margir að þau hafi verið elskendur. Viktoría dó 1901 og hafði þá verið drottning í rúm 63 ár. Í þessum texta er ein villa. Hver er hún?

8.   Fyrir hvaða þjóð tapaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta um daginn í leik um sæti á Evrópumótinu á næsta ári?

9.   Hvað heitir stærsta borgin við Finnska flóa?

10.   Hver sendi frá sér skáldsöguna Tómas Jónsson metsölubók árið 1966?

***

Seinni aukaspurning:

Hver þenur hér raddböndin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Síntíar teljast til Rómaní-fólksins sem áður var kallað Sígaunar.

2.   Django Reinhardt.

3.   Íbúar eru 1.206 svo ég tel rétt allt frá 1.100 til 1.306.

4.   Nýja Gínea.

5.   Borneó.

6.   Downingstræti 10.

7.   Þau Viktoría og Albert voru sannarlega ekki barnlaus, þau áttu níu börn.

8.   Ungverjum.

9.   Pétursborg.

10.  Guðbergur Bergsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á fyrri myndinni má sjá Sæmund Pálsson gæta þess að Bobby Fischer fái nauðsynlegt pláss fyrir einhverja skák sína í heimsmeistaraeinvíginu við Boris Spassky árið 1972.

Nóg er að nefna skákeinvígið og Fischer.

Á seinni myndinni er nýjasta söngstjarna okkar Íslendinga, Bríet.

***

Hér er svo 205. þrautin, frá í gær sem sagt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár