Þingmenn úr fimm flokkum vilja skoða hvernig megi tilgreina kolefnisspor matvæla. Samkvæmt þingsályktunartillögu þeirra skal Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipa starfshóp sem móti tillögur um hvernig megi framkvæma slíkar merkingar.
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en hann hafði þegar spurt ráðherra um hvort vinna um slíkar merkingar væri hafin í ráðuneytinu. Svaraði ráðherra því að starfshópur hefði skilað tillögum í september þar sem sagt var mikilvægt að hvetja til slíkra merkinga í samhengi við áform stjórnvalda um kolefnishlutleysi og til að hjálpa neytendum að taka upplýstar ákvarðanir.
„Af skýrslunni er ljóst að þegar eru til staðar aðferðir til að meta kolefnisspor matvæla, þótt ófullkomnar séu,“ segir í tillögunni. „Slíkar merkingar geta þó verið mikilvægar vísbendingar fyrir neytendur. Mikilvægt er að hið opinbera stígi inn á þetta svið og setji reglur því að annars er hætta á því að upp spretti hinar ýmsu merkingar …
Athugasemdir