Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vilja merkja kolefnisspor matvæla

Þing­menn telja að merk­ing­ar um kol­efn­is­spor á ís­lensk­um mat­væl­um gætu gef­ið inn­lendri fram­leiðslu sam­keppn­is­for­skot.

Vilja merkja kolefnisspor matvæla
Ólafur Þór Gunnarsson Þingmaður VG er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Þingmenn úr fimm flokkum vilja skoða hvernig megi tilgreina kolefnisspor matvæla. Samkvæmt þingsályktunartillögu þeirra skal Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipa starfshóp sem móti tillögur um hvernig megi framkvæma slíkar merkingar.

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en hann hafði þegar spurt ráðherra um hvort vinna um slíkar merkingar væri hafin í ráðuneytinu. Svaraði ráðherra því að starfshópur hefði skilað tillögum í september þar sem sagt var mikilvægt að hvetja til slíkra merkinga í samhengi við áform stjórnvalda um kolefnishlutleysi og til að hjálpa neytendum að taka upplýstar ákvarðanir.

„Af skýrslunni er ljóst að þegar eru til staðar aðferðir til að meta kolefnisspor matvæla, þótt ófullkomnar séu,“ segir í tillögunni. „Slíkar merkingar geta þó verið mikilvægar vísbendingar fyrir neytendur. Mikilvægt er að hið opinbera stígi inn á þetta svið og setji reglur því að annars er hætta á því að upp spretti hinar ýmsu merkingar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár