Reykjavíkurborg hefur keypt húsnæði Adams og Evu, verslunar með hjálpartæki ástarlífsins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti um kaupin á Twitter í dag, en húsnæðið verður notað undir nýjan leikskóla.
„Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús,“ skrifar Dagur. „Ekki svo óalgengt en ég man ekki til þess að við höfum áður keypt hjálpartækjaverslun. Húsnæði Adams og Evu er nú okkar!“
Færslan Dags er greinilega sett fram á gamansaman hátt og því fylgdi hann henni eftir með annarri til útskýringar. „Reyndar keyptum við húsnæði arkitektastofunnar við hliðina líka. Planið er andlitslyfting þessa gamla hverfiskjarna við Kleppsveg og innrétting nýs 120 barna leikskóla - fyrir Laugardal og hina nýju Vogabyggð. Sannarlega margar flugur í einu höggi!“
Athugasemdir