Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

204. spurningaþraut: Tindabykkja, Lutetia, La Giaconda, Sonatorrek og fleira

204. spurningaþraut: Tindabykkja, Lutetia, La Giaconda, Sonatorrek og fleira

Þrautin frá í gær, ekki gleyma henni.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Hvað heitir sú fræga höggmynd af hinum djúpt hugsandi manni, sem sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað er stærsta ríkið í Afríku?

2.  En það næst stærsta?

3.   Hvaða tónskáld samdi verkið Pomp and Circumstance?

4.   Hvers konar fyrirbæri er tindabykkja?

5.  Orðið „lutetia“ þýðir á latínu eitthvað mjög í líkingu við „stað við mýri“. Þegar Rómverjar lögðu undir sig Gallíu (sem nú heitir Frakkland) þá settu þeir niður borg á árbakka, sem þeir kölluðu Lutetiu, svo væntanlega hafa verið þar mýrarflákar miklir. Þeir eru löngu horfnir en borgin stendur keik eftir. Hvað heitir Lutetia á vorum dögum?

6.   Hver lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Sophie's Choice fyrir nokkrum áratugum?

7.   La Giaconda kallast málverk eitt, en raunar er til á því annað og mun frægara nafn. Hvað kallast La Giaconda öðru nafni?

8.   Hver orti Sonatorrek?

9.   Hvað þýðir orðið „torrek“?

10.  Í hvaða landi eru bílar af gerðinni BMW upprunnir?

***

Síðari aukaspurning:

Hvað heitir þessi kona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.    Alsír.

2.    Alþýðulýðveldið Kongó. Það er ekki nóg að segja Kongó, því Kongó-ríkin eru tvö. Hitt kallast „lýðveldið Kongó“ svo hér skiptir alþýðan öllu máli!

3.   Elgar. Sjá hér.

4.   Skata.

5.   París.

6.   Meryl Streep.

7.   Mona Lisa.

8.   Egill Skallagrímsson.

9.   Skaði, tjón, eitthvað sem er erfitt eða ómögulegt að bæta.

10.  Þýskalandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er höggmyndin Hugsuðurinn.

Á neðri myndinni er Wallis Simpson, síðar hertogafrúin af Windsor.

***

Og aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár