204. spurningaþraut: Tindabykkja, Lutetia, La Giaconda, Sonatorrek og fleira

204. spurningaþraut: Tindabykkja, Lutetia, La Giaconda, Sonatorrek og fleira

Þrautin frá í gær, ekki gleyma henni.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Hvað heitir sú fræga höggmynd af hinum djúpt hugsandi manni, sem sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað er stærsta ríkið í Afríku?

2.  En það næst stærsta?

3.   Hvaða tónskáld samdi verkið Pomp and Circumstance?

4.   Hvers konar fyrirbæri er tindabykkja?

5.  Orðið „lutetia“ þýðir á latínu eitthvað mjög í líkingu við „stað við mýri“. Þegar Rómverjar lögðu undir sig Gallíu (sem nú heitir Frakkland) þá settu þeir niður borg á árbakka, sem þeir kölluðu Lutetiu, svo væntanlega hafa verið þar mýrarflákar miklir. Þeir eru löngu horfnir en borgin stendur keik eftir. Hvað heitir Lutetia á vorum dögum?

6.   Hver lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Sophie's Choice fyrir nokkrum áratugum?

7.   La Giaconda kallast málverk eitt, en raunar er til á því annað og mun frægara nafn. Hvað kallast La Giaconda öðru nafni?

8.   Hver orti Sonatorrek?

9.   Hvað þýðir orðið „torrek“?

10.  Í hvaða landi eru bílar af gerðinni BMW upprunnir?

***

Síðari aukaspurning:

Hvað heitir þessi kona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.    Alsír.

2.    Alþýðulýðveldið Kongó. Það er ekki nóg að segja Kongó, því Kongó-ríkin eru tvö. Hitt kallast „lýðveldið Kongó“ svo hér skiptir alþýðan öllu máli!

3.   Elgar. Sjá hér.

4.   Skata.

5.   París.

6.   Meryl Streep.

7.   Mona Lisa.

8.   Egill Skallagrímsson.

9.   Skaði, tjón, eitthvað sem er erfitt eða ómögulegt að bæta.

10.  Þýskalandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er höggmyndin Hugsuðurinn.

Á neðri myndinni er Wallis Simpson, síðar hertogafrúin af Windsor.

***

Og aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár