Átak á vegum Reykjavíkurborgar til að taka á hættulegu húsnæði mundi ekki duga þar sem borgaryfirvöld skortir lagalegar heimildir. Þetta er mat mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur.
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram tillögu um slíkt átak í byrjun júlí, skömmu eftir brunann á Bræðraborgarstíg 1. Þrír létust og tveir til viðbótar voru fluttir á gjörgæsludeild þegar eldur kom upp í húsinu í júní. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða og hefur karlmaður verið ákærður fyrir að valda dauða þriggja og ógnað lífi tíu annarra. Alls voru 73 skráðir til heimilis í húsinu, flestir erlendir ríkisborgarar, en húsið er í eigu félagsins HD verk ehf. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú lokið rannsókn á brunanum og er skýrsla um hana í umsagnarferli.
Tillögu Kolbrúnar var vísað til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs og var …
Athugasemdir