Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

198. spurningaþraut: Spurt um David Copperfield, Marco Polo, Baulu og fleira

198. spurningaþraut: Spurt um David Copperfield, Marco Polo, Baulu og fleira

Já, hérna er þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Af hverjum er styttan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Marco Polo var Feneyingur sem þvældist í langt ferðalag á tíma þegar Evrópumenn fóru sjaldnast langt að heima. Frásögn hans af ferðalagi sínu vakti því mikla athygli, sér í lagi frásögn um eitt gamalgróið stórveldi sem Marco Polo heimsótti. Hvaða land var það?

2.   En um hvaða leyti var Marco Polo á ferðinni? Var það rétt fyrir árið 900, rétt fyrir árið 1100, rétt fyrir árið 1300 eða rétt fyrir árið 1500?

3.    Hvað heitir menningarþáttur Ríkissjónvarpsins sem jafnan má finna á eftir Kastljósi?

4.   Hvað heitir eiginkona Joe Biden?

5.   Hvar er fjallið Baula?

6.   Hvað heitir þéttbýlisstaðurinn í Súgandafirði?

7.   David Copperfield heitir skáldsaga ein ensk, sem gefin var út á 19. öld og hefur síðan notið mikilla vinsælda. Hver skrifaði hana?

8.  En síðustu áratugi hefur annar David Copperfield – raunveruleg manneskja en ekki skáldsagnapersóna – gert garðinn frægan í skemmtanalífi Vesturlanda.  Hvað gerir sá Copperfield sér til frægðar?

9.   Hún var fyrsta konan sem fékk Nóbelsverðlaun, fyrst allra til að fá tvenn Nóbelsverðlaun og eina manneskjan sem hefur fengið Nóbelsverðlaun í tveimur vísindagreinum. Hvað hét hún?

10.   Hver lék aðalkvenhlutverkið í myndinni Casablanca á móti Humphrey Bogart?

***

Seinni aukaspurning:

Hér kemur önnur stytta. Hvað nefnist þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kína.

2.   Rétt fyrir 1300.

3.   Menningin.

4.   Jill.

5.   Borgarfirði.

6.   Suðureyri.

7.   Dickens.

8.   Hann er töframaður.

9.   Marie Curie.

10.   Ingrid Bergman.

***

Svör við aukaspurningum:

Á þeirri fyrri er stytta af Jónasi Hallgrímssyni.

Á þeirri seinni er styttan Vatnsberinn. Ég spyr kannski um höfund hennar seinna.

***

Og hlekkur á þrautina frá í gær ...

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár