Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

198. spurningaþraut: Spurt um David Copperfield, Marco Polo, Baulu og fleira

198. spurningaþraut: Spurt um David Copperfield, Marco Polo, Baulu og fleira

Já, hérna er þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Af hverjum er styttan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Marco Polo var Feneyingur sem þvældist í langt ferðalag á tíma þegar Evrópumenn fóru sjaldnast langt að heima. Frásögn hans af ferðalagi sínu vakti því mikla athygli, sér í lagi frásögn um eitt gamalgróið stórveldi sem Marco Polo heimsótti. Hvaða land var það?

2.   En um hvaða leyti var Marco Polo á ferðinni? Var það rétt fyrir árið 900, rétt fyrir árið 1100, rétt fyrir árið 1300 eða rétt fyrir árið 1500?

3.    Hvað heitir menningarþáttur Ríkissjónvarpsins sem jafnan má finna á eftir Kastljósi?

4.   Hvað heitir eiginkona Joe Biden?

5.   Hvar er fjallið Baula?

6.   Hvað heitir þéttbýlisstaðurinn í Súgandafirði?

7.   David Copperfield heitir skáldsaga ein ensk, sem gefin var út á 19. öld og hefur síðan notið mikilla vinsælda. Hver skrifaði hana?

8.  En síðustu áratugi hefur annar David Copperfield – raunveruleg manneskja en ekki skáldsagnapersóna – gert garðinn frægan í skemmtanalífi Vesturlanda.  Hvað gerir sá Copperfield sér til frægðar?

9.   Hún var fyrsta konan sem fékk Nóbelsverðlaun, fyrst allra til að fá tvenn Nóbelsverðlaun og eina manneskjan sem hefur fengið Nóbelsverðlaun í tveimur vísindagreinum. Hvað hét hún?

10.   Hver lék aðalkvenhlutverkið í myndinni Casablanca á móti Humphrey Bogart?

***

Seinni aukaspurning:

Hér kemur önnur stytta. Hvað nefnist þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kína.

2.   Rétt fyrir 1300.

3.   Menningin.

4.   Jill.

5.   Borgarfirði.

6.   Suðureyri.

7.   Dickens.

8.   Hann er töframaður.

9.   Marie Curie.

10.   Ingrid Bergman.

***

Svör við aukaspurningum:

Á þeirri fyrri er stytta af Jónasi Hallgrímssyni.

Á þeirri seinni er styttan Vatnsberinn. Ég spyr kannski um höfund hennar seinna.

***

Og hlekkur á þrautina frá í gær ...

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu