Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skiptastjóri Jóa Fel sendir út kröfur á fyrrverandi starfsfólk

Kona sem hætti störf­um hjá fyr­ir­tæk­inu fyr­ir fimm ár­um síð­an fékk bréf um að hún skuld­aði þrota­bú­inu rúm­ar 20 þús­und krón­ur. Eng­ar upp­lýs­ing­ar fylgdu með um þá meintu skuld. Al­menn­ar kröf­ur fyrn­ast á fjór­um ár­um. Fleiri starfs­menn hafa feng­ið sams­kon­ar bréf. Í ein­hverj­um til­vik­um eru skuld­irn­ar sagð­ar nema yf­ir 250 þús­und krón­um.

Skiptastjóri Jóa Fel sendir út kröfur á fyrrverandi starfsfólk
Greiddi ekki iðgjöld Bakarískeðjan Jói Fel var tekin til gjaldþrotaskipta í september vegna ógreiddra iðgjalda. Mynd: Jói Fel

Þrotabú bakarískeðjunnar Jóa Fel hefur sent fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins kröfur um greiðslur á meintum skuldum þeirra við félagið. Kona sem hætti störfum hjá Jóa Fel fyrir fimm árum síðan fékk ábyrgðarpóst klukkan átta í gærkvöldi þar sem þess var krafist að hún framvísaði kvittunum um að hún hefði sannanlega greitt rúmlega 20 þúsund króna skuld sem fundist hefði í bókhaldi fyrirtækisins. Að öðrum kosti yrði gefinn út reikningur á hennar nafn.

Engin bakgrunnsgögn eða sundurliðun fylgir með kröfubréfi þessu, sem sent er út af fyrirtækinu Landslögum fyrir hönd Gríms Sigurðssonar skiptastjóra þrotabúsins. Því er ómögulegt að segja með hvaða hætti á að hafa stofnast til meintrar skuldar. Samkvæmt lögum um fyrningu kröfuréttinda er almennur fyrningarfrestur fjögur ár.

Hætti störfum fyrir fimm árum

Konan hætti störfum fyrir fimm árum síðan hjá bakarískeðjunni Jóa Fel. Hún segir í samtali við Stundina að hún viti um nokkurn fjölda annarra fyrrverandi starfsmanna sem fengið hafi viðlíka bréf send heim til sín. Þannig hafi vinkona hennar, sem hafi einnig hætt störfum hjá Jóa Fel fyrir fimm árum síðan, fengið kröfubréf um að hún skuldi þrotabúinu 162 þúsund krónur. Fleiri hafi jafnframt greint henni frá því að hafa fengið samskonar bréf, upp á umtalsverðar upphæðir. Í að minnsta kosti einu tilfelli var skuldin sögð nema yfir 260 þúsund krónum.

Konan sem um ræðir segist ekki hafa gera sér neina grein fyrir því hvað í ósköpunum það gæti verið sem verið sé að rukka hana fyrir. Hún segir að á þeim tíma sem hún starfaði hjá fyrirtækinu hafi endurtekið komið upp vandræði vegna bókhalds þess, laun hafi ítrekað verið vitlaust greidd til að mynda. Bakarískeðjan fór í þrot sökum þess að ekki höfðu verið greidd iðgjöld af launum starfsfólks þó þau hafi verið dregin af launum þess.

KröfubréfiðBréfið barst í ábyrgðarpósti klukkan átta í gærkvöldi.

Hefur aldrei fengið tilkynningar um að hún skuldi félaginu

Eini möguleikinn á því að stofnast hefði getað til skuldar konunnar við fyrirtækið segir hún vera þá að starfsfólki hafi verið heimilt að skrifa á sig vörur, en það hefði hins vegar verið dregið af launum þeirra mánaðarlega. Þegar konan hætti störfum fyrir fimm árum taldi hún ljóst að gengið hefði verið frá öllum slíkum skuldum.

Konan segist ekkert kannast við að skulda félaginu, hún hafi aldrei fengið tilkynningar eða kröfur þess efnis að hún skuldi félaginu og enginn grundvöllur sé fyrir kröfunni á hendur henni, enda fylgi henni engar upplýsingar um hvað á bak við hana standi, með hvaða hætti hefði átt að stofnast til skuldarinnar og fyrir hvað. Hún telur erindið því út í bláinn.

Bakarískeðja Jóa Fel var tekin til gjaldþrotaskipta 23. september síðastliðinn að kröfu Lífeyrissjóðs verslunarmanna vegna ógreiddra iðgjalda félagsmanna lífeyrissjóðsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár