Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Úrslit úr lykilríkjum ekki ljós í dag

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er sagð­ur hafa sigr­að í Flórída og Ohio, en seg­ir Demó­krata reyna að stela kosn­ing­un­um. Joe Biden seg­ist sann­færð­ur um að vinna.

Úrslit úr lykilríkjum ekki ljós í dag
Donald Trump og Joe Biden Úrslit verða ekki ljós fyrr en lykilríki klára að telja þorra atkvæða. Mynd: afp

Í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna gæti orðið bið fram á föstudag þar til þorri atkvæða í forsetakosningum næturinnar verða talin. Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, þarf að hljóta sigur í nokkrum þeirra til að sigra Donald Trump forseta. Kosningaþátttaka hefur ekki verið hærri í heila öld.

Samkvæmt umfjöllun The New York Times verður ekki skorið úr um sigurvegara í ríkjunum Pennsylvania og Michigan fyrr en í vikulok. Í Arizona, Georgia og Wisconsin eru úrslit að líkindum væntanleg í dag. Mjótt er því á mununum og óvíst hvor frambjóðendanna vinnur þar til atkvæði úr póstkosningu hafa borist.

Nú þegar hafa allar helstu fréttastofur tilkynnt að Trump hafi sigrað í Flórída og Ohio og þar með hlotið 47 svokallaða kjörmenn. Alls þarf frambjóðandi að hljóta 270 kjörmenn til þess að vinna, en fjöldi þeirra er mismunandi eftir ríkjum. Fréttastofur vestanhafs segja Biden nú hafa fengið 223 kjörmenn, en Trump 212.

Forsetinn heldur því hins vegar fram að hann hafi mikið forskot og að Demókratar séu að reyna að stela kosningunum. „Við munum ekki leyfa þeim að gera það,“ segir hann í færslu á Twitter, sem stjórnendur samfélagsmiðilsins hafa merkt sem misvísandi.

Biden segist hins vegar sannfærður um sigur. „Það er ekki mitt hlutverk eða Donald Trump að lýsa yfir sigurvegara þessara kosninga,“ skrifaði hann á Twitter í nótt. „Það er hlutverk kjósendanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár