Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Úrslit úr lykilríkjum ekki ljós í dag

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er sagð­ur hafa sigr­að í Flórída og Ohio, en seg­ir Demó­krata reyna að stela kosn­ing­un­um. Joe Biden seg­ist sann­færð­ur um að vinna.

Úrslit úr lykilríkjum ekki ljós í dag
Donald Trump og Joe Biden Úrslit verða ekki ljós fyrr en lykilríki klára að telja þorra atkvæða. Mynd: afp

Í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna gæti orðið bið fram á föstudag þar til þorri atkvæða í forsetakosningum næturinnar verða talin. Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, þarf að hljóta sigur í nokkrum þeirra til að sigra Donald Trump forseta. Kosningaþátttaka hefur ekki verið hærri í heila öld.

Samkvæmt umfjöllun The New York Times verður ekki skorið úr um sigurvegara í ríkjunum Pennsylvania og Michigan fyrr en í vikulok. Í Arizona, Georgia og Wisconsin eru úrslit að líkindum væntanleg í dag. Mjótt er því á mununum og óvíst hvor frambjóðendanna vinnur þar til atkvæði úr póstkosningu hafa borist.

Nú þegar hafa allar helstu fréttastofur tilkynnt að Trump hafi sigrað í Flórída og Ohio og þar með hlotið 47 svokallaða kjörmenn. Alls þarf frambjóðandi að hljóta 270 kjörmenn til þess að vinna, en fjöldi þeirra er mismunandi eftir ríkjum. Fréttastofur vestanhafs segja Biden nú hafa fengið 223 kjörmenn, en Trump 212.

Forsetinn heldur því hins vegar fram að hann hafi mikið forskot og að Demókratar séu að reyna að stela kosningunum. „Við munum ekki leyfa þeim að gera það,“ segir hann í færslu á Twitter, sem stjórnendur samfélagsmiðilsins hafa merkt sem misvísandi.

Biden segist hins vegar sannfærður um sigur. „Það er ekki mitt hlutverk eða Donald Trump að lýsa yfir sigurvegara þessara kosninga,“ skrifaði hann á Twitter í nótt. „Það er hlutverk kjósendanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár