Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Syrgja móður sem lést af völdum veirunnar eftir hvíldarinnlögn á Landakoti

Að­al­heið­ur Krist­ín Harð­ar­dótt­ir seg­ir fólk eiga að virða yf­ir­mæli stjórn­valda um Covid-19. Sjálf missti hún móð­ur sína síð­ast­lið­inn sunndag úr Covid en móð­ir henn­ar smit­að­ist á Landa­koti.

Syrgja móður sem lést af völdum veirunnar eftir hvíldarinnlögn á Landakoti
Aðalheiður og Brynja misstu móður sína af völdum veirunnar en hún var ein þeirra sem smitaðist í hópsmiti á Landakoti. Mynd: Heiða Helgadóttir

Aðalheiður Kristín Harðardóttir, betur þekkt sem Alla Stína, missti móður sína síðastliðinn sunnudag úr Covid-19. Móðir hennar, Jóhanna Jóhannsdóttir, 85 ára, var í hvíldarinnlögn á Landakoti og smitaðist þar. Jóhanna dvaldi á Landakoti í rúmar þrjár vikur í kjölfar þess að hún lærbrotnaði á heimili sínu. Hún var einkennalaus fyrstu dagana, en tæpri viku síðar, eða á fimmtudeginum, fékk hún lungnabólgu sem leiddi hana til dauða. 

Þakklát fyrir starfsfólkið 

Alla Stína segist vera ótrúlega þakklát starfsfólkinu á Landakoti fyrir að hafa sinnt móður sinni af mikilli hlýju, nærgætni og fagmennsku. „Ég á ekki nógu sterk orð til að hrósa starfsfólkinu á Landakoti. Ég get ekki hrósað því nóg,“ segir Alla. 

Þann 22. október greindust nokkrir starfsmenn á Landakoti með Covid-19 og einn sjúklingur á öldrunarlækningardeild. Fjallað var um málið í fréttum þann 23. október, sama dag og Jóhanna greindist með veiruna. Skoðun leiddi síðar í ljós að starfsmenn hefðu borið smit inn á Landakot í kringum 12. október, sem hafði þau áhrif að hópsmit varð. Sjúklingar sem voru útskrifaðir frá Landakoti frá 12. til 22. október báru veiruna síðan með sér inn á aðrar stofnanir. Viku eftir að fyrstu smit komu upp á Landakoti var búið að rekja 139 smit þangað, sem leiddi meðal annars til þess að Landspítalinn var settur á neyðarstig. 

Forstjóri Landspítalans lýsti stöðunni sem reiðarslagi: „Því miður hef­ur það nú gerst sem við óttuðumst mest og það sem mörg önn­ur sam­fé­lög hafa þurft að glíma við, að sýk­ing blossi upp í okk­ar viðkvæm­ustu hóp­um.“

Fyrir vikið voru settar strangar kvaðir á spítalann. 

„Ég á ekki nógu sterk orð til að hrósa starfsfólki á Landakoti“

Áður en faraldurinn náði inn á spítalann máttu Alla og systur hennar heimsækja móður sína einu sinni á dag, hringja hvenær sem var auk þess sem starfsfólkið hringdi þrisvar til fjórum sinnum á dag til að leyfa þeim að fylgjast með stöðunni á móður þeirra. „Konurnar sem vinna þarna hafa svo góða nærveru. Það ljómar af þeim. Þær sögðu alltaf elsku Jóhanna mín, við mömmu, og töluðu alltaf svo fallega til hennar. Þær voru stöðugt að koma inn til hennar og athuga líðan, löguðu koddann, hjálpuðu henni að baða sig og klæða sig. Þær gerðu allt til að gera líf hennar betra meðan hún lá þarna inni. Ég á ekki nógu sterk orð til að hrósa starfsfólki Landakots, ég get ekki hrósað þeim nóg.“

Þá er Alla svo ánægð með þá umönnun sem móðir hennar fékk að hún hefur ákveðið að senda Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, bréf til að þakka fyrir það. 

Síðustu stundirnar

Þegar móðir hennar veiktist á fimmtudeginum töluðu læknir og hjúkrunarfræðingur við systurnar. „Læknirinn og hjúkrunarfræðingurinn töluðu svo fallega til okkar og útskýrðu allt svo vel fyrir okkur,“ segir Alla þá. 

Eftir að hafa rætt við starfsfólk voru systurnar klæddar í sóttvarnarklæðnað frá toppi til táar, eins og Alla lýsir því, til að hlúa að móður sinni. „Það tók hálftíma að klæða okkur þrjár í,“ segir hún. Þær þurftu að klæðast tvöföldum hönskum, sloppum með hettum og grímum með skjöldum á. „Við fengum að vera með henni á fimmtudeginum og svo aðfaranótt laugardags. Þá var bara stutt eftir en við fengum líka að koma á sunnudaginn þegar hún var svo farin.“

„Ég lét hana vinka í myndböndunum og þegar hann sá þau vinkaði hann til baka, elsku kallinn“

Konan sem sat hjá móður hennar þessar síðustu stundir var á bakvakt og segir Alla það lýsa því álagi sem er á spítalanum um þessar mundir og hvað starfsfólkið þarf að vinna við í þessum aðstæðum. „Við fengum að kynnast þessu ástandi. Við sáum hvað starfsfólkið þurfi að ganga í gegnum,“ segir hún þá. Hún segist hugsa mikið til þeirra sem þurfa að taka tvöfaldar vaktir í ástandi sem slíku. „Þetta fólk leggur svo mikið á sig til að sinna fólkinu. Þetta er ótrúlegt starf sem þau vinna.“

Sár út í fólk sem virðir ekki sóttvarnir

Alla lýsir því hversu reið hún hafi verið að undanförnu þegar hún sér á samfélagsmiðlum að fólk kvartar undan sóttvarnarráðstöfunum. Hún hafi ekki gert það að venju að tjá sig opinberlega um samfélagsmál en í gær hafi eitthvað sprungið innra með henni og ritað athugasemd við færslu Mbl.is á Facebook þar sem verið var að deila frétt um að verðandi feður megi ekki vera viðstaddir sónarskoðun.

Reiði hennar beinist ekki beint að þeirri gagnrýni sem sú ákvörðun sætti heldur finnur hún fyrir almennri reiði gagnvart því að fólk sætti sig ekki við takmarkanir vegna veirunnar. „Ég er komin með Covid-19 upp í háls,“ segir Alla og heldur síðan áfram. „Ég er svo leið yfir því að fólk geti ekki lagt eigingirni sína til hliðar og hlýtt þessum fyrirmælum fram til 17. nóvember. Getur fólk ekki verið þolinmótt? Við erum flest með þak yfir höfuðið, mat á borðum, hita í húsum og getum farið út í náttúruna og gengið. Við megum meira að segja heimsækja okkar nánustu í heimahús. Hvað er málið?“ spyr hún þá.

Eftir að Covid smit kom upp á Landakoti gat þriðja systir Öllu ekki hitt móður sína. Hún býr nefnilega í Noregi og eftir heimkomu tekur við fjórtán daga bann við heimsóknum inn á stofnanir. Þá mega systurnar ekki heimsækja föður sinn sem dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði vegna þess að smit kom upp á Landakoti og þær höfðu heimsótt móður sína áður en Covid-19 smit uppgötvuðust þar.

Faðir þeirra, eiginmaður Jóhönnu til rúmlega sextíu ára, fékk heldur ekki að kveðja konuna sína í hinsta sinn eða heimsækja hana í veikindunum. „Ég tók mömmu upp á myndband og tók myndir af henni á hverjum degi fyrir pabba. Ég lét hana vinka í myndböndunum og þegar hann sá þau vinkaði hann til baka, elsku kallinn,“ segir Alla. 

Faðir þeirra fékk ekki að kveðja eiginkonuna

Faðir þeirra, systir og aðrir aðstandendur geta ekki séð Jóhönnu í hinsta sinn í kistulagningu því samkvæmt reglum þarf kistan að vera lokuð vegna sóttvarna. „Eftir að mamma dó spurðum við lækninn hvort hún væri enn smitandi eftir að hún væri farin og hann svaraði því játandi,“ útskýrir Alla. Það sé að vissu leyti gott að faðir hennar geti munað móður hennar eins og hún var áður en hún veiktist. „Ég held að pabbi myndi helst vilja muna hana eins og hún var, alltaf að baka pönnukökur, hlaupa um með postulín, spila bingó með eldri borgurum og svo framvegis.“ Hjónin höfðu verið gift í 61 ár en þau fögnuðu brúðkaupsafmæli í september síðastliðnum.

Aðstandendur Jóhönnu hafa tekið upp á því að prenta stóra mynd af henni á stálplötu sem verður ofan á kistunni. Í jarðarförinni mega aðeins 30 manns koma saman ef hún verður haldin í kirkju að prestinum meðtöldum og öðrum sem koma að þjónustunni. Verði jarðaförin haldin í kapellu mega tíu aðstandendur vera viðstaddir ásamt presti og söngvara.

„Ég horfði svo á fundinn í gær og sá þau tilkynna að einn hafi dáið úr Covid. Það var mamma“

Alla segir að fyrst hafi fjölskyldan ákveðið að jarðarförin yrði haldin í kapellu en vegna fjöldatakmarkana muni þau líklega færa sig yfir í kirkju svo fleiri geti verið viðstaddir, en nærfjölskyldan er stór. Hún ákvað þó að hafa samband við vinkonur móður sinnar, sem eru á sama aldri og hún var, til þess að láta þær vita að ef þær treysta sér ekki til að koma sé það í lagi. „Ég vil ekki að þær komi inn í of lítið rými og taki áhættu á að smitast. Þær eru í áhættuhópi vegna aldurs. Ég sagði við þær að ef athöfnin yrði í kirkju væru þær auðvitað velkomnar en ég myndi skilja ósköp vel ef þær myndu ekki treysta sér því ég veit að fólk er svo hrætt.“

Upplýsingafundur

Á upplýsingafundi almannavarna í gær var tilkynnt að annað andlát hefði orðið vegna Covid-19. Alla horfði á fundinn og vissi þá að um móður hennar væri að ræða. „Ég var búin að gráta úr mér augun síðasta einn og hálfan sólarhring, því þetta átti ekki að gerast. Ég horfði svo á fundinn í gær og sá þau tilkynna að einn hefði dáið úr Covid-19. Það var mamma. Þau vottuðu okkur samúð sína í sjónvarpi og ég sagði þá upphátt við mömmu: Mamma mín, þú vildir nú aldrei neitt umstang. Á afmælum og svona þá vildir þú ekki vera heima ef einhver væri að koma. Þú vildir ekki fá athygli, en þú fékkst nú aldeilis athygli í dag, elsku kellingin,“ segir Alla að lokum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Að­stæð­ur á Landa­koti aldrei rædd­ar í rík­is­stjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár