Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

194. spurningaþraut: Fluggáfuð álfkona á Grandavegi fór út í geim með mikið vænghaf?

194. spurningaþraut: Fluggáfuð álfkona á Grandavegi fór út í geim með mikið vænghaf?

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hér má sjá Argentínumanninn Diego Maradona skora frægt mark á HM 1986. Markið fékk að standa þótt það væri ólöglegt með öllu, enda skorað með „hendi guðs“ eins og Maradona komst sjálfur að orði. Hann stríðir nú við veikindi og við sendum honum bataveðjur. En gegn hvaða landsliði skoraði Maradona þetta fræga mark?

*** 

Aðalspurningar:

1.   Mensa eru samtök þeirra sem hafa sérlega háa greindarvísitölu. Ein persóna í teiknimyndaseríunni Simpons er sögð vera meðlimur í Mensa. Hver er það?

2.   Helstil fátt veigamikilla kvenkyns karaktera er í sagnabálki J.R.R.Tolkiens um Hringadrottin en í kvikmyndabálki Peter Jacksons var hlutur þeirra aukinn nokkuð. Þar er einna helst álfkonan Galadriel, afar hávaxin og gullinhærð. Hver lék Galadriel í kvikmyndum Jacksons?

3.   Hver skrifaði skáldsöguna Grandavegur 7?

4.   Hver var borgarstjóri í Reykjavík 1994-2003?

5.   Mikill mannfjöldi hefur setið á þingi frá því það var endurreist um miðja 19. öld. Þegar skoðaðir eru fyrstu bókstafirnar í nöfnum þeirra kemur í ljós að sjö bókstafir í ÍSLENSKA stafrófinu hafa enn ekki „eignast þingmann“. Enginn þingmaður með þessa bókstafi, sem fyrsta staf í nafni sínu, hefur sem sé setið á Alþingi. Hvaða sjö bókstafir eru þetta? Nefna verður sex af þessum sjö.

6.   Hinar rússnesku Valentina Teresjkova og Svetlana Savitskæja voru fyrstu konurnar sem fóru út í geim, sú fyrri árið 1963 og sú síðari 1982. Árið 1983 fór fyrsta bandaríska konan út í geim og sú á reyndar ennþá metið sem yngsti geimfarinn sem farið hefur út í geim. Hún var þá aðeins 32 ára gömul. Konan lést úr krabbameini fyrir átta árum en hvað hét hún?

7.   Hvað heitir stærsta verslunarmiðstöð Kópavogs?

8.   Hvaða fugl hefur mesta vænghaf núlifandi fuglategunda?

9.   Hver var helsta ástar- og frjósemisgyðja norrænna manna samkvæmt fornum íslenskum heimildum?

10.   Í hvaða borg var fyrsta neðanjarðarlestakerfið opnað árið 1890?

***

Seinni aukaspurning:

Kona þessi er nú komin undir sextugt og hefur ýmislegt reynt á lífsleiðinni. Hún hefur skýrt opinskátt frá erfiðri baráttu sinni við fíkn í heróín og annan sora, og greint frá andlegu og líkamlegu ofbeldi sem hún varð fyrir á barnsaldri. En það var einmitt á barnsaldri hennar sem allt virtist leika í lyndi. Þessi kona var til að mynda yngsti Óskarsverðlaunahafi sögunnar. Hvað heitir hún?

***

1.   Lisa.

2.   Cate Blanchett.

3.   Vigdís Grímsdóttir.

4.   Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

5.  Bókstafirnir eru Ð, É, Ú, Y, Ý, X og Æ.

6.   Sally Ride.

7.   Smáralind.

8.   Albatross.

9.   Freyja.

10.   London.

***

Svör við aukaspurningum koma svo hér.

Sú fyrri:

Maradona skoraði markið með hendi gegn Englendingum.

Sú seinni:

Þetta er Tatum O'Neal sem fékk Óskar tíu ára gömul árið 1974 fyrir hlutverk sitt í myndinni Paper Moon, þar sem hún lék með fúlmenninu föður sínum.

Ryan og Tatum O'Nealí hlutverkum sínum í Paper Moon.

***

Og reynið yður við þrautina frá í gær, ef þér hafið ekki gert það nú þegar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár