194. spurningaþraut: Fluggáfuð álfkona á Grandavegi fór út í geim með mikið vænghaf?

194. spurningaþraut: Fluggáfuð álfkona á Grandavegi fór út í geim með mikið vænghaf?

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hér má sjá Argentínumanninn Diego Maradona skora frægt mark á HM 1986. Markið fékk að standa þótt það væri ólöglegt með öllu, enda skorað með „hendi guðs“ eins og Maradona komst sjálfur að orði. Hann stríðir nú við veikindi og við sendum honum bataveðjur. En gegn hvaða landsliði skoraði Maradona þetta fræga mark?

*** 

Aðalspurningar:

1.   Mensa eru samtök þeirra sem hafa sérlega háa greindarvísitölu. Ein persóna í teiknimyndaseríunni Simpons er sögð vera meðlimur í Mensa. Hver er það?

2.   Helstil fátt veigamikilla kvenkyns karaktera er í sagnabálki J.R.R.Tolkiens um Hringadrottin en í kvikmyndabálki Peter Jacksons var hlutur þeirra aukinn nokkuð. Þar er einna helst álfkonan Galadriel, afar hávaxin og gullinhærð. Hver lék Galadriel í kvikmyndum Jacksons?

3.   Hver skrifaði skáldsöguna Grandavegur 7?

4.   Hver var borgarstjóri í Reykjavík 1994-2003?

5.   Mikill mannfjöldi hefur setið á þingi frá því það var endurreist um miðja 19. öld. Þegar skoðaðir eru fyrstu bókstafirnar í nöfnum þeirra kemur í ljós að sjö bókstafir í ÍSLENSKA stafrófinu hafa enn ekki „eignast þingmann“. Enginn þingmaður með þessa bókstafi, sem fyrsta staf í nafni sínu, hefur sem sé setið á Alþingi. Hvaða sjö bókstafir eru þetta? Nefna verður sex af þessum sjö.

6.   Hinar rússnesku Valentina Teresjkova og Svetlana Savitskæja voru fyrstu konurnar sem fóru út í geim, sú fyrri árið 1963 og sú síðari 1982. Árið 1983 fór fyrsta bandaríska konan út í geim og sú á reyndar ennþá metið sem yngsti geimfarinn sem farið hefur út í geim. Hún var þá aðeins 32 ára gömul. Konan lést úr krabbameini fyrir átta árum en hvað hét hún?

7.   Hvað heitir stærsta verslunarmiðstöð Kópavogs?

8.   Hvaða fugl hefur mesta vænghaf núlifandi fuglategunda?

9.   Hver var helsta ástar- og frjósemisgyðja norrænna manna samkvæmt fornum íslenskum heimildum?

10.   Í hvaða borg var fyrsta neðanjarðarlestakerfið opnað árið 1890?

***

Seinni aukaspurning:

Kona þessi er nú komin undir sextugt og hefur ýmislegt reynt á lífsleiðinni. Hún hefur skýrt opinskátt frá erfiðri baráttu sinni við fíkn í heróín og annan sora, og greint frá andlegu og líkamlegu ofbeldi sem hún varð fyrir á barnsaldri. En það var einmitt á barnsaldri hennar sem allt virtist leika í lyndi. Þessi kona var til að mynda yngsti Óskarsverðlaunahafi sögunnar. Hvað heitir hún?

***

1.   Lisa.

2.   Cate Blanchett.

3.   Vigdís Grímsdóttir.

4.   Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

5.  Bókstafirnir eru Ð, É, Ú, Y, Ý, X og Æ.

6.   Sally Ride.

7.   Smáralind.

8.   Albatross.

9.   Freyja.

10.   London.

***

Svör við aukaspurningum koma svo hér.

Sú fyrri:

Maradona skoraði markið með hendi gegn Englendingum.

Sú seinni:

Þetta er Tatum O'Neal sem fékk Óskar tíu ára gömul árið 1974 fyrir hlutverk sitt í myndinni Paper Moon, þar sem hún lék með fúlmenninu föður sínum.

Ryan og Tatum O'Nealí hlutverkum sínum í Paper Moon.

***

Og reynið yður við þrautina frá í gær, ef þér hafið ekki gert það nú þegar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár