Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

194. spurningaþraut: Fluggáfuð álfkona á Grandavegi fór út í geim með mikið vænghaf?

194. spurningaþraut: Fluggáfuð álfkona á Grandavegi fór út í geim með mikið vænghaf?

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hér má sjá Argentínumanninn Diego Maradona skora frægt mark á HM 1986. Markið fékk að standa þótt það væri ólöglegt með öllu, enda skorað með „hendi guðs“ eins og Maradona komst sjálfur að orði. Hann stríðir nú við veikindi og við sendum honum bataveðjur. En gegn hvaða landsliði skoraði Maradona þetta fræga mark?

*** 

Aðalspurningar:

1.   Mensa eru samtök þeirra sem hafa sérlega háa greindarvísitölu. Ein persóna í teiknimyndaseríunni Simpons er sögð vera meðlimur í Mensa. Hver er það?

2.   Helstil fátt veigamikilla kvenkyns karaktera er í sagnabálki J.R.R.Tolkiens um Hringadrottin en í kvikmyndabálki Peter Jacksons var hlutur þeirra aukinn nokkuð. Þar er einna helst álfkonan Galadriel, afar hávaxin og gullinhærð. Hver lék Galadriel í kvikmyndum Jacksons?

3.   Hver skrifaði skáldsöguna Grandavegur 7?

4.   Hver var borgarstjóri í Reykjavík 1994-2003?

5.   Mikill mannfjöldi hefur setið á þingi frá því það var endurreist um miðja 19. öld. Þegar skoðaðir eru fyrstu bókstafirnar í nöfnum þeirra kemur í ljós að sjö bókstafir í ÍSLENSKA stafrófinu hafa enn ekki „eignast þingmann“. Enginn þingmaður með þessa bókstafi, sem fyrsta staf í nafni sínu, hefur sem sé setið á Alþingi. Hvaða sjö bókstafir eru þetta? Nefna verður sex af þessum sjö.

6.   Hinar rússnesku Valentina Teresjkova og Svetlana Savitskæja voru fyrstu konurnar sem fóru út í geim, sú fyrri árið 1963 og sú síðari 1982. Árið 1983 fór fyrsta bandaríska konan út í geim og sú á reyndar ennþá metið sem yngsti geimfarinn sem farið hefur út í geim. Hún var þá aðeins 32 ára gömul. Konan lést úr krabbameini fyrir átta árum en hvað hét hún?

7.   Hvað heitir stærsta verslunarmiðstöð Kópavogs?

8.   Hvaða fugl hefur mesta vænghaf núlifandi fuglategunda?

9.   Hver var helsta ástar- og frjósemisgyðja norrænna manna samkvæmt fornum íslenskum heimildum?

10.   Í hvaða borg var fyrsta neðanjarðarlestakerfið opnað árið 1890?

***

Seinni aukaspurning:

Kona þessi er nú komin undir sextugt og hefur ýmislegt reynt á lífsleiðinni. Hún hefur skýrt opinskátt frá erfiðri baráttu sinni við fíkn í heróín og annan sora, og greint frá andlegu og líkamlegu ofbeldi sem hún varð fyrir á barnsaldri. En það var einmitt á barnsaldri hennar sem allt virtist leika í lyndi. Þessi kona var til að mynda yngsti Óskarsverðlaunahafi sögunnar. Hvað heitir hún?

***

1.   Lisa.

2.   Cate Blanchett.

3.   Vigdís Grímsdóttir.

4.   Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

5.  Bókstafirnir eru Ð, É, Ú, Y, Ý, X og Æ.

6.   Sally Ride.

7.   Smáralind.

8.   Albatross.

9.   Freyja.

10.   London.

***

Svör við aukaspurningum koma svo hér.

Sú fyrri:

Maradona skoraði markið með hendi gegn Englendingum.

Sú seinni:

Þetta er Tatum O'Neal sem fékk Óskar tíu ára gömul árið 1974 fyrir hlutverk sitt í myndinni Paper Moon, þar sem hún lék með fúlmenninu föður sínum.

Ryan og Tatum O'Nealí hlutverkum sínum í Paper Moon.

***

Og reynið yður við þrautina frá í gær, ef þér hafið ekki gert það nú þegar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu