Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

192. spurningaþraut: Bob Moran í löngum helli á aðfangadag?

192. spurningaþraut: Bob Moran í löngum helli á aðfangadag?

Gærdagsþrautin! Gáið að henni.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Myndin hér að ofan, hvar ætli hún sé tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Fyrir einhverjum áratugum voru gefnar út á íslensku vinsælar spennubækur fyrir börn og unglinga. Þar atti hetjan Bob Moran kappi við allskonar óþjóðalýð og alveg sérstaka hinn illskeytta Gula skugga. Hverrar þjóðar var Bob Moran?

2.   Hvað heitir sá aðalsöngvari hinnar vinsælu hljómsveitar Nýdönsk sem hefur verið óslitið í hljómsveitinni frá byrjun?

3.   Hvað heita vinsælir útvarpsþættir Veru Illugadóttur sem fluttir eru á Rás eitt Ríkisútvarpsins?

4.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Ulanbaator?

5.   Hvað hét rómverski hershöfðinginn sem tapaði bæði orrustu og lífinu í Tevtóborgarskógi árið 9 eftir Krist?

6.   Hvaða starfi hafa þeir Millard Fillmore, Martin Van Buren, Chester Arthur og Rutherford Hayes allir gegnt?

7.   Hvaða tónlistarmaður gaf út hljómplötuna Daydream árið 1995 en þar má finna vinsæl lög eins og Fantasy, One Sweet Day og Alway Be My Baby?

8.   Hvað heitir lengsti hellir á Íslandi svo vitað sé?

9.   Hver var fyrsti formaður stjórnmálaflokksins Viðreisnar?

10.   Á hvaða vikudegi verður aðfangadagur í ár?

***

Aukaspurning sú hin síðari:

Hvað kallast þetta dýr?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Franskur.

2.   Björn Jörundur.

3.   Í ljósi sögunnar.

4.   Mongólía.

5.   Varus.

6.   Þeir voru allir Bandaríkjaforsetar.

7.   Mariah Carey.

8.   Surtshellir.

9.   Benedikt Jóhannesson.

10.   Fimmtudegi.

***

Svör við aukaspurningum.

Efri myndin var tekin í hlíðum Snæfellsjökuls. Ég tók hana traustataki á vefsíðu fyrirtækisins Extreme Iceland.

Á neðri myndinni er breiðnefur, á ensku platypus, eitt hinn sérkennilegu nefdýra.

***

Og þó þið kunnið að vera búin með þrautina frá í gær, þá getiði reynt ykkur við hana aftur hérna. Aldrei að vita hvort þið munið ennþá öll svörin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár