Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

192. spurningaþraut: Bob Moran í löngum helli á aðfangadag?

192. spurningaþraut: Bob Moran í löngum helli á aðfangadag?

Gærdagsþrautin! Gáið að henni.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Myndin hér að ofan, hvar ætli hún sé tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Fyrir einhverjum áratugum voru gefnar út á íslensku vinsælar spennubækur fyrir börn og unglinga. Þar atti hetjan Bob Moran kappi við allskonar óþjóðalýð og alveg sérstaka hinn illskeytta Gula skugga. Hverrar þjóðar var Bob Moran?

2.   Hvað heitir sá aðalsöngvari hinnar vinsælu hljómsveitar Nýdönsk sem hefur verið óslitið í hljómsveitinni frá byrjun?

3.   Hvað heita vinsælir útvarpsþættir Veru Illugadóttur sem fluttir eru á Rás eitt Ríkisútvarpsins?

4.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Ulanbaator?

5.   Hvað hét rómverski hershöfðinginn sem tapaði bæði orrustu og lífinu í Tevtóborgarskógi árið 9 eftir Krist?

6.   Hvaða starfi hafa þeir Millard Fillmore, Martin Van Buren, Chester Arthur og Rutherford Hayes allir gegnt?

7.   Hvaða tónlistarmaður gaf út hljómplötuna Daydream árið 1995 en þar má finna vinsæl lög eins og Fantasy, One Sweet Day og Alway Be My Baby?

8.   Hvað heitir lengsti hellir á Íslandi svo vitað sé?

9.   Hver var fyrsti formaður stjórnmálaflokksins Viðreisnar?

10.   Á hvaða vikudegi verður aðfangadagur í ár?

***

Aukaspurning sú hin síðari:

Hvað kallast þetta dýr?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Franskur.

2.   Björn Jörundur.

3.   Í ljósi sögunnar.

4.   Mongólía.

5.   Varus.

6.   Þeir voru allir Bandaríkjaforsetar.

7.   Mariah Carey.

8.   Surtshellir.

9.   Benedikt Jóhannesson.

10.   Fimmtudegi.

***

Svör við aukaspurningum.

Efri myndin var tekin í hlíðum Snæfellsjökuls. Ég tók hana traustataki á vefsíðu fyrirtækisins Extreme Iceland.

Á neðri myndinni er breiðnefur, á ensku platypus, eitt hinn sérkennilegu nefdýra.

***

Og þó þið kunnið að vera búin með þrautina frá í gær, þá getiði reynt ykkur við hana aftur hérna. Aldrei að vita hvort þið munið ennþá öll svörin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár