Í byrjun október ákvað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra að hætta við fyrirætlanir um að setja á svokallaðan urðunarskatt á allt það sorp sem yrði urðað á Íslandi. Markmið skattsins var að hvetja til frekari flokkunar og endurvinnslu á úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum. Hvatinn fólst aðallega í því að sveitarfélög myndu taka upp flokkun á lífrænum úrgangi í stað þess að urða hann, en nánast allur lífrænn úrgangur frá heimilum landsins er urðaður í dag.
Árið 2019 tilkynnti umhverfisráðherra að stefnt yrði á að setja á urðunarskatt og hófst undirbúningur það sama ár innan ráðuneytisins. Var skatturinn hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og honum ætlað að minnka kolefnisspor landsins. Var áætlað að með þessum aðgerðum myndi CO2 losun Íslands minnka um 28 þúsund tonn árið 2030. Ráðuneytið hefur ekki enn sagt hvernig það ætli sér að ná þessum markmiðum.
Mætti harðri andstöðu eigenda Sorpu
Stjórnendur …
Athugasemdir