Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir áhöfn Júlíusar Geirmundssonar hafa verið stefnt í hættu

Skip­verj­um er mjög heitt í hamsi í garð út­gerð­ar skips­ins. Skip­verj­ar hafi ver­ið veik­ir því sem næst frá upp­hafi veiðit­úrs og beð­ið um að far­ið yrði í land. Ekki hafi ver­ið orð­ið við því.

Segir áhöfn Júlíusar Geirmundssonar hafa verið stefnt í hættu
Ósáttir skipverjar Skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni eru ósáttir við útgerð skipsins. Mynd: frosti.is

Skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni eru fokreiðir út í útgerð skipsins, Hraðfrystihúsið Gunnvöru hf., vegna þess hvernig staðið var að málum þegar upp kom COVID-19 smit um borð í skipinu á dögunum. Er staðhæft að fjöldi manns í áhöfninni hafi verið orðnir veikir þegar á fyrstu dögum veiðitúrsins og sjómenn hafi beðið um að siglt yrði í land og menn sendir í skimun. Því hafi hins vegar í engu verið sinnt.

„Það var beðið um að farið yrði í land í sýnatöku en það var ekki brugðist við því“

Hákon Blöndal er vélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni. Hann var ekki í umræddum túr en er í miklu sambandi við mennina. Spurður hvort rétt sé að menn hafi verið orðnir veikir því sem næst við upphaf túrsins játar Hákon því. „Það passar alveg. Það var misjafnt hvað menn veiktust en það voru nokkrir þarna talsvert veikir. Það var beðið um að farið yrði í land í sýnatöku en það var ekki brugðist við því,“ sagði Hákon í samtali við Stundina.

22 af 25 með Covid

Hákon setti inn færslu á Facebook þar sem hann tengir á yfirlýsingu Hraðfrystihúss Gunnvarar vegna málsins. Í þeirri tilkynningu kemur fram að af 25 manna áhöfn hafi aðeins þrír ekki fengið veiruna. Níu skipverjar hafi jafnað sig á veikindunum og séu með mótefni. Þrettán séu hins vegar smitaðir og einangrun, ýmist í farsóttarhúsi í nágrenni Ísafjarðar eða á eigin vegum. Þrír séu ekki smitaðir eða með mótefni og séu því í sóttkví.

Í tilkynningunni segir að fljótlega eftir að farið hafi að bera á veikindum hafi verið haft samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Ekki þótti ástæða til að kalla skipið til hafnar á þeim tíma. Eftir 3 vikur á veiðum var ljóst í kjölfar skimunar allra áhafnarmeðlima að COVID-19 smit var um borð, var skipinu þá umsvifalaust snúið til hafnar. Í ljósi þeirrar vitneskju sem nú liggur fyrir hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar og setja alla áhöfnina í skimun.“

Tilkynninguna kallar Hákon í færslunni „ljóta helvítis yfirklórið og drullumokstur.“ Hann segir að ekki sé öll sagan sögð og menn ættu að taka sig saman í andlitinu og viðurkenna mistök. Komi upp grunur um COVID-19 smit um borð í skipi beri skipstjóra að hafa samband við Landhelgisgæsluna sem taki ákvörðun um næstu skref.

„Annað hvort koma lygar frá þessu fyrirtæki eða að þeir neita að tjá sig“

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir að þetta vinnulag sé haft á. „Skipin hafa samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem hefur síðan haft milligöngu um samskipti við sóttvarnarlækni og heilbrigðisyfirvöld í héraði.“

Þetta segir Hákon að ekki hafi verið gert. „Áhöfn fékk aldrei að njóta vafans og var lögð í mikla áhættu!“

Lárus Ómar Guðmundsson er áhafnarmeðlimur á Júlíusi Geirmundssyni og var í umræddum túr. Lárus skrifar athugasemd við færslu Hákonar og er mjög harðorður. „Annað hvort koma lygar frá þessu fyrirtæki eða að þeir neita að tjá sig. 11 menn inn á bekk og rest að pína sig veikir fram í vinnslu er ekki „nokkrir sýndu flensu einkenni“. Þetta var öll áhöfnin sem var Covid veik í 3 vikur. Og það var ekki farið í land til að testa mannskapinn heldur var farið inn í olíutöku.“ Stundin reyndi ítrekað að ná í Lárus símleiðis án árangurs.

Þá var reynt að ná í Einar Val Kristjánsson, framkvæmdastjóra Gunnvarar, en hann ýmist skellti á eða var sagður upptekinn. Beðið var um að Einar Valur eða Valdimar Steinþórsson útgerðarstjóri hringdu til baka í blaðamann en það hafði ekki gerst þegar fréttin var birt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár