Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóri Samherja, sagði ranglega í viðtali á útvarpsþættinum Bítinu mánudaginn 19. október að útgerðarfélagið hefði ekki notast við skattaskjól í rekstri sínum. Samherji hefur notað skattaskjólið Máritíus í rekstri sínum í Namibíu, meðal annars, sem og skattaskjólið Belís til að halda utan um eignarhald á skipum sem félagið hefur notað í rekstri sínum, auk þess sem Samherji notaði félagið Cape Cod í skattaskjólinu Marshall-eyjum til að greiða laun sjómanna félagsins í Afríku á árunum 2010 til 2019.
Þá hefur Samherji greitt fleiri hundruð milljónir króna til félags í skattaskjólinu Dubai, Tundavala Investment, til að fá kvóta í Namibíu. En það félag er ekki í eigu Samherja heldur þeirra namibísku ráðamanna sem fengu greitt frá félaginu til að útvega því kvóta.
„Er Samherji þá ekki með félög eða dótturdótturfélög í skattaskjóli?“
Tekið skal fram að notkun á skattaskjólum þarf ekki að vera ólögleg og hefur notkun Samherja á …
Athugasemdir