Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Íslendingar versla meira þrátt fyrir nýja bylgju faraldursins

Versl­un rauk upp í sept­em­ber­mán­uði mið­að við sama mán­uð í fyrra. Ís­lend­ing­ar kaupa raf- og heim­ilis­tæki, áfengi og bygg­inga­vör­ur í aukn­um mæli.

Íslendingar versla meira þrátt fyrir nýja bylgju faraldursins
Innkaup Íslendingar kaupa meira þrátt fyrir faraldurinn. Mynd: Shutterstock

Verslun með raf- og heimilistæki hefur aukist um meira en helming frá því í fyrra. Þrátt fyrir þriðju bylgju COVID-19 faraldursins jókst verslun um 26,3 prósent milli ára í septembermánuði.

Þetta eru niðurstöður Rannsóknarseturs verslunarinnar. „Líkt og í fyrstu bylgju farsóttarinnar jókst innlend verslun töluvert þegar veiran lét á sér kræla á ný. Á sama tíma og verslun eykst minnkar bæði neysla á þjónustu og neysla erlendis,“ segir í tilkynningu frá setrinu.

Velta í verslun septembermánaðar nam 39,2 milljörðum króna, en heildarkortavelta var 68,5 milljarðar í mánuðinum og jókst um 9 prósent á milli ára. Kaup á eldsneyti drógust saman um 9 prósent og kaup á veitingum um 1 prósent, en að öðru leyti jókst verslun umtalsvert á milli ára.

Velta í stórmörkuðum og dagvöruverslunum jókst um 21 prósent á milli ára. „Aukin heimavinna auk sóttkvíar á vafalaust þátt í aukningu dagvöruverslunar með greiðslukortum,“ segir í tilkynningunni. „Á móti má ætla að umsvif mötuneyta vinnustaða sem dæmi hafi dregist saman.“

Fataverslun jókst um 36 prósent á milli ára, en í fyrstu bylgju faraldursins í vor mátti sjá töluverðan samdrátt í fataverslun, ólíkt því sem var í síðasta mánuði. Veruleg veltuaukning var í verslunum með byggingavörur og verslunum með raf- og heimilistæki. Í fyrrnefnda flokknum jókst veltan um 45 prósent milli ára og nam 3,3 milljörðum kr. Í þeim síðarnefnda nam veltan alls 2,6 milljörðum og jókst um tæp 54 prósent milli ára. Þá jókst verslun með áfengi um 45,8 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár