Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Íslendingar versla meira þrátt fyrir nýja bylgju faraldursins

Versl­un rauk upp í sept­em­ber­mán­uði mið­að við sama mán­uð í fyrra. Ís­lend­ing­ar kaupa raf- og heim­ilis­tæki, áfengi og bygg­inga­vör­ur í aukn­um mæli.

Íslendingar versla meira þrátt fyrir nýja bylgju faraldursins
Innkaup Íslendingar kaupa meira þrátt fyrir faraldurinn. Mynd: Shutterstock

Verslun með raf- og heimilistæki hefur aukist um meira en helming frá því í fyrra. Þrátt fyrir þriðju bylgju COVID-19 faraldursins jókst verslun um 26,3 prósent milli ára í septembermánuði.

Þetta eru niðurstöður Rannsóknarseturs verslunarinnar. „Líkt og í fyrstu bylgju farsóttarinnar jókst innlend verslun töluvert þegar veiran lét á sér kræla á ný. Á sama tíma og verslun eykst minnkar bæði neysla á þjónustu og neysla erlendis,“ segir í tilkynningu frá setrinu.

Velta í verslun septembermánaðar nam 39,2 milljörðum króna, en heildarkortavelta var 68,5 milljarðar í mánuðinum og jókst um 9 prósent á milli ára. Kaup á eldsneyti drógust saman um 9 prósent og kaup á veitingum um 1 prósent, en að öðru leyti jókst verslun umtalsvert á milli ára.

Velta í stórmörkuðum og dagvöruverslunum jókst um 21 prósent á milli ára. „Aukin heimavinna auk sóttkvíar á vafalaust þátt í aukningu dagvöruverslunar með greiðslukortum,“ segir í tilkynningunni. „Á móti má ætla að umsvif mötuneyta vinnustaða sem dæmi hafi dregist saman.“

Fataverslun jókst um 36 prósent á milli ára, en í fyrstu bylgju faraldursins í vor mátti sjá töluverðan samdrátt í fataverslun, ólíkt því sem var í síðasta mánuði. Veruleg veltuaukning var í verslunum með byggingavörur og verslunum með raf- og heimilistæki. Í fyrrnefnda flokknum jókst veltan um 45 prósent milli ára og nam 3,3 milljörðum kr. Í þeim síðarnefnda nam veltan alls 2,6 milljörðum og jókst um tæp 54 prósent milli ára. Þá jókst verslun með áfengi um 45,8 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár