Hér er þrautin frá gærdeginum góða.
***
Fyrri aukaspurning:
Frá hvaða landi er stúlkan á þeirri frægu mynd bandaríska ljósmyndarans Steve McCurry, sem sjá má hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver skrifaði skáldsögurnar Þjófur í paradís (1967), Norðan við stríð (1971), Unglingsvetur (1979) og Keimur af sumri (1987)? Áður en þessar sögur komu út hafði þessi höfundur reyndar skrifað tvær aðrar skáldsögur, sem eru hans þekktustu bækur.
2. Stevenson 2-18 heitir sól nokkur sem er í 20.000 ljósára fjarlægð frá oss. Þessi sól er sennilega sú stærsta sem vér höfum enn fundið. Hversu mörgum SINNUM stærri en sólin okkar er Stevenson 2-18? Hér er átt við radíus. Skekkjumörk koma fram í svarinu hér að neðan.
3. Hvaða hljómsveit lék lagið (I Can't Get No) Satisfaction?
4. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur gaf fyrir þrem árum út vandaða bók sem nefnist Leitin að ... ja, að hverju var Steinunn að leita?
5. Hvaða listgrein fékkst Svavar Guðnason við?
6. Hvað heitir höfuðborg Ungverjalands?
7. Ljóðskáld að nafni Sully Prudhomme var fyrsti maðurinn sem fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1901. Ekki nokkur maður les nú ljóðin hans. En hverrar þjóðar var hann?
8. Hver er Slim Shady?
9. Margrét II heitir drottning Danmerkur og er kunn fyrir reykingar. Margrét I, sem fæddist 1353, er aftur á móti kunnust fyrir að hafa beitt sér fyrir ... hverju?
10. Hver er eftirlætisbíll James Bond? - að minnsta kosti ef marka má hve oft Bond birtist undir stýri á bíl af þessari gerð í Bond-myndunum?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað er þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Indriði G. Þorsteinsson.
2. Stevenson 2-18 er 2.150 sinnum stærri en sólin okkar. Ef þessi hlussa væri staðsett í sólkerfinu okkar myndi hún ná út fyrir sporbraut Satúrnusar. Ég ætla gefa hér rúm skekkjumörk, eða 500, svo rétt er allt frá 1.650 sinnum stærri en sólin, til 2.650 sinnum stærri en sólin.
3. The Rolling Stones.
4. Klaustrunum.
5. Málaralist.
6. Búdapest.
7. Franskur.
8. Rapparinn Eminem.
9. Kalmar-sambandinu. Líka er gefið rétt fyrir "sameiningu Norðurlanda“ eða eitthvað þvíumlíkt.

10. Aston Martin.
***
Svör við aukaspurningum:
Stúlkan á ljósmynd McCurrys er frá Afganistan.
Myndin var að vísu tekin í Pakistan.
Á neðri myndinni má sjá zucchini, sem einnig kallast kúrbítur.
***
Athugasemdir