Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

185. spurningaþraut: Pestó og postular, Guilietta Masina og Ardern

185. spurningaþraut: Pestó og postular, Guilietta Masina og Ardern

Hér er gærdagsins þraut.

***

Aukaspurningar:

Á myndinni hér að ofan má sjá frægt augnablik á ólympíuleikunum í Mexíkó 1968 þegar bandarísku íþróttamennirnir Tommie Smith og John Carlos lyftu hnefum við verðlaunaafhendingu til stuðnings baráttuhreyfingu svartra í Bandaríkjunum. Þeir voru að taka við gull- og brons-verðlaunum. En í hvaða ólympíugrein höfðu þeir Smith og Carlos unnið til verðlauna sinna?

***

Aðalspurningar:

1.   Jacinda Ardern vann á dögunum glæsilegan kosningasigur í Nýja Sjálandi þegar flokkur hennar vann 50 prósenta atkvæða í þingkosningum. En hvað heitir flokkurinn hennar?

2.   Hvaða kryddjurt er uppistaðan í hefðbundinni pestósósu?

3.   Hver lék Forrest Gump í samnefndri kvikmynd?

4.   Hver er útvarpsstjóri Útvarps Sögu?

5.   Betty Friedan var kona ein sem komst í fréttirnar um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og var gjarnan í fréttunum síðan fyrir verk sín, allt þar til hún lést 2006. Á hvaða sviði lét hún að sér kveða?

6.   Í hvaða núverandi ríki var hin forna stórborg Karþagó, sem atti mjög kappi við Rómaborg á annarri og þriðju öld fyrir Krist?

7.   Í Postulasögunni og bréfum Páls postula í Nýja testamentinu kallar hann sig óhikað „postula“ vegna þess í hve nánu sambandi hann sé við hinn upprisna Krist. En strangt til tekið gátu nú ekki aðrir kallað sig postula en þeir úr hópi hinna upprunalegu lærisveina, sem Jesúa og lærisveinar hans völdu sjálfir. Hve margir báru postulatign samkvæmt því?

8.  Hvað hét fyrsta skip Eimskipafélags Íslands?

9.   Guilietta Masina hét ítölsk filmstjarna, einkar vinsæl og virt á sínum tíma. Hún lék í þó nokkrum fjölda mynda en er einna þekktust fyrir nokkrar bráðskemmtilegar myndir sem hún lék í hjá leikstjóranum eiginmanni sínum. Hvað hét sá góði maður?

10.   Hvað hét fyrsta breiðskífa Utangarðsmanna?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Verkamannaflokkurinn, Labour Party á engelsku.

2.   Basilika.

3.   Tom Hanks.

4.   Arnþrúður Karlsdóttir.

5.   Kvenréttinda. Friedan var mikilvirkur rithöfundur en „kvenréttindi“ verða að koma fram í svarinu.

6.   Túnis.

Juilietta Masinalék m.a. í Fellini-myndunum Nætur Cabiriu og La strada.

7.   13. Þeir voru upphaflega tólf en eftir að Júdas gekk út og hengdi sig, þá völdu hinir postularnir arftaka hans. Sá hét Mattías og er þekktur sem „þrettándi postulinn“.

Því gegndu alls 13 menn þessu sæmdarheiti áður en Páll tók upp á því að sæma sjálfan sig því.

8.   Gullfoss.

9.   Federico Fellini.

10.   Geislavirkir. Hér er máske rétt að minna á að Ísbjarnarblús var sólóplata Bubba Morthens en ekki plata með Utangarðsmönnum.

***

Svör við aukaspurningum:

Sú efri:

Þeir Smith og Carlos voru þarna að taka við verðlaunum fyrir 200 metra hlaup karla.

Sú neðri:

Þetta er Joanne Rowling, höfundur sagnanna um galdrasveininn Harry Potter.

***

Og svo þrautin frá í gær, öðru sinni. Reynið yður við hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum
3
Fréttir

Til­laga um auk­inn meiri­hluta í fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sátta­fund­um

Á sátta­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjall­ar um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.
Unnið áfram með tillögu um „Sóleyjatún“ í Grafarvogi
6
Fréttir

Unn­ið áfram með til­lögu um „Sól­eyja­tún“ í Grafar­vogi

Lít­il fjöl­býl­is­hús á 2-3 hæð­um auk rað­húsa gætu ris­ið á stóru óbyggðu svæði við Rima­skóla í Grafar­vogi, sam­kvæmt til­lögu frá arki­tekta­stofu, sem um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur ákveð­ið að áfram verði unn­ið með við skipu­lagn­ingu svæð­is­ins. Hátt í 800 und­ir­skrift­ir söfn­uð­ust í sum­ar gegn upp­bygg­ingu á reitn­um.
Sér sóknarfæri fyrir „alvöru vinstri rödd“
7
Viðtal

Sér sókn­ar­færi fyr­ir „al­vöru vinstri rödd“

Svandís Svavars­dótt­ir tel­ur að þörf sé á að sterk vinstri rödd heyr­ist á Al­þingi og treyst­ir sér til þess að hafa þá rödd VG sterka. Hún seg­ir að Sam­fylk­ing­in hafi pakk­að sterk­um vinstri­mál­um sam­an og að í því fel­ist sókn­ar­færi fyr­ir VG. Svandís tel­ur stærstu áskor­an­ir sam­tím­ans ekki þannig vaxn­ar að kapí­tal­ism­inn sé svar­ið – ef fjár­magn sé eina hreyfiafl­ið í sam­fé­lag­inu sé­um við ekki á réttri leið.
Sumarið sem aldrei kom birtist í september
8
Fréttir

Sumar­ið sem aldrei kom birt­ist í sept­em­ber

Sept­em­ber hef­ur ver­ið sól­rík­ur og sum­ir vilja meina að sumar­ið hafi loks lát­ið sjá sig. Borg­ar­bú­ar hafa not­ið veð­ur­blíð­unn­ar í sól­inni sem hef­ur skin­ið skært, sól­skins­stund­ir eru yf­ir með­al­lagi sem hef­ur bet­ur gegn kuld­an­um. „Þetta eru kannski kær­kom­in ró­leg­heit,“ seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
3
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
8
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.
Eru kannski að taka ranga hægri beygju
10
Greining

Eru kannski að taka ranga hægri beygju

Heim­ild­in fékk tvo al­manna­tengla sem eru með haus­inn á kafi í póli­tík til að pæla í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ann­ar þeirra seg­ist telja að með því að elta orð­ræðu Mið­flokks­ins sé Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að gera sér óleik. „Fólk er al­mennt ekki ras­ist­ar á Ís­landi,“ seg­ir Andrés Jóns­son. Björg­vin Guð­munds­son seg­ir marga Sjálf­stæð­is­menn í vanda, svo mikl­um að um­ræða sé far­in af stað um nýtt fram­boð á hægri kant­in­um. Og margt hefst með um­ræðu.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár