***
Aukaspurningar:
Á myndinni hér að ofan má sjá frægt augnablik á ólympíuleikunum í Mexíkó 1968 þegar bandarísku íþróttamennirnir Tommie Smith og John Carlos lyftu hnefum við verðlaunaafhendingu til stuðnings baráttuhreyfingu svartra í Bandaríkjunum. Þeir voru að taka við gull- og brons-verðlaunum. En í hvaða ólympíugrein höfðu þeir Smith og Carlos unnið til verðlauna sinna?
***
Aðalspurningar:
1. Jacinda Ardern vann á dögunum glæsilegan kosningasigur í Nýja Sjálandi þegar flokkur hennar vann 50 prósenta atkvæða í þingkosningum. En hvað heitir flokkurinn hennar?
2. Hvaða kryddjurt er uppistaðan í hefðbundinni pestósósu?
3. Hver lék Forrest Gump í samnefndri kvikmynd?
4. Hver er útvarpsstjóri Útvarps Sögu?
5. Betty Friedan var kona ein sem komst í fréttirnar um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og var gjarnan í fréttunum síðan fyrir verk sín, allt þar til hún lést 2006. Á hvaða sviði lét hún að sér kveða?
6. Í hvaða núverandi ríki var hin forna stórborg Karþagó, sem atti mjög kappi við Rómaborg á annarri og þriðju öld fyrir Krist?
7. Í Postulasögunni og bréfum Páls postula í Nýja testamentinu kallar hann sig óhikað „postula“ vegna þess í hve nánu sambandi hann sé við hinn upprisna Krist. En strangt til tekið gátu nú ekki aðrir kallað sig postula en þeir úr hópi hinna upprunalegu lærisveina, sem Jesúa og lærisveinar hans völdu sjálfir. Hve margir báru postulatign samkvæmt því?
8. Hvað hét fyrsta skip Eimskipafélags Íslands?
9. Guilietta Masina hét ítölsk filmstjarna, einkar vinsæl og virt á sínum tíma. Hún lék í þó nokkrum fjölda mynda en er einna þekktust fyrir nokkrar bráðskemmtilegar myndir sem hún lék í hjá leikstjóranum eiginmanni sínum. Hvað hét sá góði maður?
10. Hvað hét fyrsta breiðskífa Utangarðsmanna?
***
Síðari aukaspurning:
Hver er þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Verkamannaflokkurinn, Labour Party á engelsku.
2. Basilika.
3. Tom Hanks.
4. Arnþrúður Karlsdóttir.
5. Kvenréttinda. Friedan var mikilvirkur rithöfundur en „kvenréttindi“ verða að koma fram í svarinu.
6. Túnis.

7. 13. Þeir voru upphaflega tólf en eftir að Júdas gekk út og hengdi sig, þá völdu hinir postularnir arftaka hans. Sá hét Mattías og er þekktur sem „þrettándi postulinn“.
Því gegndu alls 13 menn þessu sæmdarheiti áður en Páll tók upp á því að sæma sjálfan sig því.
8. Gullfoss.
9. Federico Fellini.
10. Geislavirkir. Hér er máske rétt að minna á að Ísbjarnarblús var sólóplata Bubba Morthens en ekki plata með Utangarðsmönnum.
***
Svör við aukaspurningum:
Sú efri:
Þeir Smith og Carlos voru þarna að taka við verðlaunum fyrir 200 metra hlaup karla.
Sú neðri:
Þetta er Joanne Rowling, höfundur sagnanna um galdrasveininn Harry Potter.
***
Athugasemdir