Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kosningabarátta Guðmundar Franklín var þrefalt dýrari en Guðna

73 ein­stak­ling­ar styrktu Guð­mund Frank­lín Jóns­son, en 37 Guðna Th. Jó­hann­es­son for­seta í kosn­inga­bar­áttu vors­ins um embætt­ið. Að­il­ar í sjáv­ar­út­vegi styrktu Guð­mund Frank­lín. Fé­lag Guðna greiddi ekki fyr­ir aug­lýs­ing­ar og kom út í hagn­aði.

Kosningabarátta Guðmundar Franklín var þrefalt dýrari en Guðna
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson Forsetakosningarnar fóru fram í júní og hlaut Guðni endurkjör.

Framboð Guðmundar Franklín Jónssonar til forseta kostaði 4,7 milljónir króna. 73 einstaklingar styrktu framboðið um samtals 1,8 milljónir, en sjálfur lagði Guðmundur Franklín til 1,6 milljónir.

Framboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta kostaði hins vegar 1,5 milljónir króna. Hagnaður varð af rekstri Félags um framboð Guðna Th. Jóhannessonar um 600 þúsund krónur þegar kosningabaráttan var afstaðin.

Þetta kemur fram í uppgjörum frambjóðendanna sem Ríkisendurskoðun hefur nú birt. Guðni Th. bar sigur úr býtum í kosningunum 27. júní 89,4 prósent greiddra atkvæða gegn 7,6 prósent sem kusu Guðmund Franklín.

Í uppgjöri Guðmundar Franklín kemur fram að lögaðilar hafi styrkt framboðið um 1,2 milljónir. Fjórðungur upphæðarinnar kom frá fyrirtækinu Hólma ehf., sem er í eigu hjónanna Bjarkar Aðalsteinsdóttur og Þorsteins Kristjánssonar á Eskifirði, sem reka sjávarútvegsfyrirtækið Eskju. Tvö önnur félög í sjávarútvegi styrktu framboðið, sem og Góa-Lind sælgætisgerð, Bakarameistarinn og KFC.

Framboð Guðmundar Franklíns kom út á sléttu, en hann lagði sjálfur til 1,6 milljónir króna, auk þess að njóta stuðnings 73 einstaklinga sem alls styrktu um 1,8 milljónir króna. Stærsti kostnaðarliður framboðsins voru auglýsingar og kynningarkostnaður fyrir 3,5 milljónir króna.

Guðni Th. hlaut hins vegar 1,6 milljónir króna í styrki frá 37 einstaklingum. Lögaðilar styrktu hann um rúma hálfa milljón, mest KBK eignir, í eigu Kristjáns Benoni Kristjánssonar, um 200 þúsund krónur. Hlér ehf. í eigu Guðmundar Ásgeirssonar og P 126 ehf. í eigu Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, styrktu um 100 þúsund hvort.

Ekki er að sjá á uppgjörinu að Guðni hafi greitt fyrir auglýsingar. Stærstu kostnaðarliðirnir eru aðkeypt þjónusta fyrir 581 þúsund og ferðakostnaður fyrir um 513 þúsund. Félag um framboð Guðna Th. Jóhannessonar á nú 1,5 milljónir króna í eignir og skuldar ekkert.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2020

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár