Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kosningabarátta Guðmundar Franklín var þrefalt dýrari en Guðna

73 ein­stak­ling­ar styrktu Guð­mund Frank­lín Jóns­son, en 37 Guðna Th. Jó­hann­es­son for­seta í kosn­inga­bar­áttu vors­ins um embætt­ið. Að­il­ar í sjáv­ar­út­vegi styrktu Guð­mund Frank­lín. Fé­lag Guðna greiddi ekki fyr­ir aug­lýs­ing­ar og kom út í hagn­aði.

Kosningabarátta Guðmundar Franklín var þrefalt dýrari en Guðna
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson Forsetakosningarnar fóru fram í júní og hlaut Guðni endurkjör.

Framboð Guðmundar Franklín Jónssonar til forseta kostaði 4,7 milljónir króna. 73 einstaklingar styrktu framboðið um samtals 1,8 milljónir, en sjálfur lagði Guðmundur Franklín til 1,6 milljónir.

Framboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta kostaði hins vegar 1,5 milljónir króna. Hagnaður varð af rekstri Félags um framboð Guðna Th. Jóhannessonar um 600 þúsund krónur þegar kosningabaráttan var afstaðin.

Þetta kemur fram í uppgjörum frambjóðendanna sem Ríkisendurskoðun hefur nú birt. Guðni Th. bar sigur úr býtum í kosningunum 27. júní 89,4 prósent greiddra atkvæða gegn 7,6 prósent sem kusu Guðmund Franklín.

Í uppgjöri Guðmundar Franklín kemur fram að lögaðilar hafi styrkt framboðið um 1,2 milljónir. Fjórðungur upphæðarinnar kom frá fyrirtækinu Hólma ehf., sem er í eigu hjónanna Bjarkar Aðalsteinsdóttur og Þorsteins Kristjánssonar á Eskifirði, sem reka sjávarútvegsfyrirtækið Eskju. Tvö önnur félög í sjávarútvegi styrktu framboðið, sem og Góa-Lind sælgætisgerð, Bakarameistarinn og KFC.

Framboð Guðmundar Franklíns kom út á sléttu, en hann lagði sjálfur til 1,6 milljónir króna, auk þess að njóta stuðnings 73 einstaklinga sem alls styrktu um 1,8 milljónir króna. Stærsti kostnaðarliður framboðsins voru auglýsingar og kynningarkostnaður fyrir 3,5 milljónir króna.

Guðni Th. hlaut hins vegar 1,6 milljónir króna í styrki frá 37 einstaklingum. Lögaðilar styrktu hann um rúma hálfa milljón, mest KBK eignir, í eigu Kristjáns Benoni Kristjánssonar, um 200 þúsund krónur. Hlér ehf. í eigu Guðmundar Ásgeirssonar og P 126 ehf. í eigu Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, styrktu um 100 þúsund hvort.

Ekki er að sjá á uppgjörinu að Guðni hafi greitt fyrir auglýsingar. Stærstu kostnaðarliðirnir eru aðkeypt þjónusta fyrir 581 þúsund og ferðakostnaður fyrir um 513 þúsund. Félag um framboð Guðna Th. Jóhannessonar á nú 1,5 milljónir króna í eignir og skuldar ekkert.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2020

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár