Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kosningabarátta Guðmundar Franklín var þrefalt dýrari en Guðna

73 ein­stak­ling­ar styrktu Guð­mund Frank­lín Jóns­son, en 37 Guðna Th. Jó­hann­es­son for­seta í kosn­inga­bar­áttu vors­ins um embætt­ið. Að­il­ar í sjáv­ar­út­vegi styrktu Guð­mund Frank­lín. Fé­lag Guðna greiddi ekki fyr­ir aug­lýs­ing­ar og kom út í hagn­aði.

Kosningabarátta Guðmundar Franklín var þrefalt dýrari en Guðna
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson Forsetakosningarnar fóru fram í júní og hlaut Guðni endurkjör.

Framboð Guðmundar Franklín Jónssonar til forseta kostaði 4,7 milljónir króna. 73 einstaklingar styrktu framboðið um samtals 1,8 milljónir, en sjálfur lagði Guðmundur Franklín til 1,6 milljónir.

Framboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta kostaði hins vegar 1,5 milljónir króna. Hagnaður varð af rekstri Félags um framboð Guðna Th. Jóhannessonar um 600 þúsund krónur þegar kosningabaráttan var afstaðin.

Þetta kemur fram í uppgjörum frambjóðendanna sem Ríkisendurskoðun hefur nú birt. Guðni Th. bar sigur úr býtum í kosningunum 27. júní 89,4 prósent greiddra atkvæða gegn 7,6 prósent sem kusu Guðmund Franklín.

Í uppgjöri Guðmundar Franklín kemur fram að lögaðilar hafi styrkt framboðið um 1,2 milljónir. Fjórðungur upphæðarinnar kom frá fyrirtækinu Hólma ehf., sem er í eigu hjónanna Bjarkar Aðalsteinsdóttur og Þorsteins Kristjánssonar á Eskifirði, sem reka sjávarútvegsfyrirtækið Eskju. Tvö önnur félög í sjávarútvegi styrktu framboðið, sem og Góa-Lind sælgætisgerð, Bakarameistarinn og KFC.

Framboð Guðmundar Franklíns kom út á sléttu, en hann lagði sjálfur til 1,6 milljónir króna, auk þess að njóta stuðnings 73 einstaklinga sem alls styrktu um 1,8 milljónir króna. Stærsti kostnaðarliður framboðsins voru auglýsingar og kynningarkostnaður fyrir 3,5 milljónir króna.

Guðni Th. hlaut hins vegar 1,6 milljónir króna í styrki frá 37 einstaklingum. Lögaðilar styrktu hann um rúma hálfa milljón, mest KBK eignir, í eigu Kristjáns Benoni Kristjánssonar, um 200 þúsund krónur. Hlér ehf. í eigu Guðmundar Ásgeirssonar og P 126 ehf. í eigu Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, styrktu um 100 þúsund hvort.

Ekki er að sjá á uppgjörinu að Guðni hafi greitt fyrir auglýsingar. Stærstu kostnaðarliðirnir eru aðkeypt þjónusta fyrir 581 þúsund og ferðakostnaður fyrir um 513 þúsund. Félag um framboð Guðna Th. Jóhannessonar á nú 1,5 milljónir króna í eignir og skuldar ekkert.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2020

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu