Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kosningabarátta Guðmundar Franklín var þrefalt dýrari en Guðna

73 ein­stak­ling­ar styrktu Guð­mund Frank­lín Jóns­son, en 37 Guðna Th. Jó­hann­es­son for­seta í kosn­inga­bar­áttu vors­ins um embætt­ið. Að­il­ar í sjáv­ar­út­vegi styrktu Guð­mund Frank­lín. Fé­lag Guðna greiddi ekki fyr­ir aug­lýs­ing­ar og kom út í hagn­aði.

Kosningabarátta Guðmundar Franklín var þrefalt dýrari en Guðna
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson Forsetakosningarnar fóru fram í júní og hlaut Guðni endurkjör.

Framboð Guðmundar Franklín Jónssonar til forseta kostaði 4,7 milljónir króna. 73 einstaklingar styrktu framboðið um samtals 1,8 milljónir, en sjálfur lagði Guðmundur Franklín til 1,6 milljónir.

Framboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta kostaði hins vegar 1,5 milljónir króna. Hagnaður varð af rekstri Félags um framboð Guðna Th. Jóhannessonar um 600 þúsund krónur þegar kosningabaráttan var afstaðin.

Þetta kemur fram í uppgjörum frambjóðendanna sem Ríkisendurskoðun hefur nú birt. Guðni Th. bar sigur úr býtum í kosningunum 27. júní 89,4 prósent greiddra atkvæða gegn 7,6 prósent sem kusu Guðmund Franklín.

Í uppgjöri Guðmundar Franklín kemur fram að lögaðilar hafi styrkt framboðið um 1,2 milljónir. Fjórðungur upphæðarinnar kom frá fyrirtækinu Hólma ehf., sem er í eigu hjónanna Bjarkar Aðalsteinsdóttur og Þorsteins Kristjánssonar á Eskifirði, sem reka sjávarútvegsfyrirtækið Eskju. Tvö önnur félög í sjávarútvegi styrktu framboðið, sem og Góa-Lind sælgætisgerð, Bakarameistarinn og KFC.

Framboð Guðmundar Franklíns kom út á sléttu, en hann lagði sjálfur til 1,6 milljónir króna, auk þess að njóta stuðnings 73 einstaklinga sem alls styrktu um 1,8 milljónir króna. Stærsti kostnaðarliður framboðsins voru auglýsingar og kynningarkostnaður fyrir 3,5 milljónir króna.

Guðni Th. hlaut hins vegar 1,6 milljónir króna í styrki frá 37 einstaklingum. Lögaðilar styrktu hann um rúma hálfa milljón, mest KBK eignir, í eigu Kristjáns Benoni Kristjánssonar, um 200 þúsund krónur. Hlér ehf. í eigu Guðmundar Ásgeirssonar og P 126 ehf. í eigu Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, styrktu um 100 þúsund hvort.

Ekki er að sjá á uppgjörinu að Guðni hafi greitt fyrir auglýsingar. Stærstu kostnaðarliðirnir eru aðkeypt þjónusta fyrir 581 þúsund og ferðakostnaður fyrir um 513 þúsund. Félag um framboð Guðna Th. Jóhannessonar á nú 1,5 milljónir króna í eignir og skuldar ekkert.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2020

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár