Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sölutímabil flugelda verði þrengt niður í þrjá daga

Ein­ung­is verð­ur heim­ilt að nota flug­elda á alls 20 klukku­stunda tíma­bil­um um ára­mót­in verði ný reglu­gerð dóms­mála­ráð­herra sam­þykkt. Lýð­heilsu­sjón­ar­mið, minni loft­meng­un og betri líð­an dýra eru lögð til grund­vall­ar.

Sölutímabil flugelda verði þrengt niður í þrjá daga
Flugeldar Lagt er til að þrengja það tímabil sem selja má flugelda og nota þá. Mynd: Unsplash

Einungis verður heimilt að selja flugelda dagana 30. og 31. desember og 6. janúar, samkvæmt drögum að reglugerð um skotelda sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda.

Þá verður einungis heimilt að nota stærri flugelda frá klukkan 16 á gamlársdag til klukkan 2 eftir miðnætti á nýju ári, svo aftur frá 16 til 22 á nýársdag og 16 til 22 á þrettándanum, 6. janúar. Heimilt er að nota flugelda í 1. flokki, það er þá sem lítil hætta og hljóðmengun stafar af, allt árið.

Þrátt fyrir þetta hafa sveitarfélög heimild til að heimila sölu flugelda einn dag til viðbótar á tímabilinu 2. til 5. janúar eða í vikunni eftir þrettándann í sérstökum tilvikum, og að fenginni rökstuddri tillögu þar um, með heimild lögreglustjóra.

Markmið reglugerðarinnar er að  draga úr neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og loftgæða vegna mengunar af völdum flugelda. Starfshópur dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra skilaði tillögum sínum í janúar, en megin niðurstaða hans var að nauðsynlegt sé að takmarka sem mest þá mengun sem veldur óæskilegum heilsufarsáhrifum hjá einstaklingum. Einnig þurfi að hafa hugfast óæskileg áhrif skotelda um áramót á atferli og líðan margra dýra. Jafnframt benti starfshópurinn á að huga þyrfti að loftmengun hér á landi í víðu samhengi og að draga þyrfti úr allri mengun þar sem það er mögulegt, til bættra lífsgæða fyrir allan almenning.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár