Sölutímabil flugelda verði þrengt niður í þrjá daga

Ein­ung­is verð­ur heim­ilt að nota flug­elda á alls 20 klukku­stunda tíma­bil­um um ára­mót­in verði ný reglu­gerð dóms­mála­ráð­herra sam­þykkt. Lýð­heilsu­sjón­ar­mið, minni loft­meng­un og betri líð­an dýra eru lögð til grund­vall­ar.

Sölutímabil flugelda verði þrengt niður í þrjá daga
Flugeldar Lagt er til að þrengja það tímabil sem selja má flugelda og nota þá. Mynd: Unsplash

Einungis verður heimilt að selja flugelda dagana 30. og 31. desember og 6. janúar, samkvæmt drögum að reglugerð um skotelda sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda.

Þá verður einungis heimilt að nota stærri flugelda frá klukkan 16 á gamlársdag til klukkan 2 eftir miðnætti á nýju ári, svo aftur frá 16 til 22 á nýársdag og 16 til 22 á þrettándanum, 6. janúar. Heimilt er að nota flugelda í 1. flokki, það er þá sem lítil hætta og hljóðmengun stafar af, allt árið.

Þrátt fyrir þetta hafa sveitarfélög heimild til að heimila sölu flugelda einn dag til viðbótar á tímabilinu 2. til 5. janúar eða í vikunni eftir þrettándann í sérstökum tilvikum, og að fenginni rökstuddri tillögu þar um, með heimild lögreglustjóra.

Markmið reglugerðarinnar er að  draga úr neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og loftgæða vegna mengunar af völdum flugelda. Starfshópur dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra skilaði tillögum sínum í janúar, en megin niðurstaða hans var að nauðsynlegt sé að takmarka sem mest þá mengun sem veldur óæskilegum heilsufarsáhrifum hjá einstaklingum. Einnig þurfi að hafa hugfast óæskileg áhrif skotelda um áramót á atferli og líðan margra dýra. Jafnframt benti starfshópurinn á að huga þyrfti að loftmengun hér á landi í víðu samhengi og að draga þyrfti úr allri mengun þar sem það er mögulegt, til bættra lífsgæða fyrir allan almenning.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár