Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sölutímabil flugelda verði þrengt niður í þrjá daga

Ein­ung­is verð­ur heim­ilt að nota flug­elda á alls 20 klukku­stunda tíma­bil­um um ára­mót­in verði ný reglu­gerð dóms­mála­ráð­herra sam­þykkt. Lýð­heilsu­sjón­ar­mið, minni loft­meng­un og betri líð­an dýra eru lögð til grund­vall­ar.

Sölutímabil flugelda verði þrengt niður í þrjá daga
Flugeldar Lagt er til að þrengja það tímabil sem selja má flugelda og nota þá. Mynd: Unsplash

Einungis verður heimilt að selja flugelda dagana 30. og 31. desember og 6. janúar, samkvæmt drögum að reglugerð um skotelda sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda.

Þá verður einungis heimilt að nota stærri flugelda frá klukkan 16 á gamlársdag til klukkan 2 eftir miðnætti á nýju ári, svo aftur frá 16 til 22 á nýársdag og 16 til 22 á þrettándanum, 6. janúar. Heimilt er að nota flugelda í 1. flokki, það er þá sem lítil hætta og hljóðmengun stafar af, allt árið.

Þrátt fyrir þetta hafa sveitarfélög heimild til að heimila sölu flugelda einn dag til viðbótar á tímabilinu 2. til 5. janúar eða í vikunni eftir þrettándann í sérstökum tilvikum, og að fenginni rökstuddri tillögu þar um, með heimild lögreglustjóra.

Markmið reglugerðarinnar er að  draga úr neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og loftgæða vegna mengunar af völdum flugelda. Starfshópur dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra skilaði tillögum sínum í janúar, en megin niðurstaða hans var að nauðsynlegt sé að takmarka sem mest þá mengun sem veldur óæskilegum heilsufarsáhrifum hjá einstaklingum. Einnig þurfi að hafa hugfast óæskileg áhrif skotelda um áramót á atferli og líðan margra dýra. Jafnframt benti starfshópurinn á að huga þyrfti að loftmengun hér á landi í víðu samhengi og að draga þyrfti úr allri mengun þar sem það er mögulegt, til bættra lífsgæða fyrir allan almenning.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár