Þrautin frá í gær, jú, hún er hér.
***
Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir þessi kona?
***
Aðalspurningar:
1. Fyrir hvaða stjórnmálaflokk situr Gunnar Bragi Sveinsson á Alþingi Íslendinga?
2. Í hvaða borg eru helstu höfuðstöðvar Evrópusambandsins?
3. Hvað kallast það þegar selir eignast afkvæmi? Hér er sem sagt spurt um sagnorðið sem notað er um „að fæða“.
4. Ægir og Týr eru systurskip, sem rekin eru af hvaða apparati?
5. Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness er persóna sem kallast Arnas Arnæus?
6. Hvaða ríki nær lengst í suður í átt að Suðurskautslandinu?
7. Hver skrifaði langa og mikla skáldsögu í mörgum bindum sem heitir í þýðingu Péturs Gunnarssonar Í leit að glötuðum tíma?
8. Í hvaða borg býr Andrés Önd?
9. Hvað hét sá herforingi í síðari heimsstyrjöld sem kallaður var „Eyðimerkurrefurinn“?
10. Hver ætlar að skrifa glæpasögu með Ragnari Jónassyni?
***
Síðari aukaspurning:
Hvaða dýr er þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Miðflokkinn.
2. Brussel.
3. Að kæpa.
4. Landhelgisgæslunni.
5. Íslandsklukkunni.
6. Tjíle.
7. Marcel Proust.
8. Andabæ.
9. Rommel.
10. Katrín Jakobsdóttir.
***
Svör við aukaspurningum.

Á efri myndinni er leikkonan Julie Andrews.
Hún er þarna í sínu frægasta hluverki, sem sé þegar hún lék barnafóstruna knáu, Mary Poppins.
Betur má sjá hana á myndinni hér til hliðar.
Á neðri myndinni er hýena.
***
Athugasemdir