Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

176. spurningaþraut: Eyðimerkurrefur og Andrés Önd í leit að glötuðum tíma?

176. spurningaþraut: Eyðimerkurrefur og Andrés Önd í leit að glötuðum tíma?

Þrautin frá í gær, jú, hún er hér.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir þessi kona?

***

Aðalspurningar:

1.   Fyrir hvaða stjórnmálaflokk situr Gunnar Bragi Sveinsson á Alþingi Íslendinga?

2.   Í hvaða borg eru helstu höfuðstöðvar Evrópusambandsins?

3.   Hvað kallast það þegar selir eignast afkvæmi? Hér er sem sagt spurt um sagnorðið sem notað er um „að fæða“.

4.   Ægir og Týr eru systurskip, sem rekin eru af hvaða apparati?

5.   Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness er persóna sem kallast Arnas Arnæus?

6.   Hvaða ríki nær lengst í suður í átt að Suðurskautslandinu?

7.   Hver skrifaði langa og mikla skáldsögu í mörgum bindum sem heitir í þýðingu Péturs Gunnarssonar Í leit að glötuðum tíma?

8.   Í hvaða borg býr Andrés Önd?

9.   Hvað hét sá herforingi í síðari heimsstyrjöld sem kallaður var „Eyðimerkurrefurinn“?

10.   Hver ætlar að skrifa glæpasögu með Ragnari Jónassyni?

***

Síðari aukaspurning:

Hvaða dýr er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Miðflokkinn.

2.   Brussel.

3.   Að kæpa.

4.   Landhelgisgæslunni.

5.   Íslandsklukkunni.

6.   Tjíle.

7.   Marcel Proust.

8.   Andabæ.

9.   Rommel.

10.   Katrín Jakobsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum.

Á efri myndinni er leikkonan Julie Andrews.

Hún er þarna í sínu frægasta hluverki, sem sé þegar hún lék barnafóstruna knáu, Mary Poppins.

Betur má sjá hana á myndinni hér til hliðar.

Á neðri myndinni er hýena.

***

Og svo aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár