Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

175. spurningaþraut: Hraðfleygur fugl, hraðhlaupandi dýr, arftaki Stalíns - og fleira

175. spurningaþraut: Hraðfleygur fugl, hraðhlaupandi dýr, arftaki Stalíns - og fleira

Gærdagsþrautin, hér er hún!

***

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurning:

1.   Hvaða fugl nær mestum hraða af öllum? Svarið þarf að vera nákvæmt.

2.   En hvaða landddýr nær aftur á móti mestum hraða á spretti?

3.   Hvaða smáríki er í Pýreneafjöllum á landamærum Spánar og Frakklands?

4.   Við Berufjörð stendur hæsta fjall á Íslandi sem rís beint upp úr sjó. Hvað heitir það?

5.   Eftir að Jósef Stalín dó liðu nokkur misseri meðan aðstoðarmenn hans kepptu um völdin sín á milli. Hver þeirra varð að lokum óumdeildur leiðtogi Sovétríkjanna?

6.   Hvers vegna er spænska veikin 1918 kölluð „spænska“ veikin?

7.   Árið 1881 fæddist í Rússlandi kona sem hét Anna Pavlova. Hún varð ekki nema 49 ára gömul en var viðurkennd sem meginsnillingur og eflaust fremsta kona í heimi í sinni grein um sína daga. Hver var hennar grein?

8.   „Mörgum árum seinna, þegar hann stóð andspænis aftökusveitinni, þá átti Aureliano Buendía ofursti eftir að minnast þess löngu liðna síðdegis þegar faðir hans fór með hann að sjá ísinn í fyrsta skipti.“ Hvað heimsfræga skáldsaga eftir Nóbelsverðlaunahöfund hefst svo?

9.   Íslensk leikkona, upphaflega fyrst og fremst kunn fyrir þátttöku í gríni og glensi, lék svo aðalhlutverkið í sjónvarpsseríunni Ástríði og hefur á síðari árum leikið áhyggjufulla lögreglukonu. Hvað heitir hún?

10.   Hvað heitir höllinn í Kaupmannahöfn þar sem þingið, ríkisstjórnin og Hæstiréttur hafa aðsetur?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er hér til vinstri í hlutverki Línu langsokks?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Förufálki. „Fálki“ dugar ekki.

2.   Blettatígur.

3.   Andorra.

4.   Búlandstindur.

5.   Krústjov.

6.   Vegna ritskoðunar í flestum löndum Evrópu og Ameríku út af fyrri heimsstyrjöldinni var fyrst sagt almennilega frá veikinni á Spáni, sem tók ekki þátt í stríðinu. Veikin kom hins vegar EKKI upp á Spáni.

7.   Ballett.

8.   Hundrað ára einsemd.

9.   Ilmur Kristjánsdóttir.

10.   Kristjánsborgarhöll.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið var úr glæpamyndinni French Connection.

Þið áttuð að þekkja hinn ógleymanlega hatt á höfðinu á Popeye Doyle (Gene Hackman).

Sjá hér:

Í hlutverki Línu langsokks var Ágústa Eva. Hún er Erlendsdóttir en þurftuð ekki nauðsynlega að vita það.

***

Og aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár