175. spurningaþraut: Hraðfleygur fugl, hraðhlaupandi dýr, arftaki Stalíns - og fleira

175. spurningaþraut: Hraðfleygur fugl, hraðhlaupandi dýr, arftaki Stalíns - og fleira

Gærdagsþrautin, hér er hún!

***

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurning:

1.   Hvaða fugl nær mestum hraða af öllum? Svarið þarf að vera nákvæmt.

2.   En hvaða landddýr nær aftur á móti mestum hraða á spretti?

3.   Hvaða smáríki er í Pýreneafjöllum á landamærum Spánar og Frakklands?

4.   Við Berufjörð stendur hæsta fjall á Íslandi sem rís beint upp úr sjó. Hvað heitir það?

5.   Eftir að Jósef Stalín dó liðu nokkur misseri meðan aðstoðarmenn hans kepptu um völdin sín á milli. Hver þeirra varð að lokum óumdeildur leiðtogi Sovétríkjanna?

6.   Hvers vegna er spænska veikin 1918 kölluð „spænska“ veikin?

7.   Árið 1881 fæddist í Rússlandi kona sem hét Anna Pavlova. Hún varð ekki nema 49 ára gömul en var viðurkennd sem meginsnillingur og eflaust fremsta kona í heimi í sinni grein um sína daga. Hver var hennar grein?

8.   „Mörgum árum seinna, þegar hann stóð andspænis aftökusveitinni, þá átti Aureliano Buendía ofursti eftir að minnast þess löngu liðna síðdegis þegar faðir hans fór með hann að sjá ísinn í fyrsta skipti.“ Hvað heimsfræga skáldsaga eftir Nóbelsverðlaunahöfund hefst svo?

9.   Íslensk leikkona, upphaflega fyrst og fremst kunn fyrir þátttöku í gríni og glensi, lék svo aðalhlutverkið í sjónvarpsseríunni Ástríði og hefur á síðari árum leikið áhyggjufulla lögreglukonu. Hvað heitir hún?

10.   Hvað heitir höllinn í Kaupmannahöfn þar sem þingið, ríkisstjórnin og Hæstiréttur hafa aðsetur?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er hér til vinstri í hlutverki Línu langsokks?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Förufálki. „Fálki“ dugar ekki.

2.   Blettatígur.

3.   Andorra.

4.   Búlandstindur.

5.   Krústjov.

6.   Vegna ritskoðunar í flestum löndum Evrópu og Ameríku út af fyrri heimsstyrjöldinni var fyrst sagt almennilega frá veikinni á Spáni, sem tók ekki þátt í stríðinu. Veikin kom hins vegar EKKI upp á Spáni.

7.   Ballett.

8.   Hundrað ára einsemd.

9.   Ilmur Kristjánsdóttir.

10.   Kristjánsborgarhöll.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið var úr glæpamyndinni French Connection.

Þið áttuð að þekkja hinn ógleymanlega hatt á höfðinu á Popeye Doyle (Gene Hackman).

Sjá hér:

Í hlutverki Línu langsokks var Ágústa Eva. Hún er Erlendsdóttir en þurftuð ekki nauðsynlega að vita það.

***

Og aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár