Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

175. spurningaþraut: Hraðfleygur fugl, hraðhlaupandi dýr, arftaki Stalíns - og fleira

175. spurningaþraut: Hraðfleygur fugl, hraðhlaupandi dýr, arftaki Stalíns - og fleira

Gærdagsþrautin, hér er hún!

***

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurning:

1.   Hvaða fugl nær mestum hraða af öllum? Svarið þarf að vera nákvæmt.

2.   En hvaða landddýr nær aftur á móti mestum hraða á spretti?

3.   Hvaða smáríki er í Pýreneafjöllum á landamærum Spánar og Frakklands?

4.   Við Berufjörð stendur hæsta fjall á Íslandi sem rís beint upp úr sjó. Hvað heitir það?

5.   Eftir að Jósef Stalín dó liðu nokkur misseri meðan aðstoðarmenn hans kepptu um völdin sín á milli. Hver þeirra varð að lokum óumdeildur leiðtogi Sovétríkjanna?

6.   Hvers vegna er spænska veikin 1918 kölluð „spænska“ veikin?

7.   Árið 1881 fæddist í Rússlandi kona sem hét Anna Pavlova. Hún varð ekki nema 49 ára gömul en var viðurkennd sem meginsnillingur og eflaust fremsta kona í heimi í sinni grein um sína daga. Hver var hennar grein?

8.   „Mörgum árum seinna, þegar hann stóð andspænis aftökusveitinni, þá átti Aureliano Buendía ofursti eftir að minnast þess löngu liðna síðdegis þegar faðir hans fór með hann að sjá ísinn í fyrsta skipti.“ Hvað heimsfræga skáldsaga eftir Nóbelsverðlaunahöfund hefst svo?

9.   Íslensk leikkona, upphaflega fyrst og fremst kunn fyrir þátttöku í gríni og glensi, lék svo aðalhlutverkið í sjónvarpsseríunni Ástríði og hefur á síðari árum leikið áhyggjufulla lögreglukonu. Hvað heitir hún?

10.   Hvað heitir höllinn í Kaupmannahöfn þar sem þingið, ríkisstjórnin og Hæstiréttur hafa aðsetur?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er hér til vinstri í hlutverki Línu langsokks?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Förufálki. „Fálki“ dugar ekki.

2.   Blettatígur.

3.   Andorra.

4.   Búlandstindur.

5.   Krústjov.

6.   Vegna ritskoðunar í flestum löndum Evrópu og Ameríku út af fyrri heimsstyrjöldinni var fyrst sagt almennilega frá veikinni á Spáni, sem tók ekki þátt í stríðinu. Veikin kom hins vegar EKKI upp á Spáni.

7.   Ballett.

8.   Hundrað ára einsemd.

9.   Ilmur Kristjánsdóttir.

10.   Kristjánsborgarhöll.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið var úr glæpamyndinni French Connection.

Þið áttuð að þekkja hinn ógleymanlega hatt á höfðinu á Popeye Doyle (Gene Hackman).

Sjá hér:

Í hlutverki Línu langsokks var Ágústa Eva. Hún er Erlendsdóttir en þurftuð ekki nauðsynlega að vita það.

***

Og aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu