Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

175. spurningaþraut: Hraðfleygur fugl, hraðhlaupandi dýr, arftaki Stalíns - og fleira

175. spurningaþraut: Hraðfleygur fugl, hraðhlaupandi dýr, arftaki Stalíns - og fleira

Gærdagsþrautin, hér er hún!

***

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurning:

1.   Hvaða fugl nær mestum hraða af öllum? Svarið þarf að vera nákvæmt.

2.   En hvaða landddýr nær aftur á móti mestum hraða á spretti?

3.   Hvaða smáríki er í Pýreneafjöllum á landamærum Spánar og Frakklands?

4.   Við Berufjörð stendur hæsta fjall á Íslandi sem rís beint upp úr sjó. Hvað heitir það?

5.   Eftir að Jósef Stalín dó liðu nokkur misseri meðan aðstoðarmenn hans kepptu um völdin sín á milli. Hver þeirra varð að lokum óumdeildur leiðtogi Sovétríkjanna?

6.   Hvers vegna er spænska veikin 1918 kölluð „spænska“ veikin?

7.   Árið 1881 fæddist í Rússlandi kona sem hét Anna Pavlova. Hún varð ekki nema 49 ára gömul en var viðurkennd sem meginsnillingur og eflaust fremsta kona í heimi í sinni grein um sína daga. Hver var hennar grein?

8.   „Mörgum árum seinna, þegar hann stóð andspænis aftökusveitinni, þá átti Aureliano Buendía ofursti eftir að minnast þess löngu liðna síðdegis þegar faðir hans fór með hann að sjá ísinn í fyrsta skipti.“ Hvað heimsfræga skáldsaga eftir Nóbelsverðlaunahöfund hefst svo?

9.   Íslensk leikkona, upphaflega fyrst og fremst kunn fyrir þátttöku í gríni og glensi, lék svo aðalhlutverkið í sjónvarpsseríunni Ástríði og hefur á síðari árum leikið áhyggjufulla lögreglukonu. Hvað heitir hún?

10.   Hvað heitir höllinn í Kaupmannahöfn þar sem þingið, ríkisstjórnin og Hæstiréttur hafa aðsetur?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er hér til vinstri í hlutverki Línu langsokks?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Förufálki. „Fálki“ dugar ekki.

2.   Blettatígur.

3.   Andorra.

4.   Búlandstindur.

5.   Krústjov.

6.   Vegna ritskoðunar í flestum löndum Evrópu og Ameríku út af fyrri heimsstyrjöldinni var fyrst sagt almennilega frá veikinni á Spáni, sem tók ekki þátt í stríðinu. Veikin kom hins vegar EKKI upp á Spáni.

7.   Ballett.

8.   Hundrað ára einsemd.

9.   Ilmur Kristjánsdóttir.

10.   Kristjánsborgarhöll.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið var úr glæpamyndinni French Connection.

Þið áttuð að þekkja hinn ógleymanlega hatt á höfðinu á Popeye Doyle (Gene Hackman).

Sjá hér:

Í hlutverki Línu langsokks var Ágústa Eva. Hún er Erlendsdóttir en þurftuð ekki nauðsynlega að vita það.

***

Og aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu