Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Myndhöggvarar segja úrslitin ekki geta staðið

Mynd­höggv­ara­fé­lag Reykja­vík­ur hef­ur sent Reykja­vík­ur­borg er­indi þar sem far­ið er fram á að fjall­að verði um nið­ur­stöðu í sam­keppni um út­lista­verk í Vest­ur­bæn­um. „Þetta get­ur ekki flokk­ast sem lista­verk því þetta er bara hann­að­ur hlut­ur,“ seg­ir Logi Bjarna­son formað­ur fé­lags­ins.

Myndhöggvarar segja úrslitin ekki geta staðið
Forsendur keppninnar brostnar Logi segir augljóst að forsendur samkeppninnar séu brostnar með því að ekki hafi verið farið eftir samkeppnisreglum SÍM. Mynd: Davíð Þór

„Það er ljóst að úrslitin geta ekki staðið,“ segir Logi Bjarnason, formaður Myndhöggvarafélags Reykjavíkur um niðurstöðu samkeppni Reykjavíkur um útilistaverk í Vesturbænum. Félagið hefur sent menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur ályktun þar sem farið er fram á að nefndin fjalli um málið.

Stundin greindi frá því í gær að myndhöggvarar væru öskuillir yfir úrslitunum þar eð þeir teldu að brotið hefði verið gegn samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Sigurvegararnir, höfundar verksins Sjávarmáls, væru ekki starfandi myndlistarmenn heldur arkitektarnir Baldur Helgi Snorrason og David Hugo Cabo auk rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar.

„Okkur finnst skjóta skökku við að í keppni sem er skilgreind og auglýst fyrir myndlistarmenn, með því að fara eigi eftir samkeppnisreglum SÍM, skulu vera valdir aðilar sem eru ekki myndlistarmenn. Forsendur þeirrar keppni eru auðvitað brotnar. Það er fullt af fólki sem tók þátt í keppninni vegna þess að það er litið á þessar samkeppnisreglur sem ákveðinn gæðastimpil,“ segir Logi.

Tiltekið var í samkeppnisreglunum að farið yrði eftir samkeppnisreglum SÍM en einnig var tiltekið að samkeppnin væri opin öllum. Myndhöggvarar líta svo á að með því hafi samkeppnin átt að vera opin öllum starfandi myndlistarmönnum, samanber samkeppnisreglurnar, en ekki hverjum sem væri utan úr bæ.

Hvenær verður maður myndlistarmaður?

Einhver kynni að spyrja í þessu samhengi hvað ráði því hvort fólk geti kallast myndlistarmenn eða myndhöggvarar, í ljósi þess að starfsheitin eru ekki lögvernduð. Þannig mætti velta fyrir sér hvort þeir félagar sem stóðu að vinningstillögunni væru með henni ekki orðnir myndlistarmenn? Logi segir að í því samhengi þurfi að skoða samhengi hlutanna. „Það er spurning um bæði forsögu og það sem á eftir kemur. Þetta er arkitektastofa sem hanna listaverk sem hefur af því enga forsögu og kannski enga framtíð í þeim geira. Þetta getur ekki flokkast sem listaverk því þetta er bara hannaður hlutur.“

„Mér finnst augljóst að þetta verði fellt úr gildi“

Logi segir að gagnrýni myndhöggvara snúi í sjálfu sér ekki að verkinu Sjávarmáli heldur að framkvæmd samkeppninnar. „Við höfum ekkert út á verkið sem slíkt að setja og ekki höfunda þess, heldur bara hverngi staðið var að málum. Þetta snýst fyrst og fremst um atvinnutækifæri listamanna sem hafa reynslu og þekkingu af listsköpun, sem arkitektar hafa ekki. Það er líka grundvallaratriði að þegar að opinberir aðilar tiltaka að farið sé eftir samkeppnisreglum SÍM þá jafngildi það ákveðnum gæðastimpli og það sé því miðað að því að starfandi listamenn, með reynslu og menntun, skapi þá list sem sóst er eftir. Það er grundvallaratriðið.“

Eins og greint var frá í frétt Stundarinnar taldi lögfræðingur Myndstefs, sem stjórn Myndhöggvarafélagsins leitaði til, ástæðu til að kæra niðurstöðuna til kærunefndar útboðsmála. Logi undirstrikar að Myndhöggvarafélagið myndi ekki sjálft standa að slíkri kæru enda fáheyrt að félagasamtök standi í slíkum kærumálum. Hins vegar kæmi ekki á óvart þó að einstaklingar, starfandi myndlistarmenn, myndu hugsanlega standa að slíkri kæru.

„Við erum búin að senda þetta erindi á menningarmálaráð, þeir eiga eftir að fjalla um þetta og við sjáum hvað kemur út úr því. Það er ljóst að úrslitin geta ekki staðið. Mér finnst augljóst að þetta verði fellt úr gildi.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár