Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skuldauppgjör Skúla Mogensen: Selur pabba sínum sumarbústaðinn

Ari­on banki heim­il­aði sölu á tveim­ur jörð­um og sum­ar­bú­stað sem voru veð­sett í til­raun­um Skúla til að bjarga WOW air. Bank­inn lán­ar fé­lagi Brynj­ólfs Mo­gensen fyr­ir kaup­un­um og held­ur eft­ir sem áð­ur veð­um í eign­un­um. Skúli Mo­gensen er ánægð­ur að sum­ar­bú­stað­ur­inn verð­ur áfram í fjöl­skyld­unni.

Skuldauppgjör Skúla Mogensen: Selur pabba sínum sumarbústaðinn
Heldur sumarbústaðnum innan fjölskyldunnar Skúli Mogensen fékk heimild Arion banka til að selja jarðir og sumarbústað til föður síns. Mynd: WOWAIR.IS

Skúli Mogensen hefur selt sumarbústað sinn í Hvalfirði og tvær jarðir til félags í eigu föðurs síns. Það fékk Skúli að gera með heimild Arion banka en Skúli veðsetti bankanum umræddar eignir fyrir 160 milljónir króna í september 2018 þegar hann reyndi, án árangurs, að bjarga flugfélaginu WOW air frá falli.

Skúli átti sumarbústað á jörðinni Hvammi, jörðina sjálfa og auk þess jörðina Hvammsvík en jarðirnar tvær liggja saman innarlega í Hvalfirði sunnanverðum.

Ánægður með að sumarbústaðurinn verði áfram innan fjölskyldunnar

Skúli var fáorður um málið þegar Stundin náði tali af honum. „Ég hef ekkert um þetta að segja,“ sagði Skúli.

„Ég er vissulega mjög ánægður með það“ 

Þegar hann var inntur eftir því hvort ekki væri gleðilegt að jarðirnar og sumarbústaðurinn héldust innan fjölskyldunnar svaraði Skúl: „Ég er vissulega mjög ánægður með það og úr því að þú spyrð þá greiddu þau [foreldrar Skúla] töluvert hærra verð en fasteignamat, svo það sé á hreinu.“ 

Fasteignamat jarðanna tveggja og sumarbústaðarins nemur samtals 102 milljónum króna. Þar vegur jörðin Hvammur mest, rúmar 48,5 milljónir króna. Sumarbústaðurinn er metinn á 27,6 milljónir króna og Hvammsvík á 25,8 milljónir króna. 

Þarf að greiða 160 milljónir á tveimur árum

Kaupandi sumarbústaðsins og jarðanna er félagið Flúðir ehf. sem er í eigu Brynjólfs Árna Mogensen, bæklunarlæknis og föður Skúla. Arion banki lánar Flúðum fyrir kaupunum, alls 160 milljónir króna. Af þeirri upphæð er félaginu hins vegar skilt að greiða þegar 35 milljónir króna beint aftur til bankans, auk lántökugjalds og kostnaðar við skjalagerð upp á rúmar 800 þúsund krónur. Eftir sem áður á Arion banka veð í eignunum. Athygli vekur að lánstíminn er óvenju stuttur, aðeins 24 mánuðir. 

Samkvæmt ársreikningi Flúða ehf. fyrir árið 2019 nam hagnaður félagsins það ár tæpum þremur milljónum króna, og byggðist hagnaðurinn því sem næst eingöngu á rekstrartekjum. Eigið fé félagsins í árslok nam rúmum 11,6 milljónum króna. Hvernig félagið hyggst standa skil á láni að upphæð 160 milljónir króna á næstu tveimur árum er því ekki ljóst en miðað við eignir og veltu þess gæti það reynst örðugt.

Gerði allt sem hann gatSkúli Mogensen gerði allt sem hann gat til að bjarga rekstri WOW air og veðsetti meðal annars fasteignir sínar sem Arion banki hefur nú tekið yfir eða haft milligöngu um að selja upp í skuldir hans við bankann.

Veðsetti eignirnar fyrir WOW

Í september árið 2018, þegar Skúl réri lífróður til að reyna að halda flugfélaginu WOW air á floti, veðsetti hann eignir sínar, að öllum líkindum til að fjármagna þátttöku sína í skuldabréfaútboði WOW sem þá stóð yfir og var ætlað til að reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins. Það tókst ekki og WOW fór í þrot 28. mars 2019.

 „Ég setti aleiguna í þennan rekstur.“

Í viðtali við RÚV þegar gjaldþrotið WOW air lá fyrir sagðist Skúli hafa sett allt sitt í flugfélagið til að bjarga því: „Ég setti aleiguna í þennan rekstur.“

Skúli fjárfesti sjálfur í skuldabréfum í félaginu fyrir 770 milljónir króna. Skömmu áður hafði Skúli fengið útgefin tvö tryggingabréf hjá Arion banka alls að upphæð 733 milljónir króna. Öðru tryggingabréfinu var þinglýst á heimili Skúla að Hrólfskálavör á Seltjarnarnesi, upp á 358 milljónir króna. Hinu tryggingabréfinu var þinglýst á aðrar fasteignir í hans eigu, meðal annars umræddan sumarbústað og jarðir.

Hluti af skuldauppgjöri Skúla við bankann

4. september síðastliðinn leysti Arion banki einbýlishús Skúla á Seltjarnarnesi til sín vegna skuldanna sem á því hvíldu eftir veðsetninguna árið 2018.  Sá gjörningur var hluti af skuldauppgjöri Skúla við bankann.

Jarðirnar og sumarbústaðinn í Hvalfirði átti Skúli í gegnum félagið Kotasælu ehf.

Hinn 21. september 2018 var þinglýst kvöðum á eignirnar þess efnis að félaginu væri hvorki heimilt að veðsetja eða selja eignirnar nema fyrir lægi skriflegt samþykki Arion banka. Þetta var gert vegna þess að Skúli veðsetti þessar eignir meðal annars til að taka þátt í skuldabréfaútboði WOW air þá um haustið. Bankinn veitti hins vegar Skúla heimild til að selja eignirnar í september síðastliðnum og er það einnig hluti af skuldauppgjöri Skúla.

Botnlaust tap hjá félögum Skúla

Félag Skúla, Kotasæla, er þá í miklum kröggum en tap félagsins á síðasta ári nam tæpri 271 milljón króna. Það er þó talsvert minna en árið áður, 2018, en þá nam tapið tæpri 421 milljón króna. Tapið á síðasta ári skýrist að langmestu leyti af afskriftum og virðisrýrnun en einu tekjur fyrirtækisins voru húsaleigutekjur upp á tæpar 12 milljónir króna. Eigið fé félagsins í árslok var bókfært rúmar 205 milljónir króna. Það segir hins vegar ekki alla söguna vegna þess að félagið skuldaði þá tengdum aðilum, Skúla sjálfum og öðrum félögum hans, 844 milljónir króna.

Þá tapaði fjárfestingarfélagið Títan, móðurfélag WOW air, tæplega 600 milljónum króna á síðasta ári. Tapið má því sem næst eingöngu rekja til niðurfærslu á kröfum félagsins á hendur öðrum félgöum í eigu Skúla, en hann er einnig einig eigandi Títan. Eigið fé félagsins var í árslok 2019 neikvætt um rúmar 637 milljónir króna.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár