Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skuldauppgjör Skúla Mogensen: Selur pabba sínum sumarbústaðinn

Ari­on banki heim­il­aði sölu á tveim­ur jörð­um og sum­ar­bú­stað sem voru veð­sett í til­raun­um Skúla til að bjarga WOW air. Bank­inn lán­ar fé­lagi Brynj­ólfs Mo­gensen fyr­ir kaup­un­um og held­ur eft­ir sem áð­ur veð­um í eign­un­um. Skúli Mo­gensen er ánægð­ur að sum­ar­bú­stað­ur­inn verð­ur áfram í fjöl­skyld­unni.

Skuldauppgjör Skúla Mogensen: Selur pabba sínum sumarbústaðinn
Heldur sumarbústaðnum innan fjölskyldunnar Skúli Mogensen fékk heimild Arion banka til að selja jarðir og sumarbústað til föður síns. Mynd: WOWAIR.IS

Skúli Mogensen hefur selt sumarbústað sinn í Hvalfirði og tvær jarðir til félags í eigu föðurs síns. Það fékk Skúli að gera með heimild Arion banka en Skúli veðsetti bankanum umræddar eignir fyrir 160 milljónir króna í september 2018 þegar hann reyndi, án árangurs, að bjarga flugfélaginu WOW air frá falli.

Skúli átti sumarbústað á jörðinni Hvammi, jörðina sjálfa og auk þess jörðina Hvammsvík en jarðirnar tvær liggja saman innarlega í Hvalfirði sunnanverðum.

Ánægður með að sumarbústaðurinn verði áfram innan fjölskyldunnar

Skúli var fáorður um málið þegar Stundin náði tali af honum. „Ég hef ekkert um þetta að segja,“ sagði Skúli.

„Ég er vissulega mjög ánægður með það“ 

Þegar hann var inntur eftir því hvort ekki væri gleðilegt að jarðirnar og sumarbústaðurinn héldust innan fjölskyldunnar svaraði Skúl: „Ég er vissulega mjög ánægður með það og úr því að þú spyrð þá greiddu þau [foreldrar Skúla] töluvert hærra verð en fasteignamat, svo það sé á hreinu.“ 

Fasteignamat jarðanna tveggja og sumarbústaðarins nemur samtals 102 milljónum króna. Þar vegur jörðin Hvammur mest, rúmar 48,5 milljónir króna. Sumarbústaðurinn er metinn á 27,6 milljónir króna og Hvammsvík á 25,8 milljónir króna. 

Þarf að greiða 160 milljónir á tveimur árum

Kaupandi sumarbústaðsins og jarðanna er félagið Flúðir ehf. sem er í eigu Brynjólfs Árna Mogensen, bæklunarlæknis og föður Skúla. Arion banki lánar Flúðum fyrir kaupunum, alls 160 milljónir króna. Af þeirri upphæð er félaginu hins vegar skilt að greiða þegar 35 milljónir króna beint aftur til bankans, auk lántökugjalds og kostnaðar við skjalagerð upp á rúmar 800 þúsund krónur. Eftir sem áður á Arion banka veð í eignunum. Athygli vekur að lánstíminn er óvenju stuttur, aðeins 24 mánuðir. 

Samkvæmt ársreikningi Flúða ehf. fyrir árið 2019 nam hagnaður félagsins það ár tæpum þremur milljónum króna, og byggðist hagnaðurinn því sem næst eingöngu á rekstrartekjum. Eigið fé félagsins í árslok nam rúmum 11,6 milljónum króna. Hvernig félagið hyggst standa skil á láni að upphæð 160 milljónir króna á næstu tveimur árum er því ekki ljóst en miðað við eignir og veltu þess gæti það reynst örðugt.

Gerði allt sem hann gatSkúli Mogensen gerði allt sem hann gat til að bjarga rekstri WOW air og veðsetti meðal annars fasteignir sínar sem Arion banki hefur nú tekið yfir eða haft milligöngu um að selja upp í skuldir hans við bankann.

Veðsetti eignirnar fyrir WOW

Í september árið 2018, þegar Skúl réri lífróður til að reyna að halda flugfélaginu WOW air á floti, veðsetti hann eignir sínar, að öllum líkindum til að fjármagna þátttöku sína í skuldabréfaútboði WOW sem þá stóð yfir og var ætlað til að reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins. Það tókst ekki og WOW fór í þrot 28. mars 2019.

 „Ég setti aleiguna í þennan rekstur.“

Í viðtali við RÚV þegar gjaldþrotið WOW air lá fyrir sagðist Skúli hafa sett allt sitt í flugfélagið til að bjarga því: „Ég setti aleiguna í þennan rekstur.“

Skúli fjárfesti sjálfur í skuldabréfum í félaginu fyrir 770 milljónir króna. Skömmu áður hafði Skúli fengið útgefin tvö tryggingabréf hjá Arion banka alls að upphæð 733 milljónir króna. Öðru tryggingabréfinu var þinglýst á heimili Skúla að Hrólfskálavör á Seltjarnarnesi, upp á 358 milljónir króna. Hinu tryggingabréfinu var þinglýst á aðrar fasteignir í hans eigu, meðal annars umræddan sumarbústað og jarðir.

Hluti af skuldauppgjöri Skúla við bankann

4. september síðastliðinn leysti Arion banki einbýlishús Skúla á Seltjarnarnesi til sín vegna skuldanna sem á því hvíldu eftir veðsetninguna árið 2018.  Sá gjörningur var hluti af skuldauppgjöri Skúla við bankann.

Jarðirnar og sumarbústaðinn í Hvalfirði átti Skúli í gegnum félagið Kotasælu ehf.

Hinn 21. september 2018 var þinglýst kvöðum á eignirnar þess efnis að félaginu væri hvorki heimilt að veðsetja eða selja eignirnar nema fyrir lægi skriflegt samþykki Arion banka. Þetta var gert vegna þess að Skúli veðsetti þessar eignir meðal annars til að taka þátt í skuldabréfaútboði WOW air þá um haustið. Bankinn veitti hins vegar Skúla heimild til að selja eignirnar í september síðastliðnum og er það einnig hluti af skuldauppgjöri Skúla.

Botnlaust tap hjá félögum Skúla

Félag Skúla, Kotasæla, er þá í miklum kröggum en tap félagsins á síðasta ári nam tæpri 271 milljón króna. Það er þó talsvert minna en árið áður, 2018, en þá nam tapið tæpri 421 milljón króna. Tapið á síðasta ári skýrist að langmestu leyti af afskriftum og virðisrýrnun en einu tekjur fyrirtækisins voru húsaleigutekjur upp á tæpar 12 milljónir króna. Eigið fé félagsins í árslok var bókfært rúmar 205 milljónir króna. Það segir hins vegar ekki alla söguna vegna þess að félagið skuldaði þá tengdum aðilum, Skúla sjálfum og öðrum félögum hans, 844 milljónir króna.

Þá tapaði fjárfestingarfélagið Títan, móðurfélag WOW air, tæplega 600 milljónum króna á síðasta ári. Tapið má því sem næst eingöngu rekja til niðurfærslu á kröfum félagsins á hendur öðrum félgöum í eigu Skúla, en hann er einnig einig eigandi Títan. Eigið fé félagsins var í árslok 2019 neikvætt um rúmar 637 milljónir króna.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár