Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

174. spurningaþraut: Hvaða munstur er þetta, spjótkastarar, jarðgöng og kvikmyndin Fargo

174. spurningaþraut: Hvaða munstur er þetta, spjótkastarar, jarðgöng og kvikmyndin Fargo

Þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning númer eitt:

Hvaða munstur er þetta á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar tíu af öllu tagi:

1.   Hver á Íslandsmetið í spjótkasti kvenna?

2.   En karla?

3.   Hverrar þjóðar var Nóbelsverðlaunahöfundurinn Sigrid Undset?

4.   Þekktasta verk Undset er þriggja binda skáldsaga þar sem segir frá konu einni á miðöldum og lífi hennar er fylgt frá fæðingu til dauða. Bindin þrjú heita Kransinn, Eiginkonan og Krossinn. Saman ber verkið hins vegar nafn aðalsögupersónunnar. Hvað heitir persónan og þar með bókin í heild líka?

5.   Hver eru lengstu samfelldu jarðgöng á Íslandi? Hér er átt við göng sem ætluð eru til aksturs.

6.   Hver var dóms- og kirkjumálaráðherra og einnig mennntamálaráðherra frá 1979 til 1980?

7.   Hvað heitir stærsta stöðuvatn í Evrópu, ef Kaspíhaf er ekki talið með?

8.   Kvikmyndin Fargo verður aldarfjórðungs gömul á næsta ári. Myndin þykir uppfull af mjög hráslagalegum og lymskufullum húmor. Hver er leikstjóri hennar?

9.   Hvaða íslenska bíómynd fékk verðlaun sem besta myndin á nýafstöðnum Eddu-verðlaunum?

10.   Hrunið 2008 hófst þegar stjórnarformaður Glitnis banka gekk á fund Seðlabanka Íslands og bað um einhvers konar neyðaraðstoð. Hvað heitir sá stjórnarformaður?

***

Aukaspurning númer tvö:

Hvað kallast skýin sem sjást á þessari glæsilegu mynd Steinu Matt?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ásdís Hjálmsdóttir.

2.   Einar Vilhjálmsson.

3.   Hún var norsk.

4.   Kristín Lavrantsdóttir.

5.   Vestfjarðagöng undir Breiðadals- og Botnsheiði milli Skutulsfjarðar (sem Ísafjörður stendur við), Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Segja má að Héðinsfjarðargöng séu lengri en þau eru ekki óslitin.

6.   Vilmundur Gylfason.

7.   Ladoga.

8.   Coen-bræðurnir.

9.   Agnes Joy.

10.   Þorsteinn Már Baldvinsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Mynstrið á efstu myndinni er það sem prýtt hefur kápur á bókum Halldórs Laxness í áratugi og gerir enn eftir því sem ég best veit.

Skýin á neðri myndinni eru aftur á móti klósigar.

***

Þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár