Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

174. spurningaþraut: Hvaða munstur er þetta, spjótkastarar, jarðgöng og kvikmyndin Fargo

174. spurningaþraut: Hvaða munstur er þetta, spjótkastarar, jarðgöng og kvikmyndin Fargo

Þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning númer eitt:

Hvaða munstur er þetta á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar tíu af öllu tagi:

1.   Hver á Íslandsmetið í spjótkasti kvenna?

2.   En karla?

3.   Hverrar þjóðar var Nóbelsverðlaunahöfundurinn Sigrid Undset?

4.   Þekktasta verk Undset er þriggja binda skáldsaga þar sem segir frá konu einni á miðöldum og lífi hennar er fylgt frá fæðingu til dauða. Bindin þrjú heita Kransinn, Eiginkonan og Krossinn. Saman ber verkið hins vegar nafn aðalsögupersónunnar. Hvað heitir persónan og þar með bókin í heild líka?

5.   Hver eru lengstu samfelldu jarðgöng á Íslandi? Hér er átt við göng sem ætluð eru til aksturs.

6.   Hver var dóms- og kirkjumálaráðherra og einnig mennntamálaráðherra frá 1979 til 1980?

7.   Hvað heitir stærsta stöðuvatn í Evrópu, ef Kaspíhaf er ekki talið með?

8.   Kvikmyndin Fargo verður aldarfjórðungs gömul á næsta ári. Myndin þykir uppfull af mjög hráslagalegum og lymskufullum húmor. Hver er leikstjóri hennar?

9.   Hvaða íslenska bíómynd fékk verðlaun sem besta myndin á nýafstöðnum Eddu-verðlaunum?

10.   Hrunið 2008 hófst þegar stjórnarformaður Glitnis banka gekk á fund Seðlabanka Íslands og bað um einhvers konar neyðaraðstoð. Hvað heitir sá stjórnarformaður?

***

Aukaspurning númer tvö:

Hvað kallast skýin sem sjást á þessari glæsilegu mynd Steinu Matt?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ásdís Hjálmsdóttir.

2.   Einar Vilhjálmsson.

3.   Hún var norsk.

4.   Kristín Lavrantsdóttir.

5.   Vestfjarðagöng undir Breiðadals- og Botnsheiði milli Skutulsfjarðar (sem Ísafjörður stendur við), Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Segja má að Héðinsfjarðargöng séu lengri en þau eru ekki óslitin.

6.   Vilmundur Gylfason.

7.   Ladoga.

8.   Coen-bræðurnir.

9.   Agnes Joy.

10.   Þorsteinn Már Baldvinsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Mynstrið á efstu myndinni er það sem prýtt hefur kápur á bókum Halldórs Laxness í áratugi og gerir enn eftir því sem ég best veit.

Skýin á neðri myndinni eru aftur á móti klósigar.

***

Þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu