Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

172. spurningaþraut: Dularfull stjórnleysingjasamtök, dularfull glæpasaga, dularfullur byltingarleiðtogi og fleira dularfullt

172. spurningaþraut: Dularfull stjórnleysingjasamtök, dularfull glæpasaga, dularfullur byltingarleiðtogi og fleira dularfullt

Gærdagsþrautin, hér er hún.

***

Aukaspurning nr. 1:

Hvaða íslenski myndlistarmaður skyldi hafa málað málverkið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Rami Malek heitir bandarískur leikari af egifskum ættum sem sló í gegn í hlutverki Freddie Mercury í bíómynd um ævi söngvarans knáa. En Malek hefur líka vakið lukku í sjónvarpsþáttaröð vestanhafs þar sem hann leikur tölvumann, sem kemst í kynni við dularfull stjórnleysingjasamtök sem virðast skera upp herör gegn kapítalisma og eftirlitssamfélagi nútímans. Hvað heita þessir sjónvarpsþættir?

2.   Hvað heitir höfuðstaður Grænlands?

3.   Hvaða fyrrverandi ráðherra vann um daginn verðlaun fyrir spennusögu sem heitir Sykur?

4.   Hver lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur sem frumsýnd var í fyrra?

5.   Nöfn fjögurra af ríkjum Bandaríkjanna byrja á bókstafnum W. Nefnið að minnsta kosti tvö þeirra.

6.   Hvað hét sú persóna í sögunum um Múmínálfana sem var besti vinur Múmínsnáðans? Þessi persóna bar býsna stóran hatt og spilaði gjarnan á munnhörpu?

7.   Hvað fékk glataði sonurinn í matinn þegar hann sneri heim?

8.   Fáar konur voru í fremstu röð rússneskra kommúnista þegar þeir rændu völdum 1917 og settu Sovétríkin á stofn. Þeirra helst var líklega Nadezhda Konstantinovna Krupskaya. Þegar Jósef Stalín hóf síðar að ryðja úr vegi öllum gömlu kommúnistaforingjunum í hreinsunum miklu, þá dirfðist hann ekki að hrófla við Krupskayu. Hvers vegna ekki?

9.   Hvað þýðir Th-ið í nafni Guðna Th. Jóhannessonar forseta?

10.   Listahópur einn er til suður í Reykjavík. Fjöldi þeirra sem taka þátt á hverjum tíma mun vera örlítið á reiki, en það voru að sögn þær Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Kolfinna Nikulásdóttir sem höfðu frumkvæði að því að kalla hópinn saman árið 2013. Hvað kallast hópurinn?

***

Aukaspurning nr. 2:

Hver er maðurinn til hægri sem aðeins sést hluti af?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Mr. Robot.

2.   Nuuk.

3.   Katrín Júlíusdóttir.

4.   Ingvar Sigurðsson.

5.   Washington, West Virginia, Wyoming og Wisconsin.

6.   Snúður.

7.   Kálfakjöt.

8.   Því hún var ekkja byltingarleiðtogans Leníns.

9.   Thorlacius.

10.  Reykjavíkurdætur.

***

Svör við aukaspurningum:

Númer 1: Íslenski málarinn er Helgi Þorgils Friðjónsson.

Númer 2: Maðurinn á Kínamúrnum er Richard Nixon þáverandi Bandaríkjaforseti í frægri Kínaheimsókn sinni árið 1972.

Hér til hliðar má einmitt sjá stærri hluta af þessari sömu mynd.

***

Og loks aftur gærdagsþrautin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu