Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

172. spurningaþraut: Dularfull stjórnleysingjasamtök, dularfull glæpasaga, dularfullur byltingarleiðtogi og fleira dularfullt

172. spurningaþraut: Dularfull stjórnleysingjasamtök, dularfull glæpasaga, dularfullur byltingarleiðtogi og fleira dularfullt

Gærdagsþrautin, hér er hún.

***

Aukaspurning nr. 1:

Hvaða íslenski myndlistarmaður skyldi hafa málað málverkið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Rami Malek heitir bandarískur leikari af egifskum ættum sem sló í gegn í hlutverki Freddie Mercury í bíómynd um ævi söngvarans knáa. En Malek hefur líka vakið lukku í sjónvarpsþáttaröð vestanhafs þar sem hann leikur tölvumann, sem kemst í kynni við dularfull stjórnleysingjasamtök sem virðast skera upp herör gegn kapítalisma og eftirlitssamfélagi nútímans. Hvað heita þessir sjónvarpsþættir?

2.   Hvað heitir höfuðstaður Grænlands?

3.   Hvaða fyrrverandi ráðherra vann um daginn verðlaun fyrir spennusögu sem heitir Sykur?

4.   Hver lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur sem frumsýnd var í fyrra?

5.   Nöfn fjögurra af ríkjum Bandaríkjanna byrja á bókstafnum W. Nefnið að minnsta kosti tvö þeirra.

6.   Hvað hét sú persóna í sögunum um Múmínálfana sem var besti vinur Múmínsnáðans? Þessi persóna bar býsna stóran hatt og spilaði gjarnan á munnhörpu?

7.   Hvað fékk glataði sonurinn í matinn þegar hann sneri heim?

8.   Fáar konur voru í fremstu röð rússneskra kommúnista þegar þeir rændu völdum 1917 og settu Sovétríkin á stofn. Þeirra helst var líklega Nadezhda Konstantinovna Krupskaya. Þegar Jósef Stalín hóf síðar að ryðja úr vegi öllum gömlu kommúnistaforingjunum í hreinsunum miklu, þá dirfðist hann ekki að hrófla við Krupskayu. Hvers vegna ekki?

9.   Hvað þýðir Th-ið í nafni Guðna Th. Jóhannessonar forseta?

10.   Listahópur einn er til suður í Reykjavík. Fjöldi þeirra sem taka þátt á hverjum tíma mun vera örlítið á reiki, en það voru að sögn þær Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Kolfinna Nikulásdóttir sem höfðu frumkvæði að því að kalla hópinn saman árið 2013. Hvað kallast hópurinn?

***

Aukaspurning nr. 2:

Hver er maðurinn til hægri sem aðeins sést hluti af?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Mr. Robot.

2.   Nuuk.

3.   Katrín Júlíusdóttir.

4.   Ingvar Sigurðsson.

5.   Washington, West Virginia, Wyoming og Wisconsin.

6.   Snúður.

7.   Kálfakjöt.

8.   Því hún var ekkja byltingarleiðtogans Leníns.

9.   Thorlacius.

10.  Reykjavíkurdætur.

***

Svör við aukaspurningum:

Númer 1: Íslenski málarinn er Helgi Þorgils Friðjónsson.

Númer 2: Maðurinn á Kínamúrnum er Richard Nixon þáverandi Bandaríkjaforseti í frægri Kínaheimsókn sinni árið 1972.

Hér til hliðar má einmitt sjá stærri hluta af þessari sömu mynd.

***

Og loks aftur gærdagsþrautin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár