Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

168. spurningaþraut: Vambir, simpansar, hákarlar og gervihnettir

168. spurningaþraut: Vambir, simpansar, hákarlar og gervihnettir

Hérna þá, hér er þrautin frá í gær.

***

Aukaspurning fyrst, sú fyrri.

Á myndinni að ofan má sjá senu úr leikriti einu heimsfrægu. Það var í þetta sinn sett upp í Bandaríkjunum fyrir tveim árum. Hvað leikrit má ætla að um hafi verið að ræða?

***

Aðalspurningar.

1.   Hvað heitir stærsta hákarlategundin sem nú lifir í sjónum?

2.   Hversu mikið af erfðaefninu DNA er sameiginlegt með mönnum og simpönsum – í prósentum? Hér eru ekki gefin nein skekkjumörk.

3.   Hvað hét fyrsti gervihnötturinn sem Sovétmenn skutu út í geiminn?

4.   Hvaða ár var það?

5.   Vömb, keppur, laki og vinstur. Hvað er þetta?

6.   Hvað heitir konan sem söng á sínum tíma með hljómsveit Ólafs Gauks og gerðist síðar vinsæll útvarpsmaður?

7.   Cliff Huxtable var vinsæll fæðingarlæknir vestur í Bandaríkjunum á árunum 1984-1992. Eða réttara sagt, hann var persóna í vinsælum sjónvarpsþætti. Hver lék þennan geðþekka fæðingarlækni?

8.   Ópillaðir kindaristlar eru ristir eftir endilöngu, skafnir, þvegnir og lagðir í saltvatn um tíma. Þeim er síðan vafið utan um kjötstrengil, alltaf lundir í fyrri tíð en eftir að farið var að selja kjötskrokka í kaupstað var oft haft annað kjötmeti með. Utan um vafninginn var langoftast saumuð þind, en það gat líka verið magáll eða vömb. Vafningurinn er soðinn og fergður meðan hann er að kólna. Þessi réttur er stundum borðaður nýr en oftast súr en þó tíðkast sums staðar að salta hann og reykja. Hvað heitir þessi geðslegi réttur?

9.   Hversu mörg börn eiga þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid saman?

10.   Í hvaða byggingu var Leikfélag Reykjavíkur til húsa í áratugi áður en það flutti í hið núverandi Borgarleikhús?

***

Og seinni aukaspurning:

Hver er þessi karl á myndinni að neðan? Það er reyndar ekki víst að margir þekki hann sjálfan en flestir kannast á hinn bóginn við náinn ættingja hans.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hvalháfur.

2.   98 prósent.

3.   Spútnik.

4.   1957.

5.   Hólf í maga jórturdýra.

6.   Svanhildur Jakobsdóttir.

7.   Bill Cosby.

8.   Lundabaggar. 

9.   Fjögur. Þar að auki á Guðni eina dóttur með fyrri eiginkonu sinni.

10.   Iðnó við Tjörnina.

***

Svör við aukaspurningum.

Myndin efst er úr nýlegri uppsetningu á leikritinu Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett.

Maðurinn á neðri myndinni er Fred Trump (1905-1999), faðir Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna.

Hér til hliðar má einmitt sjá þá feðga saman á mynd.

Ekki er nauðsynlegt að vita að Fred hét Fred, heldur dugar að hafa áttað sig á að þarna var um að ræða föður „the Donalds“.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu