Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

168. spurningaþraut: Vambir, simpansar, hákarlar og gervihnettir

168. spurningaþraut: Vambir, simpansar, hákarlar og gervihnettir

Hérna þá, hér er þrautin frá í gær.

***

Aukaspurning fyrst, sú fyrri.

Á myndinni að ofan má sjá senu úr leikriti einu heimsfrægu. Það var í þetta sinn sett upp í Bandaríkjunum fyrir tveim árum. Hvað leikrit má ætla að um hafi verið að ræða?

***

Aðalspurningar.

1.   Hvað heitir stærsta hákarlategundin sem nú lifir í sjónum?

2.   Hversu mikið af erfðaefninu DNA er sameiginlegt með mönnum og simpönsum – í prósentum? Hér eru ekki gefin nein skekkjumörk.

3.   Hvað hét fyrsti gervihnötturinn sem Sovétmenn skutu út í geiminn?

4.   Hvaða ár var það?

5.   Vömb, keppur, laki og vinstur. Hvað er þetta?

6.   Hvað heitir konan sem söng á sínum tíma með hljómsveit Ólafs Gauks og gerðist síðar vinsæll útvarpsmaður?

7.   Cliff Huxtable var vinsæll fæðingarlæknir vestur í Bandaríkjunum á árunum 1984-1992. Eða réttara sagt, hann var persóna í vinsælum sjónvarpsþætti. Hver lék þennan geðþekka fæðingarlækni?

8.   Ópillaðir kindaristlar eru ristir eftir endilöngu, skafnir, þvegnir og lagðir í saltvatn um tíma. Þeim er síðan vafið utan um kjötstrengil, alltaf lundir í fyrri tíð en eftir að farið var að selja kjötskrokka í kaupstað var oft haft annað kjötmeti með. Utan um vafninginn var langoftast saumuð þind, en það gat líka verið magáll eða vömb. Vafningurinn er soðinn og fergður meðan hann er að kólna. Þessi réttur er stundum borðaður nýr en oftast súr en þó tíðkast sums staðar að salta hann og reykja. Hvað heitir þessi geðslegi réttur?

9.   Hversu mörg börn eiga þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid saman?

10.   Í hvaða byggingu var Leikfélag Reykjavíkur til húsa í áratugi áður en það flutti í hið núverandi Borgarleikhús?

***

Og seinni aukaspurning:

Hver er þessi karl á myndinni að neðan? Það er reyndar ekki víst að margir þekki hann sjálfan en flestir kannast á hinn bóginn við náinn ættingja hans.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hvalháfur.

2.   98 prósent.

3.   Spútnik.

4.   1957.

5.   Hólf í maga jórturdýra.

6.   Svanhildur Jakobsdóttir.

7.   Bill Cosby.

8.   Lundabaggar. 

9.   Fjögur. Þar að auki á Guðni eina dóttur með fyrri eiginkonu sinni.

10.   Iðnó við Tjörnina.

***

Svör við aukaspurningum.

Myndin efst er úr nýlegri uppsetningu á leikritinu Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett.

Maðurinn á neðri myndinni er Fred Trump (1905-1999), faðir Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna.

Hér til hliðar má einmitt sjá þá feðga saman á mynd.

Ekki er nauðsynlegt að vita að Fred hét Fred, heldur dugar að hafa áttað sig á að þarna var um að ræða föður „the Donalds“.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár