Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

167. spurningaþraut: „Frankly, my dear, I don't give a damn.“

167. spurningaþraut: „Frankly, my dear, I don't give a damn.“

Klikkið hér og þá birtist – eins og fyrir töfra - þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning.

Skýringamyndin hér að ofan sýnir eitt frægasta markið og glæsilegasta markið sem skorað hefur verið í lokakeppni HM í fótbolta karla. Þar endaði glæsileg uppbygging með því að bakvörðurinn Carlos Alberto skoraði með dúndurskoti. Hvaða ár var þetta mark skorað?

***

Aðalspurning:

1.   Í hvaða frægu kvikmynd er lokaniðurstaðan þessi: „Frankly, my dear, I don't give a damn.“

2.   Og hvað heitir persónan sem er ávörpuð sem „my dear“ í þessu tilfelli?

3.   Tígrisdýr og ljón eru stærstu núlifandi kattardýrin. Hvaða kattartegund er í þriðja sæti að stærð og þyngd?

4.   Hver var forsætisráðherra Breta þegar atkvæðagreiðslan um Brexit fór fram?

5.   Akkiles hét hetja ein í Grikklandi hinu forna, eða svo herma sögur að minnsta kosti. Móðir hans hafði búið svo um hnúta að hann varð eigi vopnbitinn nema á einum stað á kroppnum. Hvaða staður var það?

6.   Marius hét rómverskur pólitíkus og herforingi sem kom mjög við sögu í fyrstu umferð borgarastyrjaldanna í Róm á fyrstu öld fyrir Krist. Hann taldist fulltrúi alþýðunnar og átti í mikilli keppni við auðmann einn mikinn, sem fór að lokum með sigur af hólmi og varð einræðisherra um skeið. Hvað hét auðmaður þessi?

7.    „Black Widow“ eða „Svarta ekkjan“ heitir persóna ein sem birtist reglulega í amerískum ofurhetjumyndum þessi árin. Hver leikur hana?

8.   Hvað heitir fjörðurinn sem gengur inn úr Faxaflóa og nær í raun allt frá mynni Hvalfjarðar og að Reykjavík og Seltjarnarnesi?

9.   Linda Pétursdóttir alheimsfegurðardrottning 1988 fæddist á Húsavík en ólst að mestu upp á öðrum stað á landinu. Hvar var það?

10.   Hvað heitir formaður verkalýðsfélagsins VR?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir kvenpersónan sem sést á myndinni hér að neðan? Hún hefur oft verið túlkuð í bíói og sjónvarpi og sést hér í kvikmynd frá Disney-fyrirtækinu.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Á hverfanda hveli, eða Gone With the Wind.

2.   Scarlett O'Hara.

3.   Jagúar. Hlébarði er að sjálfsögðu ekki rétt, enda allt önnur tegund þótt hlébarðar og jagúarar séu líkir í útliti.

4.   Cameron.

5.   Hællinn.

6.   Sulla.

7.   Scarlett Johansen.

8.   Kollafjörður.

9.   Vopnafirði.

10.   Ragnar Þór Ingólfsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Carlos Alberto skoraði sitt glæsilega mark árið 1970 í úrslitaleik HM í Mexíkó. Þetta var fjórða og síðasta markið í 4-1 sigri Brasilíumanna á Ítölum.

Á hlekknum hér að neðan má sjá hann spjalla um markið sitt:

Persónan er svo mærin Marían eða Maríanna sem Hrói höttur er einlægt svo skotinn í.

***

Og aptur er hér hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár