Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

167. spurningaþraut: „Frankly, my dear, I don't give a damn.“

167. spurningaþraut: „Frankly, my dear, I don't give a damn.“

Klikkið hér og þá birtist – eins og fyrir töfra - þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning.

Skýringamyndin hér að ofan sýnir eitt frægasta markið og glæsilegasta markið sem skorað hefur verið í lokakeppni HM í fótbolta karla. Þar endaði glæsileg uppbygging með því að bakvörðurinn Carlos Alberto skoraði með dúndurskoti. Hvaða ár var þetta mark skorað?

***

Aðalspurning:

1.   Í hvaða frægu kvikmynd er lokaniðurstaðan þessi: „Frankly, my dear, I don't give a damn.“

2.   Og hvað heitir persónan sem er ávörpuð sem „my dear“ í þessu tilfelli?

3.   Tígrisdýr og ljón eru stærstu núlifandi kattardýrin. Hvaða kattartegund er í þriðja sæti að stærð og þyngd?

4.   Hver var forsætisráðherra Breta þegar atkvæðagreiðslan um Brexit fór fram?

5.   Akkiles hét hetja ein í Grikklandi hinu forna, eða svo herma sögur að minnsta kosti. Móðir hans hafði búið svo um hnúta að hann varð eigi vopnbitinn nema á einum stað á kroppnum. Hvaða staður var það?

6.   Marius hét rómverskur pólitíkus og herforingi sem kom mjög við sögu í fyrstu umferð borgarastyrjaldanna í Róm á fyrstu öld fyrir Krist. Hann taldist fulltrúi alþýðunnar og átti í mikilli keppni við auðmann einn mikinn, sem fór að lokum með sigur af hólmi og varð einræðisherra um skeið. Hvað hét auðmaður þessi?

7.    „Black Widow“ eða „Svarta ekkjan“ heitir persóna ein sem birtist reglulega í amerískum ofurhetjumyndum þessi árin. Hver leikur hana?

8.   Hvað heitir fjörðurinn sem gengur inn úr Faxaflóa og nær í raun allt frá mynni Hvalfjarðar og að Reykjavík og Seltjarnarnesi?

9.   Linda Pétursdóttir alheimsfegurðardrottning 1988 fæddist á Húsavík en ólst að mestu upp á öðrum stað á landinu. Hvar var það?

10.   Hvað heitir formaður verkalýðsfélagsins VR?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir kvenpersónan sem sést á myndinni hér að neðan? Hún hefur oft verið túlkuð í bíói og sjónvarpi og sést hér í kvikmynd frá Disney-fyrirtækinu.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Á hverfanda hveli, eða Gone With the Wind.

2.   Scarlett O'Hara.

3.   Jagúar. Hlébarði er að sjálfsögðu ekki rétt, enda allt önnur tegund þótt hlébarðar og jagúarar séu líkir í útliti.

4.   Cameron.

5.   Hællinn.

6.   Sulla.

7.   Scarlett Johansen.

8.   Kollafjörður.

9.   Vopnafirði.

10.   Ragnar Þór Ingólfsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Carlos Alberto skoraði sitt glæsilega mark árið 1970 í úrslitaleik HM í Mexíkó. Þetta var fjórða og síðasta markið í 4-1 sigri Brasilíumanna á Ítölum.

Á hlekknum hér að neðan má sjá hann spjalla um markið sitt:

Persónan er svo mærin Marían eða Maríanna sem Hrói höttur er einlægt svo skotinn í.

***

Og aptur er hér hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár