Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

166. spurningaþraut: Amerískur fótbolti, Harry Potter, Sadio Mané og Svínshöfuð

166. spurningaþraut: Amerískur fótbolti, Harry Potter, Sadio Mané og Svínshöfuð

Þrautin frá í gær er hér, ef þið eigið hana eftir!

***

Fyrri aukaspurning.

Myndin hér að ofan sýnir málverk eftir þýska impressjónistann Max Liebermann (1847-1935). Hvað heitir karlmaðurinn sem á málverkinu sést?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver er oftast sagður hafa verið fyrsti lögsögumaður íslenska þjóðveldisins, þótt hann hafi raunar ekki þulið lögin á sjálfum Þingvöllum?

2.   Nýlega var tilkynnt – fáeinum til mikillar sorgar – að frumsýningu á nýrri James Bond-mynd yrði frestað fram í apríl á næsta ári vegna kórónuveirufaraldursins. Þá verða sex ár frá sýningu síðustu Bond-myndar. Hvað hét Bond-myndin sem frumsýnd var 2015?

3.   Snemma á 20. öld deildu tveir Bandaríkjamenn hart um það hvor þeirra hefði unnið tiltekið afrek, fyrstur manna. Þeir hétu Frederick Cook og Robert Peary. Hvaða afrek deildu þeir um?

4.   Hinn svokallaði „ameríski fótbolti“ mun vera vinsælasta íþróttin í Bandaríkjunum. Hver leikur tekur 60 mínútur en sífellt er verið að stoppa hann til að stilla upp á ný og skera úr um vafaatriði. Hversu lengi er boltinn í leik að meðaltali í leikjum á hæsta kalíberi? Hér má muna 4 mínútum til eða frá.

5.   Í bókinni Harry Potter og eldbikarinn eftir J.K.Rowling stendur hinn ungi Potter frammi fyrir þeirri þraut að komast framhjá einum ógurlegasta dreka sem til er í töfraveröldinni. Honum tekst það en við hvaða Evrópuland er drekinn hræðilegi kenndur?

6.   Hver er háskólamenntun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra?

7.   Hvað heitir höfuðborgin í Luxemburg?

8.   Hver skrifaði skáldsöguna Svínshöfuð?

9.   Frá hvaða landi er fótboltamaðurinn Sadio Mané?

10.   Í námunda við hvaða þéttbýlisstað á Íslandi er fjallið Þorbjörn?

***

Síðari aukaspurning:

Hvað heitir sú íslenska jurt sem ber þau blóm, er sjást hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Úlfljótur.

2.   Spectre.

3.   Þeir deildu um hvor hefði stýrt fyrsta leiðangrinum á norðurpólinn.

4.   11 mínútur, svo rétt telst vera allt frá 7 mínútum til 15.

5.   Ungverjalandi.

6.   Hún er menntuð í almennum málvísindum og íslensku. „Íslenska“ dugar alveg sem rétt svar. Svandís var í mörg ár viðriðin kennslu í táknmálsfræðum og -túlkun en hefur, eftir því sem best verður lesið af síðunni alþingi.is, ekki sérstaka háskólamenntun á því sviði. Þar eð hún var kennslustjóri í táknmálsfræðum við Háskóla Íslands í nokkur ár úrskurða ég þó að „táknmálsfræði“ teljist líka rétt.

7.   Luxemburg.

8.   Bergþóra Snæbjörnsdóttir.

9.   Senegal.

10.   Grindavík.   

***

Svar við fyrri aukaspurningu:

Hann heitir Samson. Myndin lýsir Biblíusögunni um heljarmennið Samson sem játaði á viðkvæmri stundu fyrir hasarkvendinu Delælu að leyndarmálið um ótrúlegan styrk hans lægi í hárinu. Hún var á snærum óvina hans Filistea og lét klippa af honum hárið þegar hann var sofnaður.

Svar við seinni aukaspurningu:

Blágresi.

***

Og lox aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
1
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
9
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
2
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár