Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gerður Helgadóttir út frá feminískri listfræði

Hanna Guð­laug Guð­munds­dótt­ir, list­fræð­ing­ur, fjall­ar um ýmsa þætti í list­ferli Gerð­ar Helga­dótt­ur með fem­in­ískri nálg­un.

Stundin sendir út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi. Að þessu sinni mun Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, listfræðingur, fjalla um ýmsa þætti í listferli Gerðar Helgadóttur með feminískri nálgun. 

Streymið hefst kl. 16:00 og verður aðgengilegt í þessari frétt og á Facebook-síðum Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi. Upptaka verður tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Gerðasafni um viðburðinn:

Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, listfræðingur, fjallar um ýmsa þætti í listferli Gerðar Helgadóttur með feminískri nálgun. Erindið fer fram í Salnum í Kópavogi.

Feminísk listfræði (e. Feminist art history) á sér hálfrar aldar sögu. Upphafið má rekja til þeirrar viðleitni að varpa ljósi á listsköpun myndlistarkvenna og að sama skapi, þeirrar tilhneigingar að þagga niður framlag þeirra í karllægri listasögu. Í dag er Gerðar minnst sem merkrar myndlistarkonu í íslenskri listasögu sem naut viðurkenningar á erlendum og innlendum vettvangi á starfsferli sínum; er hún þá undantekningin sem sannar regluna þegar kemur að orðræðu um myndlistarkonur og framlagi þeirra? Hvernig var orðræðan um Gerði Helgadóttur hérlendis á sjötta áratugnum fram til 1975 ? Var hún álitin „meistari“ á sama hátt og starfsbræður hennar í myndlistinni?

Hanna Guðlaug hefur unnið sem listfræðingur á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, kennt listfræði við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, verið fagstjóri í listfræði við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, ritað greinar og bókarkafla, haldið fyrirlestra hérlendis og erlendis og lauk fyrri hluta doktorsprófs í listfræði frá Sorbonne háskólanum í París árið 2013 (DEA). Hanna Guðlaug er nú í doktorsnámi við Háskóla Íslands og er viðfangsefnið að greina opinbera orðræðu um myndlist á Íslandi (frá lokum 19. aldar til 1960), með tilliti til kyngervis og feminískrar (kynjafræðilegrar) greiningar.

Sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi Gerðar er leiðarstef í starfsemi Gerðarsafns sem einnig endurspeglar stöðu þess sem eina listasafn landsins stofnað til heiðurs listakonu.

Erindið er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Héraðsskjalasafn og Salurinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menning á miðvikudögum

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár