„Gentlemen, We are in business. Sacky“, sagði Namibíumaðurinn Sacky Shangala í tölvupósti til tveggja starfsmanna Samherja, Jóhannesar Stefánssonar og Sigurðar Ólasonar, sem og viðskiptafélaga síns, James Hatuikulipi, þann 14. febrúar árið 2014.
Tölvupósturinn var sendur til að tilkynna þeim að félagið Namgomar, sem var formlega í eigu namibíska og angólska ríkisins en var í raun sett á laggirnar í þeim tilgangi einum að útvega íslenska útgerðarfélaginu Samherja kvóta í löndunum tveimur, hefði fengið leyfi til að stunda veiðar í Angóla.
Þetta var forsenda fyrir því að Samherji gæti fengið þann kvóta sem þetta milliríkjasamkomulag á milli landanna tveggja, sem kallað er Namgomar-viðskiptin, fól í sér.
Í raun var tilgangur viðskiptanna einungis tvíþættur: Að útvega Samherja kvóta annars vegar og að útvega „ráðgjöfum“ Samherja í Namibíu peninga frá Samherja. Peningagreiðslur þessar hafa verið til rannsóknar í Namibíu og á Íslandi sem mútugreiðslur eftir að Kveikur, Stundin og Al Jazeera fjölluðu um …
Athugasemdir